Brauðmolum kastað til lýðsins!
12.4.2009 | 22:33
Umfjöllun um fjármál stjórnmálaflokkanna og greining á því hverjir styrktu þá á árinu 2006 var tímabær og gott að stjórmálaflokkarnir upplýstu hverjir hafa styrkt þá. Óhóflegir styrkir til Sjálfstæðisflokks vekja vissulega athygli þótt þær upplýsingar ættu ekki að koma neinum á óvart. Það kom mér hins vegar á óvart hvað fáir og tiltölulega lágir styrkir voru til Samfylkingar, Framsóknar og VG á árinu 2006.
Þetta er komið upp á borðið og tími kominn til að taka stöðuna í dag og horfa til framtíðar.
Það er gott að byrja leiðangur til framtíðar með því að lesa páskadagsyfirlýsingu Hagsmunasamtaka Heimilanna:
Brauðmolum kastað til lýðsins
- Samkomulagi án aðkomu lántakenda er stríðsyfirlýsing
- Krafa um sanngjarna skiptingu byrða
- Vörn fyrir öll sparnaðarform, ekki bara sum
- Mesta eignaupptaka sögunnar í sjónmáli
- Lýst eftir betri lánakjörum ekki lengingu á því sama
- Bankakerfið fellur, ef gjaldþrotaleiðin verður farin
Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að sniðganga með öllu sanngjarnar og hóflegar tillögur samtakanna um leiðréttingu gengis- og verðtryggðra fasteignalána. Að sama skapi mótmæla samtökin þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem liggja til grundvallar samkomulagi stjórnvalda og fjármálafyrirtækja.
Sjá nánar: Það glittir bara í löngutöng
Fengu meiri styrki árið 2006 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert skemmtilega hæverskur, Hallur! Birtir mynd af þér með Hermanni Jónassyni, Steingrími Hermannssyni, Eysteini Jónssyni og Hriflu Jónasi. Þetta mundi einhver kalla lítillæti. Aðrir aulafyndni. Það vantar bara ,,Framsóknarmennina" Obama og John F Kennedy !!!
Eiður Svanberg Guðnason, 12.4.2009 kl. 22:46
Já, finnst þér þetta ekki skemmtilegt :)
Reyndar var þetta tilviljun. Það eru nýjustu myndirnar sem birtast - og ég átti eftir að setja inn Óla Jó. Hann átti að ryðja mér út! Gerir það væntanlega þegar ég set mynd af honum inn.
Góð ábending með framsóknarmenninar Obama og Kennedy! Ég ætti kannske að láta Roosvelt fylgja?
Hallur Magnússon, 12.4.2009 kl. 23:34
Hallur, þetta er uppkast af yfirlýsingunni sem óvart var sett inn á vef samtakanna. Yfirlýsinguna í endanlegri mynd verður að finna á vef samtakanna á morgun, en auk þess er hana að finna á bloggsíðu formanns samtakanna.
Marinó G. Njálsson, 13.4.2009 kl. 01:36
Ólafur Jóhannesson, sá formaður Framsóknarflokksins, sem varð fyrir einna mestum rógi og níði af hendi vinstri sinnaðra andstæðinga, hefði ekki verið hrifinn af þessari ríkisstjórn ef hann sæti á Alþingi í dag og hefði hann ekki vandað þeim kveðjurnar, á sinn hógværa og stillta hátt.Hann hefði sjálfsagt bent þeim á að þeir lifi í Draumalandi og ætli að gara það áfram og Jóhanna sé forsætisráðherra Draumalandsins. Kannski kemur að því að mynd af Ólafi verður sett á þessa síðu.
Sigurgeir Jónsson, 14.4.2009 kl. 09:30
Framsóknarflokkurinn hefur alvöru formann, Sigmund Davíð Gunnlaugsson.Kanski kemur mynd af honum á síðuna.Nú getur Framsóknarflokkurinn loksins farið að berja á Draumalandsstjórninni.Þótt fyrr hefði verið.
Sigurgeir Jónsson, 14.4.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.