Hálfkák Samfylkingar firring eða óskhyggja?
9.5.2009 | 21:22
Hvort ætti hálfkák Samfylkingarinnar í aðgerðum fyrir heimilin í landinu sé firring eða óskhyggja? Það sjá allir sem kafa ofan í stöðu heimilanna að því fer fjarri að aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni duga stórum hóp heimila.
Merkilegt að Samfylkingin sem var reiðubúin að dæla peningum úr ríkissjóði til að bjarga fjármagsneigendum hefur ekki dug í sér til að koma til móts við heimilin í landinu með niðurfærslu og leiðréttingu skulda.
Fyrirsögn Morgunblaðins er reyndar sérstök: "Aðgerðirnar eru talda duga flestum". Sú alhæfing er út í hött - þótt pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra haldi slíkri firru fram.
Reyndar er það pólitískt snjallt hjá Samfylkingunni að setja á fót nýtt efnahagsráðuneyti og taka efnahagsmálin frá Jóhönnu - sem ekki ræður við þau. Þetta er svipuð snilld og Samfylkingin viðhafði fyrir kosningar þar sem Jóhönnu var haldið frá umræðum við pólitíska andstæðinga sína - svo ekki félli blettur á dýrmæta ímynd Jóhönnu.
Aðgerðirnar eru taldar duga flestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Facebook
Athugasemdir
Sjá það "allir" Hallur?
Hefurðu gert mikið af því að kafa ofaní stöðuna nýlega?
Hefurðu skoðað tölfræðigreiningar Seðlabankans á skuldum heimilanna nýlega? Hefurðu greint tölfræðilega hvernig skipting er á milli vanskila og skila, þeirra sem nýtt hafa sér úrræðin og þeirra sem geta nýtt sér úrræðin vs. allra hinna?
Hafa "allir" gert þetta og komist að upplýstri niðurstöðu?
Eða ertu kannski að hlaupa í "allir" hópinn sem vita hvernig "öllum" líður af því að tiltekinn hópur er mjög illa staddur?
Eins þætti mér líka gaman að heyra hvaða fjármunum Samfylkingin dældi úr ríkissjóði til að bjarga fjármagnseigendum.
Elfur Logadóttir, 9.5.2009 kl. 23:16
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum SÍ þann 11. mars s.l. voru 42% heimila með afar takmarkaða eða neikvæða eiginfjárstöðu. Miðað er við fasteingamat s.l. áramót.
Seðlabankinn segir, að samdráttur íbúðafjárfestingar muni vara í þrjú ár og raunvirði húsnæðis muni lækka um 32% að nafnvirði og 46% frá því það var hæst í október árið 2007. Íbúðaverð hefur þegar lækkað um nálægt 10% að nafnvirði og 25% að raunvirði frá því að það náði hámarki.
Seðlabankinn spáir því að krónan muni ekki styrkjast að ráði næstu 3 árin. Að evran fari ekki undir 145 krónur. Hún kostar 168 í dag.
Þau lán sem er í frystingu eru talin í skilum.
Það er útlit fyrir að álögur á ýmsar neysluvörur verði auknar til að mæta fjárlagahallanum. Vörur á borð við olíu, og áfengi. Jafnvel fleira. Vörur sem spila inn í VNV sem mun halda áfram að stíga. Þetta hefur verið kallað ríkisverðbólga.
Forseti Alþýðusambandsins segir þau úrræði sem Alþingi hefur samþykkt til bjargar heimilunum hvorki hafa verið virkjuð eða nýtt.
Hér er svo áhugaverður pistill frá Marinó G. Njálssyni um m.a. innstæðutryggingarnar: http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/835063/
Þórður Björn Sigurðsson, 10.5.2009 kl. 00:22
,,S. Fischer (1981) skoðaði gögn um verðtryggingu í mörgum löndum
og tengsl hennar við verðbólgu með aðfallsgreiningu. Niðurstaða
hans var að engin fylgni sé á milli verðbólgu og verðtryggingar launa,
skatta, tryggingabóta eða fjárfestingar. Hins vegar fann hann fylgni milli
verðbólgu og verðtryggingar skuldabréfa. Þessi niðurstaða Fischers sýnir
að verðbólga er að jafnaði meiri í þeim löndum þar sem er verðtrygging
skuldabréfa.”
http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6809
Þórður Björn Sigurðsson, 10.5.2009 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.