Loksins eitthvað af viti frá viðskiptaráðherra!

Loksins kom eitthvað af viti frá viðskiptaráðherranum - sem hefur verið eins og álfur út úr hól í umræðunni um skuldastöðu heimilanna undanfarið. Djörf vaxtalækkun er löngu - löngu tímabær.

Ítreka samt enn tillögu mína um að Lilja Mósesdóttir taki við sem viðskiptaráðherra.


mbl.is Myndi fagna djarfri vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk þarf SVIGRÚM til að vinna vinnuna sína. Það tekur oft langan tíma að hreinsa skít eftir aðra.

Elvar (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:17

2 Smámynd: Hallur Magnússon

.. reyndar er Samfylkingin fyrst og fremst að hreinsa skít eftir sjálfa sig þessa dagana

Hallur Magnússon, 5.5.2009 kl. 14:28

3 Smámynd: corvus corax

Samfylkingin ásamt VG er auðvitað fyrst og fremst að reyna að hreinsa út skít eftir sjálfstæðisflokkinn og framsóknarflokkinn eftir áralanga markvissa samvinnu þeirra tveggja flokka í spillingingarvæðingu Íslands, að ekki sé nú minnst á þátttöku fyrrverandi formanna þessara flokka í Íraksstríðinu.

corvus corax, 5.5.2009 kl. 14:42

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Æ greyið mitt corvus corax, - það er að verða dálítið klént þetta með Íraksstríðið. Það er langt síðan Framsóknarflokkurinn baðst afsökunar á því - og búið að skipta í þrígang um formann flokksins síðan það var!

Hallur Magnússon, 5.5.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband