Vonandi fær Íbúðalánasjóður loks heimild til aukinnar fjölbreytni!

Vonandi fær Íbúðalánasjóður loks heimild stjórnvalda til aukinnar fjölbreytni í framboði íbúðalána sinna, en stjórnvöld lögðust lengi vel gegn því að Íbúðalánasjóður veitti viðskiptavinum sínum fjölreyttara val í íbúðalánum en einungis verðtryggð annuitetslán. Ráðherrar í minnihlutastjórninni tala allavega þannig!

Staðreyndin er nefnilega sú að Íbúðalánasjóður vildi á sínum tíma að sjálfsögðu að koma á móts við óskir viðskiptavina sinna um fjölbreyttari valkostir. Verðtryggð lán með jöfnum afborgunum, gjaldeyrisbundin lán, lán með 5 ára endurskoðunarákvæðum og óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum.

Stjórnvöld lögðust hins vegar gegn öllum slíkum breytingum - enda undir mikilli pressu frá bankakerfinu um að þrengja kost Íbúðalánasjóðs eins og mögulega væri unnt - helst að koma honum út af íbúðalánamarkaði.

Sem betur fer stóðu alþingismenn í þingflokki Framsóknar gegn aðförinni að Íbúðalánasjóði - annars hefðum við ekki þessa mikilvægi lánastofnun allra landsmanna. En í þeirri varnarbaráttu var ekki unnt að hlustað á óskir almennings og tillögur Íbúðalánasjóðs um fjölbreyttara lánaframboð - nógu erfitt var að verja Íbúðalánasjóð yfir höfuð!

En nú virðist vera orðin breyting á.


mbl.is Landsbankinn býður óverðtryggð íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hvernig væri bara að bjóða upp á húsnæðislán hér á landi eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar.  Lágir, óverðtryggðir vextir.  2-5% nafnvexti!

Marinó G. Njálsson, 6.4.2009 kl. 22:07

2 identicon

Mikið er ég sammála Marinó !

Það þýðir ekkert að reyna að bjóða hér sambærileg kjör á íbúðarlánum á meðan við höfum íslenska krónu !

JR (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:48

3 identicon

Já Þeir eru byjaðir að bjóða mismunandi langar hengingarólar

og hægt að fá þær í litum Húrra

og húrra

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband