Svandís Svavarsdóttir þarf að snúa sér til orkukaupenda ekki orkusala
11.5.2009 | 17:57
Svandís Svavarsdóttir nýr umhverfisráðherra reynir nú að slá keilur í fjölmiðlum með því að segjast vilja beita sér fyrir því að leynd, sem hvíli yfir orkuverði til stóriðju, verði aflétt.
Svandís veit það fullkomlega að ástæða leyndarinnar er ekki tilkomin vegna hagsmuna Orkuveitu Reykjavíkur - enda hefur hún setið í stjórninni undanfarið - heldur vegna óska viðsemjenda.
Svandís verður því að snúa sér að viðsemjendum Orkuveitunnar til að fá orkuverðið uppgefið - ekki Orkuveitunnar.
Vill Svandís ganga gegn samningsfrelsi á Íslandi og banna lögaðilum að setja trúnaðarákvæði í samninga sín á milli ef þeir kjósa það?
Telur hún að samningsstaða orkusöluaðilja á Íslandi styrkist við slíkt?
Þótt ég gagnrýni Svandísi aðeins í þessu bloggi - þá er alveg ljóst að það er mikill styrkur af henni fyrir ríkisstjórnina sem er því miður heilt yfir tiltölulega veik.
Svandís er afar öflugur stjórnmálamaður og hefur unnið vel og af heilindum fyrir borgina og borgarbúa sem borgarfulltrúi. Þar hefur hún lagt sitt af mörkum í samvinnu meirihluta og minnihluta í borginni - en eins og fólk veit þá hefur meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn lagt áherslu á breiða samvinnu og samráð við minnihlutan við stjórn borgarinnar. Það hefur gengið afar vel og á Svandís ekki hvað síst þátt í því sem oddviti VG.
Það verður vandfyllt skarðið sem Svandís skilur eftir í borgarmálunum.
Verður að virða umsaminn trúnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Athugasemdir
Þykir þér réttlætanlegt að samningafrelsi aðila sé upplýsingaskyldu opinberra aðila hærra?
Það er tvennt ólíkt hvort um sé að ræða samninga lögaðila á almennum markaði, eða hvort að um opinbera samninga sé að ræða.
Hjá hinu opinbera skyldi alltaf allt vera uppi á borðinu.
Baldvin Jónsson, 11.5.2009 kl. 18:44
Tek undir með þér varðandi Svandísi og borgarstjórnina.
Það fellur allverulega krafturinn í minnihlutanum í borgarstjórninn við brotthvarf Svandísar. Bara liðleskjur sem fylla skarðið hennar.
Það verður auðveldur eftirleikurinn fyrir íhaldið að halda völdum í vor. (Með eða án Framsóknar sem ég reikna með að nái ekki inn manni í vor)
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:47
Var einhver kraftur í Borgarstjórn einhvern tímann ?? Orkuverðið er ekki leyndó vegna kröfu erlendra viðsemjenda.Það er rangt og má m.a. geta sér
til um það í ársreikningum þessara erlendu fyrirtækja. Að auki eru það aðeins íslensk fyrirtæki eins og OR sem komast upp með að brjóta bókhaldslög.
Einar Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 19:38
Hallur segðu bara það sem þú meinar, þú vilt viðhalda leindó-stefnu gagnvart almenningi svo hægt sé að mata hann á fagurgala og fullyrðingum sem engin rök eru fyrir. Þeir stjórnmálamenn sem ekki eru tilbúnir til að breyta um taktík og vinna að almannahagsmunum fyrir opnum tjöldum, verða útskúfaðir í næstu kostningum sem verða fyrr en flestir reikna með. Ég ráðlegg þér að ráðast gegn leindó-stefnunni ef þú vilt vera með í næstu umferð.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 19:40
Það er glórulaust af Svandísi að láta sér detta í huga að hægt sé að hafa samninga um raforkuverð við stórnotendur uppá borðum. Hvernig eiga íslensk raforkufyrirtæki að ná hagstæðustu samningum, t.d. við erlend stórfyrirtæki, ef þeir sem vilja kaupa orkuna geta bara skoðað hvað aðrir eru að borga fyrir hana?
Væri allt uppi á borðum, þá væri ekki um neitt að semja við orkusölufyrirtækin. Gerðir samningar yrðu bara notaðir sem þvingun á lágt orkuverð umfram það sem ella hefði orðið.
Mér finnst Svandís ekki sýna nein klókyndi né nokkurt viðskiptavit í þessu máli. Það væri nær að hún næði því fram á Alþingi að raforkufyrirtækjunum væri gert skilt að hafa fulltrúa smærri orkukaupenda í stjórnum sínum. Þeim fulltrúum væri þá ætlað að vinna að hagsmunum neytenda almennt, þ.e. tryggja að heimilin og smáfyrirtækin í landinu sitji, eins og frekast er unt, við sama borð og stórfyrirtækin hvað varðar raforkuverð.
DanTh, 11.5.2009 kl. 20:08
Hallur!
