Þögn Moggans um afar vafasaman 30 milljón króna styrk Fl Group til Sjálfstæðisflokksins er einkennandi. Ljóst að Mogginn reynir að þegja skandala Sjálfstæðisflokksins í hel.
Sama má segja um framgöngu Ríkissjónvarpsins - sem reyndi í niðurlagi fréttatímans að draga úr áhrifum þessa hneykslis Sjálfstæðismanna með því að nota ekki eðlilega fyrirsögn um máið eins og td: "FL Group gaf Sjálstæðisflokknum 30 milljónir" en segja þess í stað til að dempa áhrifin á þessu hneyksli: "Illugi Gunnarsson kannast ekki við 30 milljón króna styrk til Sjálfstæðisflokksins"
En sem betur fer varð fyrri fyrirsögnin á vef RÚV.
Á visir.is má lesa eftirfarandi frétt um málið:
"FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Skattrannsóknarstjóri hefur reikning um þennan styrk meðal annars til rannsóknar."
Einnig viðbrögð Sigurðar Líndal við fréttinni:
Það er siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög sem maður sjálfur átti þátt í að samþykkja, þó þau hafi ekki formlega tekið gildi," segir Sigurður Líndal, lagaprófessor við frétt Stöðvar 2 þar sem sagt var frá því að FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir þann 29. desember 2006, aðeins þremur dögum áður en lög um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi.
Sigurður segir að lögin hafi verið sett til þess að tryggja heilbrigða stjórnarhætti og þykir það undarlegt að flokkurinn hafi tekið við fjárframlaginu..."
Já, það er ekki sama Jón og séra Jón!
Aðgerðir miða við minni þörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott að fjölmiðlar api ekki upp eftir hvorum öðrum án þess að fá traustar heimildir. Þeir hafa kanski lært eitthvað af kosningunum í bandaríkjunum 2001.
Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 00:35
Fínar myndir af leiðtogum Framsóknar, Hallur. En er tímaröðin alveg rétt ?
(Svo vantar Óla Jóh.)
Hvað varðar hið umrædda fjárframlag, þá er það nú bara eftir öðru.
En ekki betra fyrir það.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 03:40
Hildur Helga
Þetta er ekki rétta tímaröðin :)
... já það vantar Óla Jó!
Hallur Magnússon, 8.4.2009 kl. 09:55
Svo er spurningir hver fréttin í raun er?
Landlæg spillin stjórnmálaflokka og manna er ekki einungis bundin við Sjálfstæðisflokkinn og vel þekkt stærð.
Hér má sjá frjáls framlög og styrki Samfylkingarinnar og ekki væri síður athyglisvert að fá skýringar flokksins hvers vegna að upphæðir til flokksins rjúka svona upp á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fengu sínar 30 miljónirnar, sem hver eða hverjir gáfu og hve mikið?
Þess ber að gæta að á þeim tíma var Samfylkingin mun minni flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn.
2001 6.009.592
2002 2.368.392
2003 1.672.386
2004 3.327.140
2005 9.144.641
______________
2006 44.998.898
______________
2007 10.756.715
Munur á framlögum milli ára 2005 - 2006 = 35.854.257 kr.
Munur á framlögum milli ára 2006 - 2007 = 34.242.183 kr.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.