Jóhanna ætti að hafa 1,5 milljón á mánuði!
7.5.2009 | 22:27
Það er fullkomlega eðlilegt að hæst launuðu ríkisforstjórnarnir séu ekki með hærri laun en forsætisráðherrann. En það er fullkomlega óeðlilegt að forsætisráðherrann sé ekki með töluvert hærri laun en hann er með nú. Þrátt fyrir kreppu.
Forsætisráðherra ætti að mínu mati að vera með 1.500 þúsund krónur í mánaðarlaun. Aðrir ráðherrar 1.400 þúsund. En að sjálfsögðu ættu ráðherrar aldrei að vera fleiri en 9.
Þingmenn ættu að mínu viti að vera með 1.000 þúsund í mánaðarlaun. Inn í þeim launum seta í nefndum Alþingis.
Engar aðrar sporslur.
Við eigum líka að gera miklar kröfur á þetta fólk og ef það stenst þær ekki - þá á bara að skipta þeim út.
Veit að þetta er ekki vinsælt í umræðunni í dag ´þar sem allir eru að setja út á góð laun - en þetta á samt að vera svona. Starf Alþingismanna a´að vera vel metið, gerðar á það miklar kröfur og reiða vel fyrir það.
Eðlilegt að miða við laun forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2009 kl. 08:31 | Facebook
Athugasemdir
Hversvegna á jóhanna ekki að hafa 2 millur
þingmenn 1.2 millur
eða Jóhanna með 9999999
hann (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 08:29
Auðvitað á Jóhanna að hafa enn betri laun, hún hefur staðið sig svo vel. Við hér á mínu heimili finnum bara ekki fyrir kreppunni eftir að þau komu vændisfrumvarpinu í gegn og ráku Davíð. Þetta er allt annað líf núna sko.
Auðvitað eiga ráðamenn þjóðarinnar að hafa betri laun og vera ekki að þiggja sporslur fyrir kosningar og annað slíkt. En þessi stjórn er allt of hátt launuð miðað við það sem þau hafa gert.
Væri til að forsætisráðerra væri með tvær millur á mánuði ef sá aðili ynni fyrir því.
Arnar (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 08:51
ATH.
Allar "sponslur" verða að reiknast með.
Þá hækka laun þingmanna/ráðherra töluvert.
Alla styrki til þeirra frá ríki og öðrum, til þeirra gegnum þingflokkana osfrv.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 10:48
Jóhanna Sig. er með 1350 þúsund krónur á mánuði fyrir utan allar sporslur.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 20:05
Sæll.
Hvernig færð þú út þessar tölur þínar? Nú höfum við ekki efni á að bruðla í laun æðstu manna, meira vit væri í að nota þessa fjármuni til að greiða niður skuldir eða skapa störf fyrir venjulegt fólk.
Af hverju talar enginn um það að við erum með 5 sinnum fleiri þingmenn en Norðurlandaþjóðirnar m.v. íbúafjölda? Hvað geta 63 þingmenn framleitt sem 23 geta ekki? Fækka ætti þingmönnum niður í 23 (fín frumtala) og þá væri hægt að spara ca. 300 milljónir á ári. Aðstoðarmenn þingmanna eiga allir að fjúka. Við höfum ekki og höfðum aldrei efni á svona vitleysu. Ráðherrum þarf líka að fækka verulega og fækka þarf starfsmönnum ráðuneyta. Skattgreiðendur eiga heimtingu á því að ekki sé bruðlað með fé þeirra en slíkt eykur traust fólks á yfirvöldum og ekki er vanþörf á nú!!
Jon (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.