ESB aðildarviðræður enginn vandi fyrir Framsókn
11.5.2009 | 08:59
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu verða enginn vandi fyrir Framsóknarflokkinn. Stefna flokksins er skýr. Sækja skal um aðild að Evrópusambandinu og leggja aðildarsamning fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Framsóknarflokkurinn setti fram skýr og skynsamleg skilyrði sem halda skal á lofti í aðildarviðræðunum. Það er einfalt fyrir Samfylkinguna og ríkisstjórnina að gera þau skynsamlegu skilyrði að samningsmarkmiðum og kalla forystu Framsóknarflokksins með að samningsborðinu með ríkisstjórninni.
Það hefur enginn þingmaður Framsóknarflokksins umboð til að leggjast gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu sé ofangreindum skilyrðum uppfyllt. Enginn.
Málið er því í höndum Samfylkingarinnar. Vilji hún aðildarviðræður þá veit hún hvað þarf að gera til að tryggja stuðning Framsóknarflokksins. En ef Samfylkingin fer í einhvern asnaskap og vinnur málið ekki í góðri samvinnu við stjórnarandstöðuna - þá gætu efasemdarmenn innan þingflokks Framsóknar fengið svigrúm til að sveigja af skýrri stefnu Framsóknarflokksins.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er því með framtíð aðildarviðræðna við Evrópusambandið í hendi sér. Ekki vill hann klúðra því tækifæri?
Evrópumálið setur alla í nokkurn vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Facebook
Athugasemdir
Það er líka skýrt í stefnu Framsóknar að tryggja skuli eignarhald þjóðarinnar á auðlindum í stjórnarskrá. Þetta sé forsenda og skuli gera áður en sótt er um aðild að Evrópusambandinu.
Breytingar á stjórnarskrá náðust ekki fyrir kosningar. Framsókn hlýtur því að vinna að þeim á þessu kjörtímabili til að geta snúið sér að skilyrtri ESB umsókn á því næsta. Ekki ætlr Framsókn að svíkja kjósendur sína með því að styðja aðildarumsókn án stjórnarskrárbreytinga!
Haraldur Hansson, 11.5.2009 kl. 09:22
Haraldur.
Það er unnt að ganga frá eignarhaldi áður samhliða því að þjóðin greiði atkvæði um aðildarsamning. Eignarhaldið er þá komi á hreint - áður en Ísland fær aðild að ESB.
Því fer fjarri að þetta stangist á.
Hallur Magnússon, 11.5.2009 kl. 09:38
Treysta Framsóknarmenn Össuri Skarphéðinssyni til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í aðildarviðræðum? Hann sagði um Kyoto samningana á sýnum tíma að íslenskir samningamenn yrðu hlegnir út af borðinu. Hann var starfandi utanríkisráðherra þegar samningum um ICESAVE var klúðrað í vetur. Hann var nánasti samstarfsmaður Ingibjargar Sólrúnar á vaktinni fyrir hrunið og steinsvaf á verðinum.
Ég treysti honum ekki.
G. Valdimar Valdemarsson, 11.5.2009 kl. 09:50
Valdi.
Nú reynir einmitt á Össur. Ætlar hann að klúðra Evrópumálunum eins og Icesave? Hugsa ekki. Össur hlýtur að hafa vit á að kalla fleiri að borðinu - þar með talda forystu Framsóknarmanna. Það er lykillinn að árangri.
Hallur Magnússon, 11.5.2009 kl. 09:56
Hallur allt snýst þetta um traust.
Það er ekki nóg að samþykkja umboð um aðildarviðræður með einhverjum skilyrðum sem síðan eru gleymd og grafin þegar kemur að samningaborðinu.
Samfylkingunni liggur svo mikið á í ESB að ég hef af því áhyggjur að hún sé tilbúin að fórna miklum hagsmunum bara til að komast inn.
Hvaða möguleika hefur stjórnarandstaðan eða almenningur til að fylgjast með hvernig á málum er haldið? Það er ekkert mál að setja upp eitthvað leikrit hér heima og halda því fram að ekki náist samningar um eitt eða annað.
Það er þekkt til dæmis úr aðildarviðræðum Slóvena að þar tók ESB virkan þátt í leikritinu sem sett var upp til að afvegaleiða þjóð og þing.
Fordæmin eru þarna og þau hræða mig.
G. Valdimar Valdemarsson, 11.5.2009 kl. 10:20
Einkennileg umræða, að Össuri og samfylkingunni sé ekki treystandi fyrir að leiða aðildarviðræður. Einmitt Samfylkingunni ætti að vera treystandi til að berjast fyrir viðunandi samningi okkur til handa , því þeim er mikið í mun að koma okkur inní ESB!
Að Össur og félagar séu svo skyni skroppnir út frá þessu sjónarhorni ,finnst mér fráleitt, og auðvitað eigum við svo að treysta íslenskum kjósendum til að vega og meta þann samning sem boðið verður uppá og hafna ef hann er ekki vænlegur fyrir okkar hagsmuni í bráð og lengd.
Get ekki neitað að ég skil ekki málflutning þeirra sem fyrir alla muni vilja koma í veg fyrir að samninga sé leitað!
Hallærisleg afdalamennska !
Kristján H Theódórsson, 11.5.2009 kl. 10:33
Hallur.
Nú er ég kannski að oflesa textann hjá þér, en hann virkar ansi hrokafullur?
Mér sýnist þú gera kröfu um góða samvinnu milli stjórnar og andstöðu, sem er eðlilegt og sjálfsagt, en þú leggur jafnframt áherslu á að tillögur Framsóknarmanna skuli gerðar að samningsmarkmiðum og "sé ofangreindum skilyrðum uppfyllt" eigi þetta ekki að vera neitt mál.
Eins og ég segi, gæti þetta verið oflestur minn - en í mínum huga fer góð samvinna þannig fram, að ágætar tillögur Framsóknarmanna verða skoðaðar með opnum huga og eitthvað af þeim verður sjálfsagt - í góðri samvinnu - tekið inn.
baldur mcqueen (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 10:56
Þú hefur nú ekki verið valinn sem talsmaður Framsóknar í þessum EB-málum, Hallur, enda ertu fulltrúi viðhorfa sem eru þar á yzta kanti næst Evrópubandalaginu, en ekki dæmigerð fyrir meginstrauminn í flokknum.
Jón Valur Jensson, 11.5.2009 kl. 11:20
Baldur hittir naglann á höfuðið. Það er viðbúið að strax verði farið að semja um afslátt hér heima af sjálfsögðum og eðlilegum fyrirvörum við aðild að ESB. Framsóknarmenn hafa rætt ESB í 7 ár á meðan það var ekki á dagskrá annarra flokka á Íslandi. Nú á að drífa umsókn af stað eftir 8 vikur og klára þessa umræðu í einum grænum.
Öllum ætti að vera í fersku minni hvernig fór fyrir Sjálfstæðisflokknum þegar þeir ætluðu að klára Evrópuumræðuna á örfáum vikum. Hann brotlenti í málinu og situr eftir stefnulaus í málaflokknum. Nú kemur það í bakið á Samfylkingunni að hafa ekki unnið heimavinnuna sína.
Undirbúningur að umsókn og nauðsynlegt samráð um samningsmarkmið verður ekki hrist fram úr erminni á nokkrum vikum. Samfylkingin taldi samningsmarkmið okkar Framsóknarmanna allt of ströng og hefur ekki haft fyrir því að segja frá því hvaða markmiðum hún er tilbúin að fórna í aðildarviðræðum.
Þess vegna treysti ég ekki Samfylkingunni og síst af öllu Össuri.
G. Valdimar Valdemarsson, 11.5.2009 kl. 11:28
Er ekki fullsnemmt að fullyrða að málinu verði klúðrað áður en það kemur fram, bæði sem þingsályktunartillaga og einnig hvernig yrði staðið að samningaviðræðum ef tillagan nær fram að ganga.
Þetta er dæmigert fyrir umræðuna, fullyrðingar og fordómar án staðreynda.
Jóhannes (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:09
Ég geng út frá því að það komi fram breytingartillaga við frumvarp Össurar um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem muni hljóta meirihluta á þingi.
Héðinn Björnsson, 11.5.2009 kl. 12:16
G. Valdimar.
Þú getur snúið út úr orðum mínum að vild og búið til þann prívat sannleika að Framsóknarflokkurinn skari framúr á öllum sviðum....og eigi því að ráða mestu.
Ég held stór hluti þjóðarinnar treysti engum af þeim flokkum sem hafa farið með völdin síðustu ár. Kannski góð samvinna, hvar tillögur sem flestra koma að, geti skilað einhverju að því trausti aftur - en af orðum þínum að dæma er það borin von, a.m.k. hvað Framsókn varðar.
Andlitslyftingin á Framsóknarflokki skilaði þá litu ef andinn er sá sami. Öllu vildu þeir ráða - og aldrei gátu þeir hlustað. Hefur eitthvað breyst?
baldur mcqueen (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:31
Baldur, hver var útúrsnúningurinn ?
G. Valdimar Valdemarsson, 11.5.2009 kl. 12:50
G. Valdimar
Ég tala um samvinnu, hvar ágætar tillögur Framsóknarflokks verði metnar og líklegast teknar inn að einhverju leiti.
