Vanmáttur ríkisstjórnarinnar heldur vöxtum háum
4.6.2009 | 12:27
Vanmáttur ríkisstjórnarinnar heldur vöxtum háum. Það er allavega skýring Seðlabankans sem segir ekki unnt að lækka vexti meira fyrr en raunhæf efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar liggur fyrir. Það er hætt við að sú bið verði löng.
Reyndar er með ólíkindum ósjálfstæði Seðlabankans gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en það er annað mál.
Byrjað að afnema höft á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég skil ekki hverju fólk bjóst við. Verðbólga reyndist alveg 1% hærri en menn vonuðust eftir og þróun krónunnar hefur verið frekar neikvæð síðustu vikur. Ég átti alveg eins von á 0,5% lækkun stýrivaxta. Við skulum hafa það í huga að verðbólga mun lækka mjög hægt fram á haust. Ég spái t.d. í mesta lagi 2,5% lækkun fram í september, en eftir það byrjar snarpari lækkun. Það eina sem getur flýtt fyrir lækkun verðbólgunar er verðhjöðnun í sumar, en meðan gengið er þetta veikt, þá er lítil von á slíku.
Marinó G. Njálsson, 4.6.2009 kl. 15:07
Með ólíkindum að vera þá að hafa áhrif á hana með áfengis og bensín hækunum þvílík rústabjörgun.Óhæf ríkisstjórn,burt með Norðmanninn
Haraldur Huginn Guðmundsson, 4.6.2009 kl. 16:44
það var svo sem ekki við miklu að búast af ríkisstjórn sem byggð er á sandi, einhverja hluta vegna virðist allir hlutir þvælast í höndum þeirra og verða lítið úr verki.
Pétur Steinn Sigurðsson, 5.6.2009 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.