Að kasta steinum úr glerhúsi
7.5.2009 | 07:45
Ekki ætla ég að leggja mat á meint ummæli frænda míns Júlíusar Vífils í garð borgarfulltrúans Ólafs Friðriks. En það er deginum ljósara að Ólafur Friðrik er að kasta steinum úr glerhúsi þegar kvartar yfir og hyggst hætta vegna "einstaklega ókurteisrar og hrokafullrar framkomu..."
Almenningur ætti að lesa bókanir og hlusta á "ræður" Ólafs Friðriks undanfarin misseri. Þar blasa einmitt við einstaklega ókurteis og hrokafull framkoma - fyrir utan órökstuddar dylgjur og jafnvel illmælgi.
Reyndar hefur oft ríkt Þórðargleði á fjölmiðlum þegar Ólafur Friðrk hefur tekið slíkar rispur - en vonandi mun fagmennska fjölmiðla taka yfir Þórðargleðina á þeim bænum.
Segir af sér sem varamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:47 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hallur.
Ég verð að viðurkenna það að ég fer með æðruleysisbænina mína þegar fallað er um stjórnmálastörf Ólafs F. Ég á þá ósk að að hann íhugi þá bæn fyrir sjálfan sig í stjórnmálavafstri sínu.
Jón Tynest (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.