Þú segir mig hitta naglan á höfuðið - nú eigi að veita "afslátt hér heima af sjálfsögðum og eðlilegum fyrirvörum við aðild að ESB" (átt þá væntanlega við tillögur Framsóknarflokks, miðað við það sem á eftir kemur).
Þetta er, að mínu mati, útúrsnúningur. Hafir þú ekki meint það þannig biðst ég að sjálfsögðu afsökunar.
Bið um það eitt að eitthvað breytist á næsta kjörtímabili í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu. Allt í lagi að rífast dálítið og rökræða en þessi ofuráhersla á að koma höggi hvert á annað - oftast með þeim árangri að það bitnar á þjóðinni - verður að hverfa burt.
Engin einn af flokkum alþingis hefur öll réttu svörin, né allar bestu hugmyndirnar. En saman gætu þeir komið ýmsu miklu til leiðar.
baldur mcqueen (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:04
Baldur ég vona líka heitt og innilega að eitthvað breytist í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu. Það þarf tvo til. Stjórnin verður líka að breyta ýmsu og ég sé ekkert í kortunum sem bendir til þess að svo verði.
En vonandi verður það, og vonandi leggja menn sig fram um að hafa sem breiðasta samstöðu í málunum. En þá verða menn líka að hafa fyrir því að kynna sér málin. Lesa tillögur og hugmyndir og svara þeim með málefnalegum hætti og án útúrsnúninga.
Á það hefur skort tilfinnanlega síðan 1. febrúar.
G. Valdimar Valdemarsson, 11.5.2009 kl. 13:13
Aðildarumsókn að ESB er ekki einkamál Samfylkingar og ég skil ekki málflutning þeirra sem gefa slíkt í skyn, sbr formann xB. Vonandi ber Alþingi gæfu til að samþykkja að farið verði í viðræður við ESB um aðild og að slíkar viðræður fari þannig fram að þær mótist ekki af hreinum trúarbrögðum, í hvora áttina sem þau ganga. Það má vel vera að niðurstaðan verði sú að ég greiði því ekki atkvæði mitt. Því miður er ég ekki umburðarlyndari en svo að mér býður við afturhaldi og forsjárhyggju þeirra sem eru andvígir því að ég fái að taka afstöðu til kosta þess og galla að Ísland gerist aðili að ESB
Ég met þetta mál alvarlegra en svo að það geti orðið eða megi verða flokks-pólitískt bitbein. Afturhaldið í VG hefur tjáð sig, vona að restin af þingheimi veiti málinu brautargengi.
Þorsteinn Egilson, 11.5.2009 kl. 14:55
"Það hefur enginn þingmaður Framsóknarflokksins umboð til að leggjast gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu sé ofangreindum skilyrðum uppfyllt. Enginn." Ritar þú Hallur!
Ég hef svo sem engar áhyggjur af framsóknarmönnum, en ég held að þingmenn þeirra séu ekki bundnir af neinu nema eigin samvisku. ÉG vona svo sannarlega að þingmenn framsóknarflokksins viti af þessu. En ef svo skildi ekki vera þá er þessu hér með komið á framfæri við þá.
Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 15:11
Hárrétt hjá þér, Hallur, málið flýgur auðvitað í gegnum þingið, annars þurfa menn að ganga á bak orða sinna og kosningaloforða.
Formaðurinn þinn er eitthvað að malda í móinn, en það er líklega bara til að reyna að skapa sér stöðu og vonast eftir að fá eitthvað annað í staðinn. Þið verðið að passa ykkur á að klúðra málinu ekki með því að hræra því saman við önnur mál. Þetta er einfaldlega of stórt og of mikilvægt mál til að tefla því í tvísýnu í einhverjum flokkspólitískum dílingum.
Og svo er það mikill misskilingur ef einhver heldur að Samfylkingin ætli að keyra einhvern einleik í þessu máli. Þvert á móti, þá veit fólk á þeim bænum að slíkt yrði bara til að tryggja að málið yrði svo fellt í þjóðaratkvæði. Samráð við alla flokkka og sem flesta hagsmunaaðila er forsenda þess að þjóðin samþykki samninginn í þjóðaratkvæði. Þetta veit Samfylkingin auðvitað og alveg ótrúlegt að menn sjái ekki þessa einföldu staðreynd.
Þorfinnur (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:33
Samfylkingar-EB-menn hafa tjáð sig, fúsir sem fyrr að afsala æðstu fullveldisréttindum okkar til meginlandsins, en Hallur segir ekki neitt.
Jón Valur Jensson, 12.5.2009 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.