Jóhanna afhjúpaði algjört ráðaleysi ríkisstjórnarinar.

Jóhanna Sigurðardóttir afhjúpaði algjört ráðaleysi ríkisstjórnarinnar í "stefnuræðu" sinni á Alþingi í kvöld. Í ræðu hennar kom ekki fram ein hvað þá vísbending um eina einustu aðgerð ríkisstjórnarinnar. Ræðan var nánast innantómt blaður um erfiðar aðstæður og erfiðleika fjölskyldnanna - en ekki orð um lausnir!

Það sem nær því næst að vera lausn var sýn Jóhönnu á að aðild að Evrópusambandinu gæti leyst einhvern vanda. Ég er reyndar sammála henni í því - en það þarf metta til.

Þá má ekki gleyma því að hinn flokkurinn í ríkisstjórn vill ekki í Evrópusambandið þannig að "lausnin" er í raun ekki lausn þessarar ríkisstjórnar!

Það er því að sannast sem ég óttaðist - að þótt inn á milli séu öflugur ráðherrar í ríkisstjórninni - þá dugir það ekki til. Við sitjum uppi með algjörlega ráðþrota ríkisstjórn - og kjörtímabilið vart hafið!

Mér fannst það hins vegar grátbroslegt að Jóhanna lagði til að þingmenn reyni að vinna saman sem ein heild og virða skoðanir hvers annars.

Það vantaði illilega á það í 80 daga valdatíð núverandi stjórnarflokka - og ég á eftir að sjá Jóhönnu vinna eftir þessu prinsippi eftir áratuga setu á Alþingi - en vonandi fylgir hugur máli hjá henni!


mbl.is Hljótum að vinna saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var merkilegt hvað Jóhanna talaði mikið um ESB en Steingrímur J sagði ekki eitt orð varðandi málið! Þetta fólk er í forystu í ríkisstjórn og greinilega er áherslumismunur mjög mismunandi. Ég hef ENGA trú á því að þessi stjórn eigi eftir að lifa lengi.

p.s. djö var Sigmundur góður!

Tobbs (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðmundur nokkur, flokksmaður Halls, átti þarna snjalla jómfrúrræðu, snarpa og afhjúpandi um ráðaleysi Jóhönnu, og er sá Steingrímsson ráðherra Hermannssonar ráðherra Jónassonar, hvorki meira né minna.

Jón Valur Jensson, 19.5.2009 kl. 01:38

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Björn.

getur þú bent mér á eina lausn sem Jóhanna benti á í ræðu sinni?

Hallur Magnússon, 19.5.2009 kl. 08:08

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er erfitt að segja opinberlega hverjar lausnirnar eru helstar. Þær felast mestanpart í uppboðum á húðstrýkingum á útrásarvíkingunum.

Bretar eru tilbúnir að veðja á hvað hver og einn af útrásarvíkingunum þolir mörg vandarhögg áður en hann játar hvar góssið er grafið. Ég hef heyrt allt upp í 500 pund í afslátt á hvern Icesavereikning fyrir höggið. Sumir Bretarnir hafa jafnvel gengið svo langt að lofa niðurfellingu skuldarinnar ef viðkomandi víkingur játar að vera í systurflokki Verkamannaflokksins breska.

Einhverjusinni hélt íslenskur þingmaður mikla ræðu um systurflokk sinn á Englandi. Man nokkur eftir þessari snjöllu ræðu Guðna Ágústssonar?

Þórbergur Torfason, 19.5.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband