Samfélagsleg ábyrgð Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur sýni mikla samfélagslega ábyrgð þegar hún ákveður að greiða eigendum sínum - almenningi í stórhöfuðborgarsvæðinu - arð. Reykjavíkurborg hefur sett sér stefnu um að verja grunnþjónustu borgarinnar. Þar skiptir aarðgreiðsla OR máli. En hún skiptir sköpum fyrir minni sveitarfélögin eins og til dæmis Akraneskaupstað.

Pólitískt upphlaup formanns Rafiðnaðarsambandsins vegna eðlilegrar arðgreiðslu sem rennur til samfélagslegra verkefna fellur því um sjálft sig.


mbl.is Arðgreiðsla OR rennur til samfélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert að því að OR sýni samfélagslega ábyrgð !

Væri ekki rétt hjá öllum pólitískum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur að gera það líka ?

Hvernig væri að þið pólitísku fulltrúar lækkuðu launin ykkar, þið eruð launahæstir, ogsýnduð eins samfélagslega ábyrgð og starfsmenn OR hafa gert ?

Þið pólitíkusar getið talað og talað og bent á aðra, en þegar kemur að því að þið eigið að gera eitthvað af viti þá farið þið í felur !

Lækkið ykkur sjálf í launum áður en þið ráðist á leikskóla og grunnskóla !

JR (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Hallur Magnússon

JR.

Gott þú komst inn á þetta!

Staðreyndin er nefnilega sú að borgarfulltrúar, borgarstjóri og embættismannakerfið í Reykjavíkur hefur einmitt lækkað launin sinn miklu meira en allir aðrir "embættismenn" í landinu. Miklu meira en ráðherraliðið - og alþingismennirnir!

Staðreyndin er nefnilega sú að borgarstjóri og kjörnir fulltrúar tóku BÆÐI á sig lækkun sem ráðherrar og alþingismenn tóku - og að auki 10% lækkun.

Annars er ég ekki "pólitíkus" í þeim skilningi að ég var ekki á B listanum fyrir síðustu kosningar - en tók að mér varaformennsku í Velferðarráði vegna fyrri reynslu minnnar. Get sagt þér að ég hef ekki haft fjárhagslegan ábata af því - þvert á móti. En það er annað mál.

JR.

Við höfum alls ekki ráðist á leikskóla og grunnskóla - þvert á móti þá höfumvið einmitt varið grunnþjónustuna - og arðgreiðsla OR hefur gert það að verkumn að við höfum meira svigrúm en annars að gera það!

JR.

Finnst þér rétt að ALLIR AÐRIR starfsmenn borgarinnar taki á sig byrðar - eins og kjörnir fulltrúar hafa gert reyndar umfram almenna starfsmenn - en EKKI OR starfsmenn?

JR.

Vissiru að strfsmenn OR eru hæstlaunuðu starfsmenn borgarinnar?

Vissiru að meðallaun OR er yfir 500 þúsund?

JR.

Við höfum lengi tekist á hér í athugasemdakeffinu. En getum við ekki sameinast um það að á vinnustað þar sem meðallaun eru vel yfir 500 þúsund - og þar sem hagnaður fyrstu 3 mánaða er 1,8 milljarður - að það sé rétt að leggja samfélagslegum verkefnum til 800 milljónir -(sem reyndar er bara 50% af því sem arðgreiðslur hafa verið til alemnnings undanfarin ár - óháð hagnaði eða tapi OR) - frekar en að halda launum OR starfsmanna uppi meðan öll ö0nnur laun í borginni lækka?

Hvar viltu skera niður 800 milljónum í Velferðarkerfi borgarinnar?

Komdu með tillögu að því?

Hallur Magnússon, 15.5.2009 kl. 23:34

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sveitafélög nutu flest hver mjög mikils í þessu svokallaða "góðæri", flest af þeim eða öll fórum bara illa með og fóru langt farmúr öllu velsæmi í áætlunum, framkvæmdum, launum, fjölda starfsmanna ofl ofl. Ef ekki er til fyrir meintum arði þá er ekki hægt að borga neitt út, bad deal

Jón Snæbjörnsson, 16.5.2009 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband