Er Jóhanna týnd - einu sinni enn?
2.6.2009 | 11:30
Þingflokkur Framsóknarmanna fór fram á fund með Dalai Lama - en það var ekki unnt að finna tíma í dagskrá mannsins. Við vitum hins vegar að tímaskorturinn er ekki vegna fundar Dalai Lama og Jóhönnu - en eins og svo oft áður - þá er Jóhanna týnd. Eins og svo oft áður - en það var áberandi hvað Jóhanna hefur forðast orðaskipti við aðra stjórnmálamenn á undanförnum vikum!
Dalai Lama í Háskóla Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér er í heimsókn búddamunkur sem öðlast hefur óvenjulegan andlegan þroska, kannski jafnvel hugljómaður. Og þú hefur ekkert um málið að segja nema að vera í pólitískum skotgröfum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 11:37
Enda hefur Jóhanna nóg að gera. Enda er Ögmundur, Ástar Ragnjheiður, Utanríkismálanefnd og aðrir Alþingismenn að hitta Dalai Lama. Enda hefur ekki tíðkast að auglýsa fundi stjórnvalda með honum í öðrum löndum.
Og fyrst að framsókn gat ekki hitt hann hefur hann auðsjáanlega nóg að gera.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.6.2009 kl. 12:45
Hallur, þú verður bara að sætta sig við það að Dalai Lama hefur ekki tíma til að hitta hvern sem er, vill auðvitað hitta þá sem skipta máli. Hann og förunautar hans vita auðvitað að Framsóknarflokkurinn og þingflokkur Framsóknaflokksins skiptir engu máli, eru bara leifar frá fornri frægð, svona einhverskonar byggðasafn sem vistað er á Alþingi. Dalai Lama getur auðvitað ekki heimsótt öll söfn sem til eru.
Guðmundur Auðunsson, 2.6.2009 kl. 12:45
Guðjón
Einhvern vegin held ég að Jóhönnu hafi ekki veitt af hugljómun.
Hallur Magnússon, 2.6.2009 kl. 13:16
Hvaða læti eru þetta útaf kalli sem ekki hefur unnið ærlegt handtak í lífinu, heldur bara setið og hugsað. Ber öllum skylda til að hitta hann.
Þessi læti eru sambærileg og Banaríska þjóðin heimtaði að Barack Obama tæki í hendina á Gunnari í Krossinum ef hann kæmi til Bandaríkjanna.
Slappið nú af og hugsið rökrétt. Það er ekkert merkilegt við Dali Lama, enda segir hann sjálfur að hann sé bara einn af sex milljörðum manna hér á jörð. Og það erum við öll líka hver og einn.
PMG (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:25
Einn svekktur yfir því að DL hafði ekki áhuga á að hitta Framsókn
Líka skondið að sjá að þú stillir sjálfum þér upp í hópi helstu leiðtoga Framsóknarflokksins:
denni, hermann, eysteinn, jonas fra hriflu [skrifað svo] og viti menn, þú sjálfur ...9879_784917 (minnir á fanganúmer einhvers af Bjarnarbófunum)
Jón Garðar (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:47
Hvað hefur íslenskur stjórnmálamaður að gera með að tala við einhvern yfirnáttúrulegan gaur????
Ekkert
DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:50
Hallur. Er tími Jóhönnu bara liðin? Og svo stalst Össur til Möltu án þess að spurja Vinstri-Græna.
Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.