Jóhanna fundin - en afar hissa á ástandinu!

Það kemur á óvart að það komi Jóhönnu á óvart hversu alvarlegir erfiðleikar ríkis og sveitarfélaga eru. Reyndar kemur það kannske ekki svo á óvart ef rýnt er í einræðu Jóhönnu undarfarnar vikur því þá má sjá að hún hún hefur alltaf haldið að unnt væri að stöðva slagæðablæðingu íslenska efnahagslífsins með smáplástrum.

Ætli það komi Jóhönnu einnig á óvart hversu illa fyrirtæki og heimili standa í kreppunni?

Ef tekið er mið af afneitun Jóhönnu á róttækum en raunhæfum efnahagstillögum Framsóknar þar sem meðal annars er lagt til að lán heimila og fyrirtækja verði leiðrétt með niðurfærslu lána um 20% - þá má búast við svipaðri yfirlýsingu Jóhönnu þegar hún fattar vanda heimila og fyrirtækja.

Við skulum vona að Jóhanna bregðist hratt við og nýti sér vel það svigrúm sem hún hefur meðal þjóðarinnar sem samkvæmt skoðanakönnunum styðja hana og vilja gefa henni séns á að takast á við vandamálin.

Ég er reiðubúinn að aðstoða Jóhönnu í þeim slag!


mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallur !

Eru þið framsóknarmenn ekki orðnir þreyttir á sandkassaleiknum ?

Eina sem þið uppskerið , það nennir engin að hlusta á ykkur ?

Reynið eitthvað uppbyggilegt !

Annars máttu segja okkur frá kosningu hjá Reykjavíkurborg ?

JR (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Þegar Jóhanna var í sandkassaleik - þá var talað um ábyrga stjóranrandstöðu. Þegar ráðaleysi Jóhönnu er teiknað upp - þá heitir það sandkassaleikur!

Hallur Magnússon, 2.6.2009 kl. 22:48

3 identicon

Hallur !

Var það ekki ætlunin hjá framsóknarflokknum að vera ferskur og vera nýr ?  Þið sögðuð í aðdraganda kosninga að þið væruð með nýtt fólk, sem ætlaði að gera hlutina öðruvísi ?  Þess vegna minnist ég á sanskassaleikin !  Þetta er bara sami gamli framsóknarflokkurinn með sömu gömlu lummurnar !   Eins sem þið hafið gert er að kvarta !

Þú spyrð :  ,,Ætli það komi Jóhönnu einnig á óvart hversu illa fyrirtæki og heimili standa í kreppunni?"

Ég er alveg viss um að þetta kom þér líka á óvart, eða hvað ?

Vissuð þið framsóknarmenn hvað beið ykkar eftir stjórn með sjálfstæðisflokknum  og ósóman sem þið skópuð ?

JR (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Fattaði ekki strax hvað þú varst að tala um - kosningu hjá Reykjavíkurborg.

Kynjaskiptingin afar óeðlileg.

Fyrir okkur Framsóknarmennina - þá er Óskar ekki til skiptana - en að sjálfsögðu hefði Sjálfstæðisflokkurinn átt að setja amk. eina konu í borgarráð. Svo hefði líka verið gaman að fá Sóleyju Tómasdóttur í borgarráð í stað Svandísar!

Hallur Magnússon, 2.6.2009 kl. 22:56

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Svo hefði líka verið gaman að fá Sóleyju Tómasdóttur í borgarráð í stað Svandísar!

Hvað hefði verið svona gaman við það að fá öfgamanneskju í stað alvöru stjórnmálamanns ?

Óskar Þorkelsson, 2.6.2009 kl. 23:48

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Óskar!

Ekki missa húmorinn.

Hallur Magnússon, 3.6.2009 kl. 08:15

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

uff ég hafði áhyggjur af þér í smá stund Hallur :) takk fyrir ða leiðrétta miskilningin.

Óskar Þorkelsson, 3.6.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband