Seðlabankinn og pólitísk mantra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins

Það kemur í ljós á morgun hvort Seðlabanki Íslands er sjálfstæður og hefur hag íslenskra fyrirtækja og heimila að leiðarljósi eða hvort bankinn er viljalaust verkfæri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem rekur pólitíska stefnu sína eins og möntru án tillits til aðstæðna á hverjum stað fyrir sig.

Pólitísk mantra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er hávaxtastefna sem engu skilar nú frekar en hjá Seðlabankanum áður - hávaxtastefna sem er að ganga endanlega frá íslensku atvinnulífi og íslenskum fjölskyldum dauðum.

Rétt stefna Seðlabankans væri verulega vaxtalækkun.

Það er nánast hjákátlegt stundum að fylgjast með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Að upplifa í gegnum árin sendinefnd eftir sendinefnd sem skyldi ekki eða vildi ekki skilja íslensku verðtrygginguna.

Reyndar má segja að gamli Seðlabankinn hafi ekki heldur fattað hana - allavega lét hann eins og hún væri ekki til þegar bankinn rak gegndarlausa hávaxtastefnu - en heyktist á að beita bindiskyldu til að draga úr . Þar liggur ein meginástæða l 2004 -2006 og ástandsins í dag.

Það var einnig hjákátlegt að heyra aðra pólitíska möntru sendinefndar eftir sendinefnd sem var einkavæða Íbúðalánasjóð - einkavæða Íbúðalánasjóðs - einkareknir bankar með íbúðalánin - einkareknir bankar með íbúðalánin!

Það væri áhugavert að sjá hvernig ástandið væri ef við hefðum látið eftir þeirra vanhugsuðu pólitísku möntru Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Það verður einnig áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands er Seðlabanki Íslands - eða Seðlabanki Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem lætur dáleiðast af hættulegri pólitískri möntru pótintátanna í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Það skýrist á morgun.


mbl.is Strandar á vöxtum Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þeir lækka vexti um 1% og svo kallaðar greiningardeildir (auglýsingadeildir) bankanna munu gefa út yfirlýsingum um að þeir hafi átt von á meiri lækkun, en þetta sé samt eins og við var að búast.  SteinRÍKUR stígur fram og segist hafa búist við meiri lækkun og hann sé "vonsvikin", svona verður þetta út allt árið, þanngað til allt sem brunnið getur er brunnið...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 3.6.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Er ekki kominn fínn hitamælir á AGS völdin, í því að ef vextir lækka ekki 2% eða meira, að þá er Seðlabankinn, sem lofaði talsverðri lækkun næst, ekki við stýrið.

Haraldur Baldursson, 3.6.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband