Sjálfstæðisflokkurinn treystir ekki þjóðinni fyrir framtíð sinni!
2.4.2009 | 14:57
Það eru gömul sannindi og ný að Sjálfstæðisflokkurinn treystir þjóðinn ekki fyrir framtíð sinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð viljað hafa taumhald á lýðræðinu - tryggja að hagur flokksins komi fyrst - síðan hagur þjóðarinnar.
Það er enn einu sinni að sannast í afstöðunni til stjórnarskrármálsins.
Vandamálið hefur verið gegnum tíðina verið að Sjálfstæðismenn hafa haft mikil ítök í fjölmiðlum - bæði prentmiðlum og í ríkisfjölmiðlunum - þótt gamlir kommar hafi verið inn á milli í Útvarpi Reykjavík.
Þannig hafa Sjálfstæðismenn getað snúið umræðunni á haus þegar þeim hefur hentað.
Sjálfstæðismenn munu reyna þetta í fjölmiðlunum í stjórnarskrármálinu - og klárlega varðandi stjórnlagaþingið - sem þeir eru líka á móti því þeir vilja ekki að þjóðin móti sjálf sína framtíð - án þess að Sjálfstæðismenn geti stjórnað því að flokkurinn komi fyrst - svo þjóðin.
Samfylkingin hefur lært þetta af Sjálfstæðisflokknum. Umfjöllun miðla sem sumir hafa kennt við Baug hefur gegnum tíðina verið afar hliðholl Samfylkingunni - og ítök þeirra á ríkisfjölmiðlunum eru sterk.
Það er nefnilega unnt að snúa sannleikanum á hvolf. Gott dæmi um það er frá því fyrir tíma Sjálfstæðisflokk og Samfylkingar - en gott dæmi um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn - og undanfarin ár Samfylking - hafa snúið umræðunni á hvolf og komist upp með það.
Þjóðsagan segir að bændur á Suðurlandi hafi verið á móti símanum - vegna þess að þeir riðu til Reykjavíkur til að mótmæla samningi sem Hannes Hafstein var að gera við Mikla Norræna símafélagið um 99 ára einokun þeirra á símatengingu frá umheiminum við Ísland - og til að mótmæla eignaupptöku ríkisins á landi bænda undir símalínurnar. Það var ástæðan.
Reyndar bentu þeir einnig á að það gæti verið hagstæðara að byggja fyrst upp loftskeytasamband við umheiminn og töldu það getað hentað íslensku dreifbýli betur - svona GSM sími þess tíma!
En Hannes Hafstein sneri þessu á hvolf og kom því þannig fyrir að í stað þess að verið væri að berjast gegn einokunarsamningi til 99 ára - sem mörgum áratugum síðar kom okkur afar illa - þá væru bændur gegn tækniframförum og símanum - sem var fjarri lagi!
Þessi Reykjavíkurreið sunnlenskra bænda hefur oft verið notuð sem dæmi um meint afturhald - algerlega að óseskju.
En svona vinnur íhaldið - og Samfylkingin.
Vilja vísa stjórnarskrármáli frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook
Athugasemdir
Birgir minn.
Það er nú dálítið síðan ég var kallaður vinstri maður! Fæ bara nostalgíukast!
Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð barist á móti eðlilegum breytingum á sjórnarskránni - enda hefur Kaupmannahafnarvaldið aldrei farið lengra en til Reykjavíkur - í embættismannaveldi íhaldsins. Valdið hefur aldrei komist til þjóðarinnar - það er kominn tími til þess.
Hallur Magnússon, 2.4.2009 kl. 15:35
Á nú að fara að blanda þjóðinni inn í þetta :)
Finnur Bárðarson, 2.4.2009 kl. 16:51
Finnur!
Ætli það sé nokkuð óhætt? Þjóðin gæti haft "ranga" skoðun!
Hallur Magnússon, 2.4.2009 kl. 16:55
Birgir Már.
Ég er að tala um hina raunverulegu þjóð. Ekki gleyma því að Samfylkingin dregur líka lappirnar gagnvart þjóðinni - treystir henni ekki - enda margt orðið líkt með Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu.
Hins vegar er það baráttumál Framsóknarflokksins að þjóðin fái að ráða framtíð sinni með því að kjósa sér stjórnlagaþing sem geri tillögu að nýrri stjórnarskrá sem lögð verði unir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samfylkingin vill hins vegar - sýnist mér - krukka sjálf í þá tillögu með embættismönnum sínum.
Ekki heldur gleyma því að Samfylkingin er nú farin að reka áróður gegn lýðræðinu ef marka má afar ósmekklegt myndband Samfylkingarfólks - með því að leggjast gegn því að fólk kjósi eftir sannfæringu sinni og kjósi nú framboð sem eru ekki með mikið fylgi og eru að berjast við að ná manni inn á þing. Skrítin skepna Samfylkingin!
Hallur Magnússon, 2.4.2009 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.