Gegnsæjið afar matt hjá Samfylkingu og VG

Samfylkingin og VG hafa lengi takað um að auka þurfi gagnsæji í stjórnsýslunni og gagnrýnt fyrri stjórnvöld harkalega fyrir meint ógagnsæji. En ég verð að segja að gangsæji ríkisstjórnarflokkanna er afar matt. Reyndar virðast gluggarnir á ríkisstjórnarheimilinu vera alveg sandblásnir.

Sami tvískinnungurinn er í jafnréttismálunum - en Samfylking og VG hafa nær utantekningalaust brotið sín eigin prinsipp í þeim málum. Hallar þar verulega á konur eins og sjá má á ríkisstjórninni.

Tek fram að það er ekki alveg algilt - en það virðist sem jöfn kynjaskipting sé undantekning en ekki regla hjá Samfylkingu og VG.


mbl.is Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvað er þetta Hallur, veistu ekki að Jóhanna er margra manna maki og er á við tíu karla ?

Einnig hlýtur þú að gera þér grein fyrir því að vinstriflokkarnir þurfa ekki að viðhafa gagnsæi, það gilda allt aðrar reglur yfir þá, þeir eru Elítan.

Bestu kveðjur, með von um að fá allt upp á borðið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.5.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband