Svona er 20% leiðréttingarleið Framsóknar

Eins og alþjóð veit þá hefur Framsóknarflokkurinn einn stjórnmálaflokka lagt fram raunhæfar tillögur til að létta á heimilum landsins og verja störfin í landinu. Einn þáttur þessara tillagna er 20% flöt lækkun eða leiðrétting á lánum heimila og fyrirtækja.

Það hafa ekki allir áttað sig á því hvernig þessi raunhæfa leið Framsóknar virkar - og því hefur verið útbúið einfalt myndband til að skýra málið.

Myndbandið er hér


mbl.is Tveir milljarðar í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afleit hugmynd sem gengur út á að verðlauna þá sem mest hafa sukkað í lánarugli. Þetta myndband er ekki svaravert það er svo mikið bull. Ef þið trúið þessu sjálf, þá er ykkur ekki viðbjargandi.

Þetta kosningaloforð er álíka raunhæft og "fíkniefnalaust Ísland árið 2000" var á sínum tíma.

Bogi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:20

2 identicon

Er þetta efnahagsaðgerð sem kemur sér best fyrir Finn Ingólfsson og Ólaf Ólafsson? Menn eru að segja það.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:25

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Bogi. Þetta er alrangt hjá þér. Það er ekki verið að verðlauna þá sem mest hafa sukkapð - heldur er þetta raunhæf leið til þess að koma efnahagslífinu af stað.

Skil ekki alveg kommmentið "fíokniefnalaust Ísland árið 2000".

Ekki var það kosningaloforð Framsóknarflokksins - enda óraunhæft. Þessar tillögur eru hins vegar raunhæfar.

Sveinn hinn ungi.  Þú ættir að kynna þér málið með opnum hug - en ekki hlusta á kjaftæði í andstæðingum Framsóknarflokksins.

Þið viljið kannske breyta Íslandi í lítið skattpínt sovét - þar sem VG og Samfylking úthlutar styrkjum úr sífellt minni ríkissjóði til sérvalinna Samfylkingarfyrirtækja - á meðan efnahagslífið hrynur til grunna, fasteignaverð hrynur í verði og fjölskyldurnar í landinu verða endanlega gjaldþrota?

Hallur Magnússon, 1.4.2009 kl. 08:40

4 identicon

Þetta svar hjá þér kemur úr HÖRÐUSTU átt með að einhverjir stjórnmálaflokkar (VG og Samfylkingingin) séu að moka undir einhver valin fyrirtæki!? Framsókn hefur ekki gert neitt annað sl. ár og finnst mér mjög pínlegt að sjá þig skrifa svona þegar þú veist betur:-) Það mun koma til afskrifta en það verður aldrei í þessu formi eins og Framsókn hefur talað um... kannski því miður. Það eina sem er sanngjarnt í þessu er að leiðrétta verðtryggingu miðað við ákveðið þak og breyta svo gengisbundnum lánum í ISK miðað við þá upphæð sem lánið var tekið á - reikna svo verðtryggingu ofan á það frá þeim tíma, miðað við ákveðið þak. Persónulega vildi ég að þessi 20% niður væru raunhæf og held ég að allir myndu vilja þetta en ég sé þetta aldrei gerast miðað við þau hagfræðilegu rök sem maður hefur heyrt.

Hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:39

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

20% niðurfelling er og verður aldrei réttlætanleg.

Þetta er Þjófnaðarkapítalismi Framsóknarflokksins í hnotskurn.

Jens Sigurjónsson, 1.4.2009 kl. 10:43

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Kosturinn við þessa leið er að hún byggir á jafnræði - sem virðist stundum vera eitur í beinum Samfylkingar og VG - þótt þeir þykist vera jafnaðarmenn.

Vandamál við að eiga einungis við verðtrygginguna er að það hjálpar ekkert þeim sem eru með ÓVERÐTRYGGÐ lán - og hafa verið að borga allt að 30% vexti af þeim. Ekki heldur þeim sem eru með gjaldeyrislán.

Reyndar er það týpiskt að athugasemdir margra ykkar eru afar ómálefnalegar og gersamlega órökstuddar.

Slíkt er yfirleitt einkenni röklausra

Hallur Magnússon, 1.4.2009 kl. 12:05

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hvernig í ósköpunum getur þú sagt að þessi leið byggir á jafnræði ?

Getur þú útskýrt það fyrir mér ?

Jens Sigurjónsson, 1.4.2009 kl. 12:32

8 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Jafnræði Hallur!

Lánabólan varð til á höfuðborgarsvæðinu og skuldirnar eru þar. Með þessu er verið að færa til skuldir frá höfuðborg til landsbyggðar. Bendi þér á grein Jóns Steinssonar um þetta efni og hér .

Ég held að við ættum að beina okkar kröftum í eitthvað annað en óraunhæft bull.

Eggert Hjelm Herbertsson, 1.4.2009 kl. 12:40

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hugmynd Framsóknar um 20% niðurfellingu íbúðarlána er tóm vitleysa. Skoðum afleiðingarnar:

<> Höfuðstóll lánanna verður lækkaður um 20%, sem hefur áhrif á eiginfjárstöðu íbúðanna, en hefur ekkert með greiðslugetu eigendanna að gera.

  • Þær íbúðir (45%) sem ekki standa undir lánum núna, halda áfram að vera í sömu stöðu.
  • Þær íbúðir (50%) sem standa undir lánum núna halda auðvitað áfram að standa undir þeim við niðurfellinguna.
  • Líklega mun 5% íbúða færast úr flokki a) og í flokk b).

<><> Lægri höfuðstóll lána veldur lækkun greiðslubyrðinnar á komandi árum. Þetta eru langtíma áhrif, sem leysa ekki þann bráða vanda sem skuldendur kunna að vera í.

<><><> Nú er mikilvægt að íbúðaverð lækki, svo að fleirri geti eignast eigið húsnæði, eða komist í leiguhúsnæði með viðunandi leigu.

<><><><> Jafnframt er mikilvægt, að íbúðaverð lækki til að lækka lánavísitöluna. Lægri lánavísitala lækkar skuldir allra lántakenda, sem eru með verðtryggð lán.

Hvort kemur betur út fyrir alla lántakendur, að vísitalan lækki eða að 50% íbúða-eigenda fái 20% niðurfellingu og það þeir sem bezt standa ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.4.2009 kl. 12:51

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta myndband er einhver mesta þvæla, sem ég hef séð lengi.

Það er fyllilega óraunhæft að halda að hægt sé að ná samkomulagi við kröfuhafa bankanna að gefa eftir skudlir lántaka, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum. Slíkt hjálpar ekkert þeim, sem ekki eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum og þar af leiðandi er það hreinn viðbótakostnaður við þann kostnað, sem verður óhjákvæmilega vegna útlánataps skulda þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir. Þær afskriftir lenda því á skattgreiðendum, greiðsluþegum lífeyrissjóða og innlánseigendum. Það eina, sem við þurfum að ákveða er hvernig þeim byrðum er dreift milli þeirra hópa. Væntanlega mun það að mestu lenda á skattgreiðendum.

Það toppar nú alveg bullið í þessu myndbandi þegar því er haldið fram að kröfuhafar muni fá meira greitt ef þessi leið er farin. Þeir munu þvert á móti fá minna greitt, sem nemur aflætti til þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir meiru en 80% af sínum skuldum.

Það er einnig í hött að tala um að þetta auki eftirspurn í hagkerfinu. Það stafar af því að aukin fjárráð lántaka vegna lægri greiðslubyrði kemur fram í lækkuðum greiðslum til banka og annarra lánastofnanna, sem hafa þar með minni peninga til að lána til framkvæmda og atvinnuskapandi verkefna. Og það, sem verre er þá hafa þessar stofnanir minni möguleika á að veita þeim greiðslufresti, sem ekki geta borgað vegna minni innkomu. Að því leiti, sem þetta lendir á skattgreiðendum mun þurfa að hækka skatta á móti. Þetta mun því ekki koma í veg fyrir neitt atvinnuleysi. Tilflutningur á peningum úr einum vasa í annan innan sama hagkerfis eykur ekki heildareftirspurn í hagkerfinu.

Þessi aðgerð kostar 285 milljarða króna og því er vandséð að hægt sé að gera neitt meira fyrir þær fjölskyldur, sem þessi aðgerð dugar ekki fyrir. Hvaðan eiga þeir peningar að koma?

Við skulum líka hafa í huga að við höfum gert samning við AGS og vinaþjóðir okkar á Norðurlöndum um lántökur með vissum skilyrðum. Eitt af þeim skilyrðum er að við setjum ekki meiri skuldbyndingar á ríkissjóð en við lendum óhjákvæmilega í að þurfa að gera. Þetta er eðlileg krafa vegna þess að ef við erum að óþörfu að setja byrðar á ríkissjóð, eins og við munum gera ef þessi leið verður farin, þá erum við að minnka líkurnar á að við getum greitt þessi lán. Það væru þá svik við þær vinaþjóðir okkar, sem eru að reyna að hjálpa okkur út úr vandræðum okkar. Finnar eru til dæmis að taka sjálfir lán á alþjóðlegum lánamörkuðum til að lána okkur. Þeir eru þannig að veita okkur afnot af lánstrausti sínu, sem við höfum ekki. Það að fara að skella hundruðum milljarða í aukaskuldir á ríkissjóð væri því eins og blaut tuska framan í vini okkar, sem eru að reyna að hjálpa okkur.

Þær aðgerðir, sem stjórnvöld eru búin að gera og hafa boðað að þau ætli að gera gefa lántakendum kost á að lækka greiðslubyrði mun meira en nemur 20% og í mörgum tilfellum allt að 50%. Þær aðgerðir munu því koma í veg fyrir mun fleiri nauðurnagsölur en 20% niðurfærsluleiðin þrátt fyrir að kosta aðeins brot af því, sem hún kostar. Þessar leiðir er hægt að lesa um á blogsíðu Hrannars B. Arnarssonar.

http://hrannarb.blog.is/blog/hrannarb/entry/837545/#comments

Þessi leið Framsóknarmanna er álíka gáfuleg og að bregðast við 10% atvinnuleysi hér á landi með því að greiða öllum verkfærum mönnum atvinnuleysisbætur burtséð frá því hvort þeir eru atvinnulausir eða ekki. Sú leið hljómar kanski vel í augum sumra en gallin við hana er að hún er fokdýr og að 90% af útgjöldunum nýtast ekki til að styðja við bakið á atvinnulausu fólki.

Þetta myndband er ein rökleysa út í gegn eins og þessi farsi Framsóknarflokksins um 20% niðurfellingu er. Í þessu efni er rétt að hafa eftirfarandi málshátt í huga.

"Ef eitthvað hljómar of ótrúlega til að geta verið satt þá eru allar lýkur á því að það sé ekki satt".

Þessi niðurfellingahugmynd Framsóknarflokksins er eins og skólabókardæmi um það, sem þessi málsháttur fjallar um.

Sigurður M Grétarsson, 1.4.2009 kl. 12:53

11 identicon

Þessi hugmynd er vel framkvæmaleg er í raun sama hugmynd og að færa verðtryggingu aftur svo því sé haldið til haga.

Í mínum huga eru tveir leiðir einhverskonar niðurfærsla eða gjaldþrotaleið það er að þeir sem ekki geta borgað veri gerðir gjaldþrota, núverandi stjórnarflokkar vilja fara gjaldþrotaleiðina en þora ekki að segja það upphátt.  Vissulega mun áhveðin hópur verða gjaldþrota þó niðurfærsluleiðin verði farin.

Við þá sem segja að sé verið að verlauna þá sem tók mest að láni vil ég segja,  það má vel vera rétt en er það ekki líka gert í gjaldþrotaleið stjórnvalda ?

ásgeir jónsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 13:31

12 identicon

Ég er fylgjandi því að eitthvað verði að gera til að hjálpa fólki. Fólk sem hefur tekið lán er grandalaust gagnvart því að lánin hækka nánast takmarkalaust. Verðtryggingin á íslensku lánunum hefur komið illilega í bakið á fólki. Mér finnst í lagi að einhver leiðrétting komi þar á. Varðandi erlendu lánin þá eru það fyrst og fremst lánastofnanir sem hafa haldið þessum lánum að grandalausu fólki, auk þess tóku þessar sömu stofnanir stöðu gegn íslenku krónunni til að koma henni á kaldan klaka og um leið fólkinu.

Má ekki leiðrétta þetta?

Þessi 20% leið hljómar ótrúlega vitlaust en þegar dýpra er skyggnst þá er mikil viska bak við hana. Við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt.

Við erum ekki byrjuð að taka á málunum. Við verðum að hugsa í lausnum og það er Framsókn að gera núna. Núna er kominn leiðtogi hjá Framsókn sem hugsar numer eitt um þjóðina. Hann hefur sagt að hann vilji styðja allar raunverulegar lausnir. Þessi 20% leið getur verið vísir að nýju upphafi, það ásamt öðrum aðgerðum getur komið öllu aftur í gang. HUGSUM Í LAUSNUM!

Jörundur þórðarson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 13:36

13 Smámynd: Offari

Þessi hugmynd Framsóknarmanna er einföld og skjótvirk. Þetta er einahugmynd frá stjórmálaflokkum sem ég tel virka gegn óstandinu. Það hljóta allir að geta séð að þetta virkar því tel ég þá sem gagnrýna þessa tillögu aðallega gagnrýna hana vegna þess að hún kemur frá Framsókn.

Sem betur fer eru æ fleiri að taka undir þessa hugmynd flestir hagnast á henni þó mun þetta líklega valda snöggri 20-30% lækkun á fasteignaverði en eina ástæðan fyrir því að fasteignaverð hefur ekki lækkað er of há veðsetning.

Ef ekkert verður aðgert má búast við að stór hluti skuldara hætti að borga. Uppboðum frestað fram á haust  og sú hugmynd hefur verið að leyfa svo skuldurum að vera í ár áfram í húsinu. Ég tel því að það munu frysta fasteignamarkaðinn í 1 og hálft ár  og slíkri frystingu lyki ekki fyrr en brunaútsala bankana hefðist.

Ég er hræddur um að sú leið myndi kosta okkur tölvert meira en 20% afskriftin því þá þurfa kröfuhafa líklega að afskrifa mun hærri upphæðir af kröfum sínum. Þótt ég sé svo til skuldlaus tel ég þessa leið sanngjarna. Mestur hluti skulda heimilina stafar af of háu fasteignaverði svo í raun er einfaldlega verið að reyna að leiðrétta þá skekkju. Þótt ég telji að fasteinaverð sé 30-40% of hátt.

Offari, 1.4.2009 kl. 14:07

14 Smámynd: Reputo

Ég held að það yrði miklu áhrifaríkara að frysta lánskjaravísitöluna eins og hún var t.d. um mitt síðasta ár og halda því þannig næstu 6-12 mánuði. Það myndi skila sér miklu betur til lengri tíma. Með bullandi verðbólgu hverfa þessi 20% á einu ári og allt verður aftur eins.

Reputo, 1.4.2009 kl. 14:35

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Offari. Þessi leið verður ekki fyrir gagnrýni fyrir það að koma frá Framsóknarflokknum. Húnv verður fyrst og fremst fyrir gagnrýni fyrir það að hún gegnur ekki upp. Hún kostar einfaldlega og mikið og það lendir að mestu á skattgreiðendum, sem einfaldlega ráða ekki við dæmið.

Vandamálið snýst ekki um það hver eignastaðan er rétt á meðan kreppan gengur yfir. Vandamálið snýst um greiðslugetu fólks rétt á meðan. Því felst skynsamasta lausnin í því að laga greiðslubyrði að greiðslugetu á meðan kreppan gengur yfir. Þegar hjól atvinnulífsins fara aftur að snúast og eftirspurn eftir húsnæði fer aftur í gang þannig að eðlilegt verð hefur myndast á þær mun eignastaða fólks lagast aftur þó hún nái ekki því, sem hún var í verðbólunni rétt fyrir kreppuna. Þá getur fólk farið að greiða eðlilega af lánum sínum aftur í flestum tilfellum og fer einnig að vera með nettóstöðu í plús.

Hvað þá varðar, sem keyptu sína fyrstu íbúð eða stækkuðu verulega við sig á húsnæðisverðbóluárunum þá þarf að taka á máli þeirra þegar þar að kemur. Þá væri eðlilegast að skoða verðþróun húsnæðis samanborið við vístiölu neysluverðs til verðtryggingar frá því þeir keyptu sína íbúð. Í þeim tilfellum, sem vísitala neysluverðs til verðtryggingar hefur hækkað meira en húsnæði frá því viðkomandi einstaklingar keyptu sína íbúð þá er hægt að skoða sanngjarna leið til að skipta því tapi milli lántaka, lánveitanda og skattgreiðenda.

Forsendan fyrir þeirri ákvörðun hlýtur þó að snúast um það í hvaða stöðu þessar fjölskyldur, lánastofnanir og ríkissjóður verða í eftir kreppuna. Hvað ríkissjóð varðar þá vitum við lítið um það fyrr en ljóst er hversu mikinn skell ríkissjóður verður að taka vegna Icesaver reikninganna og annarra óhjákvæmilegra skuldbindinga. Að ætla sér að fara að leggja hundruði milljará á ríkissjóð með þessari niðurfærsluleið áður en þetta er komið á hreint þvílíkt glapræði og væri stórhættulegt framtíð landsins ef Icesave málið fer illa.

