Lækkum hreinar skuldir í 16,7 milljarða króna!

Hvernig væri að lækka hreinar skuldir í 16,7 milljarða króna með því að taka tvö núll aftan af krónunni. Ég er ekki bara að grínast - heldur held ég að það sé vænlegra að hafa krónuna í svipuðum tölum og Evruna - þótt það breyti ekki raunverulegu verðgildi krónunnar.

Þannig getum við betur borið saman verð og verðþróun á Íslandi og Evrópu - og verðum ekki alveg eins út að aka þegar við innleiðum Evru.

Í dag er íslenska barbabrellugengi Evru (opinbert gengi á Íslandi sem er náttúrlega ekki markaðsgengi) um 170 kall.  Væri ekki nær að hafa gengið 1,70?


mbl.is 3100 milljarða skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég er ekki alveg að ná því hvernig skuldirnar eiga að lækka um 10000 milljarða til áramóta og hvet annars til að sveppirnir í mötuneytinu þarna í seðlabankanum verði teknir í efnagreiningu ...

19. mars 2009

Erlend staða þjóðarbúsins

4. ársfjórðungur 2008

Seðlabankinn hefur birt leiðréttingu á erlendri stöðu þjóðarbúsins samkvæmt nýjustu tölum sem hafa borist. Samkvæmt þeim er hrein staða við útlönd var neikvæð um 3.468 ma.kr. í lok fjórða ársfjórðungs.

Næsta birting: 28. maí
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir
Annað tengt efni
Umsjón: Ríkarður B. Ríkarðsson, upplýsingasviði. Netfang: rikardur.rikardsson@sedlabanki.is

Baldur Fjölnisson, 7.5.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Góður, þá færi íslenzka krónan orðið hærri en sú sænska, slefar í dollar og innan við tvær krónur í evru. Þó ekki væri annað þá myndi þetta svo sannarlega auka þjóðinni bjarsýni, áræði og þor.

Emil Örn Kristjánsson, 7.5.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Baldur: 

Er ekki bara búið að afskrifa erlendar skuldir gömlu bankanna í lok ársins?

Var ekki talað um að heildaskuldir Íslendinga væru 12-13.000 milljarðar fyrir hrun? Núna eiga þetta að vera 2-3000 milljarðar! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.5.2009 kl. 20:59

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Guðbjörn, ég hef nú ekki heyrt um það.

Baldur Fjölnisson, 8.5.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband