Auðlindastefna Framsóknar fellur að áherslum John Perkins!
5.4.2009 | 19:09
Það er gott að Framsóknarmaðurinn Obama sé reiðubúinn í samstarf við okkur Íslendinga á sviði jarðhitavinnslu. Þá veit það líka gott hvað Össuri Skarphéðinssyni líður vel með Framsóknarmanninum - vonandi forsmekkurinn að samstarfi Framsóknarflokks og Samfylkingar í ríkisstjórn með VG eftir kosningar.
Jarðhiti er mikilvæg auðlind. Auðlindarmál voru áberandi í Silfri Egils í dag. Það var annars vegar tæpt á þeim hjá hagfræðingnum Michael Hudson sem styður 20% niðurfærsluleið Framsóknar og þau voru aðalþema í máli John Perkins sem lagði mikla áherslu á að við Íslendingar héldum okkar náttúruauðlindum í eigin eigu!
Áhersla John Perkins fellur algerlega að stefnu Framsóknarflokksins í auðlindamálum og skilyrðum sem Framsókn vill setja í aðildarviðræðum við ESB.
Skoðum fyrst markmiðakaflan í samþykkt Framsóknarflokksins í Evrópumálum:
"Markmið:
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.
Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."
Þarna er grundvallarkrafan óskorað forræði yfir auðlindum þjóðarinnar.
Þessar áherslur - sem falla að áherslum Perkins - eru skýrar í ályktunum um auðlindamál, en auðlindakaflinn hljóðar svo:
"Ályktun um náttúruauðlindir Íslands
Markmið
Að nýta náttúruauðlindir þjóðarinnar af varúð og virðingu og tryggja öllum landsmönnum arð af sameiginlegum auðlindum. Ísland verði sjálfbært í orkunýtingu og staða auðlinda í þjóðareigu verði tryggð.
Leiðir
Efla skal þekkingu á náttúruauðlindum og umhverfi þeirra svo hægt verði að taka ákvarðanir um nýtingu og verndun á grundvelli bestu fáanlegra upplýsinga.
Í stjórnarskrá standi: Auðlindir Íslands utan eignalanda eru sameign íslensku þjóðarinnar. Með auðlindum er átt við nytjastofna á Íslandsmiðum, auðlindir á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga og náttúruauðlindir í þjóðlendum.
Auðlindasjóður verði stofnaður og til hans renni þær greiðslur sem greiddar eru fyrir afnot af þeim náttúruauðlindum sem eru í sameign þjóðarinnar. Meginhlutverk sjóðsins verði uppbygging, nýsköpun og framfarir í landinu öllu.
Stuðlað verði að sjálfbærri nýtingu allra auðlinda þjóðarinnar.
Landsvirkjun og dótturfyrirtæki hennar verði áfram í eigu ríkisins.
Fyrstu skref
Efla grunnrannsóknir á náttúruauðlindum og náttúru landsins í tengslum við heildarrannsóknir á náttúru landsins. Lagt verði fram frumvarp um stofnun Auðlindasjóðs. Leitast verði við að styrkja enn frekari rannsóknir á djúpborun og rannsóknir efldar til að leita leiða til betri nýtingar jarðvarma. Áfram verði unnið að útgáfu sérleyfa til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á íslensku yfirráðasvæði."
Áhugi á samstarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Facebook
Athugasemdir
Stefán!
Ekki get ég gert að kjaftstoppi þinu - en þetta er nú bara þekkt staðreynd - Obama er Framsóknarmaður! Fyrir utan það að Demókrataflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa unnið saman sem systurflokkar um árataugaskeið - þá þarftu bara að lesa bækur Obama til að sjá að hann er að tala fyrir Framsóknarstefnunni
Hallur Magnússon, 5.4.2009 kl. 19:35
Steingrímur!
Það er rétt hjá þér að það er ýmislegt sameiginlegt með stefnu Framsóknarflokksins og Samfylkingar - alveg eins og það voru ákveðnir hlutir sameiginlegir með stefnu Framsóknar og Alþýðuflokks allt frá því Jónas frá Hriflu kom að stofnun beggja flokkanna.
Hins vegar finnst mér ekki ástæða hjá þér að vísa svona til tengingar Samfylkingar við auðvaldsöflin í Baugsveldinu í færslunni þinni.
Hallur Magnússon, 5.4.2009 kl. 21:35
Steingrímur!
Varstu kannske frekar að vísa í tengsl Samfylkingar við Jón Ólafsson - frekar en í Baugsveldið - öflugasta bakhjarl Samfylkingarinar?
Ef svo er - þá er ekki ástæða til að ætla að Jón Ólafsson sé að sækja stuðning til Samfylkingarinnar - en Jón gaf út eftirfarandi yfirlýsingu í dag í kjölfar þess að menn hafa reynt að halda fram að ríkisbankarnir hafi veitt Jóni fjárhagslegan stuðning vegna merkilegs varnsútflutningsverkefnis í Þorlákshöfn:
Að gefnu tilefni vil ég upplýsa að Icelandic Water Holdings, sem rekur vatnsverksmiðjuna í Ölfusi, hefur ekkert lán fengið hjá nýju ríkisbönkunum þremur né heldur hjá forverum þeirra, Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum. Hvorki byggingarframkvæmdir né rekstur verksmiðjunnar hafa verið fjármagnaðar með aðstoð þessara banka né heldur fyrir tilstilli eða með afskiptum einstakra þingmanna eða ráðherra. Vonast ég til að þar með sé fyrirspurnum og vangaveltum um þetta mál að fullu svarað.
Jón Ólafsson,
stjórnarformaður Icelandic Water Holdings.
Þetta sýnir að menn verða að fara varlega í að tengja saman auðmenn og stjórnmálaflokka
Hallur Magnússon, 5.4.2009 kl. 21:43
Hallur - Hver er afstaða Framsóknarflokksins varðandi að borga ekki skuldir sem íslenska ríkið hefur ekki stofnað til með beinum hætti; IceSave, Krónubréf, og aðrar erlendar skuldir gömlu einkavæddu bankanna?
Róbert Viðar Bjarnason, 5.4.2009 kl. 22:11
"Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum."
Sko, já já en ég stundum skil ekki þetta tal um auðlindir þegar ESB ber á góma. Aðildaríki ESB hafa alveg yfirráð yfir auðlyndum sínum. Jú, sameiginleg stjórnun á sameiginlegum fiskistofnum.
ESB er ekkert vandamálið þarna. Vandamálið er ef að þeir íslendingar sem ráða yfir auðlyndunum myndu veðsetja þær á einhvern hátt og missa þannig í hendur erlendra, eða jafnvel selja bara eða leigja.
Td. bara ef Landsvirkjun getur ekki staðið við skuldbindingar sínar og lendir í gjaldþroti. Ríkið getur ekki bakkað upp. Hver eignast þá Landsvirkjun ? Jú, það hljóta að vera lánveitendur sem að öllum líkindum eru að einhverju leiti erlendir.
Og það alveg án hjálpar ESB.
Þetta er orðið soldið þreytandi þetta "ESB stela orku og fiski"
Staðreyndin er nefnilega, að ef Ísland væri innan ESB væri sennilega mun erfiðara fyrir íslendinga að puðra auðlyndum sínum útí loftið og missa þær úr höndum sér.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2009 kl. 22:37
Hallur, þú verður að horfa á viðtalið við þá Hudson og Perkins aftur, því þú hefur eitthvað misskilið þá ef þú heldur að stefna framsóknar í auðlindarmálum eigi eitthvað sameiginlegt með því sem þeir sögðu.
Toni (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 04:02
Líst vel á nýja formanninn og afskriftir húsnæðislána.
Þó ég skuldi ekki sjálfur, þá er augljóst að húsnæðisverð var og er allt of hátt og réttlætismál að skuldunautar sitji ekki einir í súpunni, fyrir utan það að lánadrottnar banka og íbúðalánasjóða eru einnig að afskrifa skuldir þeirra að hluta eða öllu leiti.
En ég hef áhyggjur af evróputilburðum flokksins - burtséð frá stefnuskrá, þá vinnur Halldór Ásgríms ekki minna að evrópumálum nú heldur en þegar hann var "við völd" (sennilega hefur hann meiri völd núna, og minna eftirlit fjölmiðla og almennings).
Ég hef líka áhyggjur af auðlindastefnunni - þó það hljómi vel að auðlindirnar eigi alltaf að vera í eigu þjóðarinnar (eins og segir í stefnu Framsóknar), þá hafa gjörðir meira vægi en orð, og gjörðirnar virðast vera að selja orku og aðstöðu til erlendra auðhringja í afar óheppilegum samningum og skattalegar tilslakanir sem innlendum aðilum bjóðast ekki...
...svo kemur neyðin og bankar uppá, eins og Perkins og Hudson bentu á, þá heimta þeir pund af fleski og þá fara auðlindirnar, þrátt fyrir rósum skrýddar stefnuskrár.
Georg O. Well (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 09:39
Þess vegna er svo mikilvægt að þetta með eignarhald auðlindanna sé tryggt í stjórnarskrá - eins og við Framsóknarmenn höfum lengi viljað og leggjum áherslu á!
Evrópumálin - við setjum ákveðin skýr skilyrði - og það verður náttúrlega þjóðin sem tekur lokaákvörðun. Þannig hlýtur það að vera!
Hallur Magnússon, 6.4.2009 kl. 11:46
Það er í senn broslegt og brjóstumkennanlegt, Hallur, að þú skulir sífellt þurfa að nefna einhverja kunna erlenda menn til að réttlæta stefnu Framsóknarflokksins. Þetta er einhver minnimáttarkennd sem ég held að sé landlæg í Framsóknarflokknum vegna lítilla tengsla flokksins við flokka í öðrum löndum í áranna rás.
Ef þeir Obama og Perkins vissu að þú ert að kalla þá Framsóknarmenn og ef þeir þekktu hlut Framsóknar í einkavinahelmingaskiptum ríkisbankanna, þá er ég handviss um að þeir mundu ekki taka því þegjandi og jafnvel lögsækja þig fyrir meiðyrði. Hættu þessum barnaskap.Þetta gerir þig bara að athlægi.
Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.