Við höfum takmarkað svigrúm til að aðstoða þá, sem eru í fjárhagsvandræðum. Það er því út í hött að setja meirihluta þess svigrúms í að lækka skuldir fólks, sem er ekki í neinum fjárhagsvandræðum. Þá höfum við minna fyrir hina.

Það er þess vegna, sem þær aðgerðir, sem stjórnvöld hafa farið út í og hafa boðað að fara út í eru mun skynsamlegri enda er hægt að koam í veg fyrir mun fleiri gjaldþrot heimila fyrir mun minni kostnað en hægt er með þessum afdalaheimskulegu hugmyndm um flata niðurfellingu.

Það er orðin ansi þreytt tugga hjá mörgum að þeir, sem ekki vilja að einhver annar greiði hluta af lánum allra lántaka vilji ekki gera neitt fyrir fjölskyldur í vanda. Það er eðlilegt að leita allra annarra leiða til að aðstoða það fólk úr sínum vandræðum. Þeir, sem tala um að með því sé aðeins verið að legngja í hengingarólinni geta greinilega ekki horft nema fram í næsta mánuð eða ár. Þeir virðast gefa sér að kreppan haldi áfram fram í hið óendanlega og að þeir, sem hafi misst vinnuna verði atvinnulausir til frabúðar.

Það að lækka greiðslubyrði fólks meðan það á í tímabundnum fjárhagsvandræðum er alvöru lausn en ekki "lenging í hengingarólinni".

Skoðum dæmið út frá þessari forsendu. Ef við erum með mann með húsnæðislán, sem eftir er að greiða af í 30 ár. Hann ræður ekki við það en ef lánstíminn yrði lengdur í 40 til 50 ár þá gæti hann ráðið við það. Hvort er eðlilegra að fara út í þá framlengingu eða láta skattgreiðendur taka á sig hluta af höfuðstól láns hans þannig að hann ráði við að greiða það á næstu 30 árum? Er ekki eðlilegt að leita fyrst allra leiða til að láta lántaka greiða sjálfan af sínu láni heldur en að rjúka í að koma hluta af því yfir á einvhern annan.

Skuldir hverfa ekki við niðurfellingu. Þær færast bara yfir á einhvern annan.

Sigurður M Grétarsson, 1.4.2009 kl. 14:45

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hef talað fyrir "fastgengi undir stjórn Myntráðs". Með því fyrirkomulagi náum við fram tafarlausri stöðvun verðbólgunnar, lágum vöxtum, stöðvum eignabrunann og gerum lánavísitölu óþarfa.

Miðað við nýjar tölur um utanríkisviðskipti, getum við hins vegar ekki keyrt verðbólguna til baka, eins og ég hafði þó gert mér vonir um. Samkvæmt Hagstofunni var útflutningur 65,9 milljarðar Króna og innflutningur 59,6 milljarðar, fyrstu 2 mánuði ársins.

Jákvæður viðskipta-afgangur var því 6,3 milljarðar sem er um 10%. Að mínu mati er ekki ráðlegt að rýra þennan afgang og því ætti að festa nýjan gjaldmiðil miðað við meðal gengisskráningu Krónunnar jan-febr.

Eigum við að bíða lengur eftir, að Samfylkingar-kúin mígi ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.4.2009 kl. 15:00

17 identicon

Ég fór að skoða aðrar færslur frá þér til að reyna að átta mig á hverskonar manneskja heldur svona löguðu eiginlega fram í fullri alvöru. Þurfti ekki að leita lengi.

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/842651/

Þetta segir allt sem segja þarf.

bogi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 15:56

18 Smámynd: Offari

Sigurður M Grétarsson. Ég er ekki eins bjartsýnn og þú að kreppan leysist með því að lengja í hengingarólini. Þar af leiðandi nota ég sama orðbragðið og aðrir sem gagnrýna þá leið. Ég tel hana líklega jafn vonlausa og þú telur niðurfellingar leiðina vera.

Að lengja fasteignalán leysir ekki vandan því sú leið mun ekki lækka fasteignaverðið. Ég tel einfaldlega að of hátt fasteignaverð sé megin orsök kreppunar. Þegar fasteignir hækkuðu breyttust einfaldlega neysluvenjur fólks því meiri hluti tekna þeirra fór í að borga af húsnæðislánum

Því þurfti að draga úr öðrum neysluvörum. Bílaiðnaðurinn varð verst fyrir barðinu á neyslusamdrætti heimilina. Það bitnar svo á áliðnaði okkar. Hlutabréfamarkaður hrundi þegar framleiðslu fyrirtækin þurftu að draga saman. Lenging lána kemur í veg fyrir að fasteignaverð lækki sem mun halda áframhaldandi frystingu á þeim markaði sem og öðrum mörkuðum.

20% afskrift skulda mun hinnsvega kannski(ég er hræddur um að 30-40% þurfi) afþýða fasteignamarkaðinn. Mun koma í veg fyrir algjört hrun og snúa þróunini í rétta átt. Koma einhverri neyslu af stað sem minkar atvinnuleysið. Það að afskrifa er ekki það sama að færa til skuldir. Þarna er talað um að semja við fjármagnseigendur um að gefa eftir til að koma kerfinu aftur í gang.

Það að ég taldi það andstæðinga Framsóknarflokksins sem töluðu niður þessa hugmynd getur verið meinvilla hjá mér því að ég sé að þú hefur meiri trú á lengingarleiðini en niðurfellinguni. Og eins og þú sérð þá tala ég þá leið niður vegna þess að ég hef ekki trú á þeirri leið þótt hún vissulega geti bjargað sumum líkt og afskriftaleið.

Því væri líklega best að fara þessar báðar leiðir. Afskrifa fyrst og lengja svo hjá þeim sem það vilja því 20% afskrift bjargar bara hluta heimilana og önnur heimili þurfa meiri aðgerðir.

Offari, 1.4.2009 kl. 17:36

19 identicon

Einhverjir hér að ofan hafa verið að tala um vandaveltuleiðina, sem gengur út á frestun greiðslna og/eða lengingu lána.

Enginn talsmaður slíkra lausna (þ.m.t. þingmenn samfylkingar) virðist hafa sest niður og reiknað kostnaðinn við slíkar "lausnir".

10 milljón króna lán til fjörtíu ára á 5% vöxtum hefur ríflega 48 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Ef greiðslubyrðin er lækkuð um 20.000 á mánuði í tvö ár (samtals 480.000) þarf lánið að lengjast í 47 ár og heildarendurgreiðslan um hækkar um fjórar milljónir.

Geðveik laun er það ekki?

Er ekki með reiknigetu í þessu tölvuskrifli sem ég sit við til að reikna áhrif lengingar láns úr 40 í 50 ár, en minnir að við það lækki greiðslubyrðin um einhver 5%

REIKNA FYRST - GASPRA SVO!

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 02:01

20 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég held að besta lausnin sé sú að íbúðaeigendur geri samning við ríkisstjórnina um að þeir fái alla þá upphæð til niðurgreiðslu lána á sínum íbúðum sem innheimtist við kröfur þeirra  "útrásarmanna og velunnara", sem bankarnir skilja eftir og afskrifa í þrotabúi sínu. Þá held ég að flestir íbúðaeigendur, með þann samning í höndum, muni vinna ansi hratt og upplýsa fljótt allt misferli, án milligöngu dómsvaldsins, og fá í hendur fé til að jafna út öll sín lán á sínum íbúðum.

Væri þetta ekki betri tillaga heldur en 20% út i loftið.

Eggert Guðmundsson, 2.4.2009 kl. 03:38

21 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Offari. Að sjálfsögðu vitum við ekki hversu löng kreppan verður. Það er hins vegar þannig að þó einhver sé ekki borgunarmaður fyrir lánum sínum í dag þá getur hann allt eins verið orðin það eftir tvö til þrjú ár. Það er því út í hött að fara að gefa afslátt á 40 ára láni vegna slæmrar greiðslugetu í dag. Það er því eðlilegra að gefa kost á tímabuninni lækkun greiðslna þangað til annað hvort ástandið lagast eða ef ljóst er að viðmomandi verður aldrei borgunarmaður fyrir sínum skuldum þá sé tekið á því þegar þar að kemur.

Í dag eru að því er mér skilst 70-80% íbúða með lægra veði en nemur verðmæti húsnæðisins. Það eru því ekki há veð, sem eru að frysta húsnæðismrkaðinn heldur sú einfalda staðreynd að þegar óvissa er framundan er fólk ekki tilbúið til að taka á sig fjárhagslegar skuldbingingar og bíður því og sér til. Einnig hefur það talsverð áhrif að verið er að spá enn meiri lækkun húsnæðisverðs.

Það er eitt, sem þú sleppir alveg að tala um varðandi niðurfærsluleiðina. Það er spurningin um það hvar þú ætlar að ná í þá 285 milljarða, sem hún kostar?

Sigurður M Grétarsson, 2.4.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband