Framsóknarmenn í öllum hinum norrænu ríkisstjórnunum
10.5.2009 | 19:39
Mér finnst það afar fyndið að leiðtogar nýrrar ríkisstjórnar skuli halda blaðamannafund sinn í Norræna húsinu og hyggjast með því vísa til stjórnarstefnu hinna Norðurlandanna.
Það eru nefnilega Famsóknarmenn í öllum hinum norrænu ríkisstjórnunum - en það er deginum ljósara að nýja ríkisstjórnin vangtar einmitt kjölfestu Framsóknarflokksins til að verða vænleg ríkisstjórn.
Í Danmörku er systurflokkur Framsóknarflokksins - Venstre - leiðandi í borgaralegri miðhægri ríkisstjórn.
Í Noregi er systurflokkur Framsóknarflokksins - Senterpartiet - í miðvinstri ríkisstjórn.
Í Svíþjóð eru systurflokkar Framsóknarflokksins - Centerpartiet og Folkepartiet Liberalana í borgaralegri miðhægristjórn.
Í Finnlandi eru systurflokkar Framsóknarflokksins - Suomen Keskusta og Svenska Folkepartiet - í miðjustjórn.
Ný ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég og voðalega margir íslendingar erum mjög fegnir að hvorugur helmingaskiptaflokkurinn sé í ríkistjórn, og eftir að hafa séð hvaða áhrif það hafði að leyfa B&D skipta ríkisfyrirtækjum á milli sín - og hafa reynt að taka orkufyrirtækin líka .. þá vona ég hreinlega að dagar þessara flokka séu taldir.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 10.5.2009 kl. 19:56
það er bara smá hængur á þessu hjá ykkur framsóknarmönnum.. og hann er sá að norrænir miðjuflokkar hafa aldrei gleymt uppruna sínum og þeir hafa ekki verið flæktir í spillingamál líkt og sá íslenski.. góðir heiðarlegir bændaflokkar.
http://www.senterpartiet.no/
Óskar Þorkelsson, 10.5.2009 kl. 19:56
Hefur ekki helmingaskiptaflokkur öðlast nýtt gildi eftir að ríkisstjórn S og VG tók við í dag?
Gissur Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:19
Stefán.
Prófaðu að gúggla "Samfylkingin".
Þú munt væntanlega ekki finna neitt - en þrátt fyrir það er Gordon Brown og Verkamannaflokkurinn Samfylking Bretands og systurflokkur Samfylkingar.
Reyndar hefur Framsóknarflokkurinn starfað með framangreindum systurflokkum sínum í marga áratugi - og vinnur mjög náið með þeim innan vébanda Norðurlandaráðs.
Hallur Magnússon, 10.5.2009 kl. 22:25
Voðalegur kjáni ertu nú Hallur minn, það er ekki verið að vísa til ríkistjórna hinna Norðurlandanna, það er verið að vísa til stefnunnar sem rekin hefur verið á hinum Norðurlöndunum síðastliðin 50 ár. Þetta er kallað ,,Skandinavíska" leiðin ef þú myndir hafa fyrir því að lesa bókina hans Stefáns Ólafssonar um Íslensku leiðina, þ.e. ameríkanaseringu Íslands, sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur innlimuðu hér á landi, þá kannski vissirðu hvað væri verið að meina.
Valsól (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 08:09
Valsól.
Efast um að ég sé kjáninn!
Þetta sýnir bara hvað Jóhanna og Steingrímur eru áratugum á eftir tímanum í pólitík!
Stærsti veikleiki Jóhönnu er einmitt sænski kratisminn a la 1974 - sem löngur er búinn að vera. Þú ættir að skoða stjórnmálaþróun á Norðurlöndum undanfarin 15 -20 ár áður en þú ferð að tala um kjánaskap.
Hallur Magnússon, 11.5.2009 kl. 08:42
Ekki gleyma því að framsókn kom fótunum undir þessa stjórn með stuðningi við 80 daga stjórnina illu heilli.
Og vera svo að segja að Jóhanna og steingrímur séu áratugum á eftir tímanum í pólitík fer framsókn ekki vel eftir það sem undan er gengið.
Og nú gefur framsókn undir fótinn með að hugsanlega verð samþykkt að ganga til samninga við ESB sem laggt verður fyrir þingið.
Framsókn þið eruð ábyrgir fyrir þessari vitleysu.
Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.