Kemur okkur , eigendum Landsvirkjunar og Orkuveitunnar , ekkert við hvað við fáum fyrir vöruna sem við erum að selja , m.ö.o. við eigum bara að borga orkureikningana okkar , þegja og vera góð - ERT ÞÚ Á LYFJUM !
Það getur vel verið að þú viljir halda sellufundi með Óskari í Borgarstjórn , á kostnað okkar eigendanna , en vilt þú þá ekki vinsamlegast eiga það við hann og hans kollega , en vera ekki með svona bull hér á Blogginu .
Samkvæmt þessum skoðunum þínum , þá ert þú örugglega hlynntur því , að garðyrkjubændur borgi meira fyrir orkuna , en stóryðjurnar .
Hörður B Hjartarson, 11.5.2009 kl. 21:45
Sæll Hallur
Þetta er misskilningur hjá þér. Það eru íslensku samningamennirnir sem hafa krafist þess að gera þessa samninga að leynisamningum, ekki útlendingarnir.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.5.2009 kl. 01:32
Mér finnst hreint út sagt með ólíkindum að þetta mál sé svona mikilvægt í hugum fólks.
Í starfi mínu sem yfirtollvörður bý ég yfir upplýsingum um innkaupsverð á mörgum varningi, sem fjölmiðlum og almenningi væri fengur í að vita, m.a. vegna þess sem að mínu mati gæti talist mjög rífleg álagning á sumum þessum hlutum. Aldrei hefur mér dottið í hug að ástæða væri til að upplýsa um slíkt! Vitaskuld er munur á, þar sem ríkið ekki annar viðskiptaaðilinn, en samt verða menn að líta á þetta hlutlausum augum og sjá hversu óeðlilegt þetta í raun væri. Það er eðli flestra viðskiptasamninga að erfitt er að upplýsa um innihald þeirra vegna viðskipta- og samkeppnissjónarmiða.
Gallinn í þessu öllu saman er sennilega að ríkið ætti ekki að vera að flækjast í slíkum rekstri. Hugsanlega er enn stærri galli væri ef ríkið ætti ekki Landsvirkjun í svo litlu landi sem Ísland er? Við þurfum hreinlega a velta fyrir okkur, hvort besta lausnin sé ekki sú sem nú er upp á borðinu hér á Suðurnesjum, þ.e.a.s. að Íslendingar ættu auðlindirnar, en virkjanir væru hreinlega í eigu þeirra sem nýta orkuna eða annarra fjárfesta. Þannig yrði Orkuveitu Reykjavíkur hreinlega skipt upp í tvö fyrirtæki, eitt sem framleiðir orku fyrir iðnað og annað sem framleiðir fyrir almenning og væri í eigu almennings.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.5.2009 kl. 07:53
Friðrik - þetta er ekki rétt hjá þér varðandi Helguvík.
Hörður. Held þú ættir að fá þér eina róandi og skoða svo málin eins og þau eru. Gott fyrir þig að byrja á að lesa DanTh.
Það eru reyndar vísbendingar um að stóriðjan sé í tilfellum að greiða hærra verð fyrir orkuna um þessar mundir en heimilin. Það felst reyndar í veikri stöðu krónunnar - en svoleiðis er það væntanlega í tilfellum.
Hvað varðar garðyrkjubændur - þá vil ég benda þér á að orkukaup þeirra eru árstíðabundin en ekki í 24 stundir í 365 daga á ári eins og kaup stóriðjanna eru. Að sjálfsögðu á það að endurspeglast í verði til orkusala.
En eins og margoft hefur komið tel ég að garðyrkjubændur eigi að fá orkuna á hagkvæmu verði.
Skil því ekki í Steingrími J. þegar hann var bæði fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra á dögunum - að hætta niðurgreiðslu flutningskostnaðar rafmagns til garðyrkjubænda - og vinna þannig gegn garðyrkjubændum.
En það var týpíkst vinstri grænt. Segja eitt - en gera annað. Hræsni semsagt.
Hallur Magnússon, 12.5.2009 kl. 07:54
Reyndar smávægilegur misskilningur hjá þér Hallur varðandi garðyrkjubændur. Þeir eru vel flestir fyrir margt löngu farnir að starfa allan sólarhringinn, allt árið um kring. Það er einmitt megintilgangur gróðurhúsanna, að skapa þar aðstæður sem líkja við sömu árstíð allt árið um kring.
Baldvin Jónsson, 18.5.2009 kl. 14:29
Það væri hægt að skrifa þykkann doðrant um það sem Hallur misskilur.
"En eins og margoft hefur komið tel ég að garðyrkjubændur eigi að fá orkuna á hagkvæmu verði." Dæmigerður innihaldslaus Framsóknarfrasi.Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 16:07
Baldvin - það er enginn misskilningur í því - en lýsingin er ekki í gangi að sumrinu - þal ekki sama raforkunotkunin.
Viðar.
Hvernig væri að byrja á smápésa um það sem ég "misskil"?
Efast um að sá pési nái að verða hefti - hvað þá doðrantur - en reyndu samt!
Hallur Magnússon, 18.5.2009 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.