Aðildarviðræður forsenda endurreisnar Íslands
6.5.2009 | 21:34
Aðildarviðræður að Evrópusambandinu eru forsenda þess að Íslendingar geti haldið áfram að endurreisa Ísland. Ekki vegna þess að aðild að Evrópusambandinu sé forsenda þess að slík endurreisn takist - þótt hún muni óneitanlega verulega hjálpa til svo fremi sem ásættanleg niðurstaða náist fyrir aðildarsamningi - heldur vegna þess að óuppgerð Evrópumál munu alltaf hanga eins og mara yfir íslenskum stjórnmálum.
Evrópumálin verður að klára á einn veg eða annan. Það verður ekki gert nema með aðildarviðræðum að ESB og í framhaldi þeirra þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ganga eigi í Evrópusambandið eða ekki.
Slíkar aðildarviðræður þarf að klára hið fyrsta og kjósa um áframhaldið samhliða sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Þá ætti stjórnlagaþing einnig að hafa lokið störfum og því jafnframt kosið um niðurstöðu þess.
61,2% vilja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Athugasemdir
Ég tel afar brýnt að eyða óvissu í þessu máli. Annað hvort vinnum við okkur útúr kreppunni utan Evrópusambands (kysi það sjálfur heldur) eða innan þess. Við verðum að fá niðurstöðu í þetta vegna þeirra fræja efans sem sáð hefur verið á meðal þjóðarinnar.
Klárum Evrópusambandsmálið!
Helgi Kr. Sigmundsson, 7.5.2009 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.