Útreið Framsóknarflokksins í Reykjavík!

Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík fóru í útreið í góða veðrinu í dag. Það var riðið úr Víðidalnum austur fyrir Elliðavatn þar sem var áð, sungið og pylsur grillaðar! Það var glæsilegur Framsóknarhópur á ferð sem vakti athygli. Fjöldi hestamanna sem áttu leið hjá stigu að baki, fengu sér pylsu og ræddu stjórnmálin.

Þótt þar hafi verið fólk sem áður hefur kosið aðra flokka en Framsókn - þá var ljóst að málflutningur Framsókanrmanna átti greiða leið að hjörtum þeirra felstra - og allar líkur á að Framsóknarflokkurinn fái atkvæði frá sumum þeirra hestamanna sem ekki hafa kosið flokkinn áður.

Enda skilja þeir þörfina á að hafa Framsóknarflokkinn með í ríkisstjórn til að tryggja jarðsamband.

Myndband af útreiðatúrnum er að finna hér.


mbl.is Ekki mistök að verja stjórnina falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo spurning hvort framsókn eigi ekki eftir að fá meiri útreið seinna

Bjarni Kjartansson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Hestar eru sérstaklega falleg dýr. Gott hjá ykkur frömmurum að bregða ykkur í útreiðartúr á svona góðum frídegi. Hinsvegar er stóra spurningum hvaða útreið þið fáið í kosningunum. Einkum í höfuðborginni.Ekki víst að hún verið jafn skemmtileg og útreiðin í dag.

Sigurður Sveinsson, 9.4.2009 kl. 20:37

3 identicon

"Málflutningur framsóknarmanna, greiða leið að hjörtum" ??!!

 Nú vandast málið.

 Hvaða málflutningur ??

 Flokkur sem eitt sinn átti sér samvinnustefnuna sem hugsjón- og SÍS sem lífsakkeri.

 Núna sem blaktandi laufblað, titrandi milli heilagrar Jóhönnu og flokksins sem berst fyrir nítjándu aldar hugsjónum.!

 "Hvar er þín fornaldar frægð" ??

 Blessuð sé minning Framsóknarflokksins ! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 21:16

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Kalli!

Þú hefðir bara átt að koma með okkur í útreiðartúrinn :)

Hallur Magnússon, 9.4.2009 kl. 22:08

5 identicon

Veistu ég er drullusvektur yfir því hvað valtað hefur verið yfir formanin ykkar. Þegar Davíð segir sína meiningu þá trúi ég honum, það versta við það hins vegar er það að svo setst hann niður með þingmönnum flokksins sem byrja á klækjastjórnmálum og segja við Sigmund, þetta verður að vera svona ekki svona heldur hinseigin. Þetta er mín upplifun. Mér fannst t.d. frábært það sem Sigmundur sgði í fréttum ríkisjónvarpsins fyrir nokkrum dögum þegar hann var spurður út í stjórnarskrárfrumvarpið, hann sagði að það væru nýir tímar og Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að gera sér grein fyrir því að hann væri í minnihluta og það væri líka þannig að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti ekki að samþykkja alla skapaða hluti hér á landi. mér fannst þetta frábært hjá Sigmundi, en svo koma þingmennirnir og rugla öllu. Ég treysti ekki Sif, Birki og Höskuldi. Það hefði þurft að skipta þeim út í leiðinni, þá hfeði ég kosið Framsókn.

Valsól (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 00:59

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Því miður fyrir ykkur Framsóknarmenn er ekki mikið sem bendir til þess að ykkar ágæti formaður nái kjöri og ég held að ykkur verði ekki boðið upp í dans með framfarahemlaflokknum&Samfó
Ef það á að vera hægt að koma í veg fyrir að þetta sem þið bjugguð til verði ekki að veruleika eftir kosningar eftir kosningar er bara einn valmöguleiki x-d

Óðinn Þórisson, 10.4.2009 kl. 08:56

7 identicon

Mér sýndist Finnur, Halldór, Ólafur Ól, Sigurður Ein og Samvinnutryggingastrákarnir vera með ykkur.  Meðan þeir og þeirra félagar eru þarna þá megi þið fara í marga reiðtúra.  Hver man eftir Jóni formanni Sigurðssyni framsóknarmanni sem seldi einkavinum hlut ríkisins í HS.  Hver man eftir Halldóri sem seldi einkavinum bankanna.  Hver man eftir Halldóri sem studdi innráðs í Írak. Hver man eftir Halldóri sem gaf kvótann og leyfði að veðsetja hann.  Halda menn að landmenn hafi gleymt hvernig framsókn hefur hagað sér undanfarinn ár.

Rúnar (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 17:05

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég gleypti við fyrirsögninni en svo kom bara notaleg færsla í ljós

Finnur Bárðarson, 10.4.2009 kl. 17:45

9 identicon

Eftir að hafa hlustað undanfarið á hina ýmsu forystumenn stjórnarflokkanna tjá sig þá finnst mér nauðsynlegt að Framsóknarmenn nái Sigmundi inn á þing. Þar fer fram maður sem er athygliverður. Finnst hann koma inn með nýja sýn á stjórnmálin. Vona að hann tali áfram tæpitungulaust. Þegar pennar eins og Valsól viðurkenna ágæti mannsins þá hlýtur eitthvað að vera í manninn spunnið!

Rúnar (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband