Útrýming hverfislögreglu ógnar forvarnarstarfi

Lögreglan í Reykjavík hefur nú lagt niður vel heppnaða hverfislögreglu sem náð hefur afar góðum árangri ekki hvað síst í forvarnarstarfi meðal unglinga.

Þeir sem til þekkja eru sammála um að tilkoma hverfislögreglu í Breiðholti hafi átti stóran þátt í mikilli fækkun afbrota á því svæði og að samstarf hverfislögreglu við skóla og þjónustumiðstöð borgarinnar hafi unnið gegn vímuefnanotkun. Breiðholtið var orðið öðrum hverfum til fyrirmyndar!

Það er óskiljanlegt að niðurskurðarhnífur ríkisstjórnarinnar skuli verða til þess að útrýma hverfislögreglunni nú þegar öllu máli skiptir að auka forvarnarstarf á erfiðum tímum.

Enda hafa fréttir af átökum unglingaklíka og auknum afbrotum í Breiðholti verið áberandi þann stutta tíma sem liðinn er frá því hverfislögreglan var lögð niður.

Að óbreyttu þá er hætt við að vímefnaneysla og afbrot í hverfunum aukist vegna niðurskurði hjá lögreglu.

Dómsmálaráðherra verður að veita lögreglustjóranum í Reykavík lið með því að tryggja fjármagn til þess að halda áfram úti hverfislögreglu. Ef það verður ekki gert þá munu afleiðingarnar verða samfélaginu og fjölmörgum fjölskyldum dýrkeypt.


mbl.is 20 lögreglumenn hætta í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband