Framsóknarleiðtogarnir Obama og Steingrímur Hermannsson

Framsóknarmaðurinn Barack Obama forseti Bandaríkjanna er nú í mikilvægri ferð til Evrópu. Ég var hins vegar á fundi með öðrum afar merkum Framsóknarmanni - Steingrími Hermannssyni - sem skipar heiðurssæti á lista Framsóknarflokksins í Kraganum.

Steingrímur hélt ótrúlega snjalla og markvissa ræðu þar sem hann rifjaði upp kosningabaráttu fyrri ára á Vestfjörðum - enda um að ræða fjölmennt og skemmtilegt átthagakvöld Framsóknarfólks  með rætur í Norvesturkjördæmi. Steingrímur sýndi gamla góða takta sem öflugur leiðtogi - takta sem við sjáum nú hjá Framsóknarmanninum Barack Obama!

Ég er þess fullviss að Steingrímur næði öruggu þingsæti ef það væri búið að innleiða persónukjör!


mbl.is Með eigin þotu, þyrlu, bíl, lækna og kokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er mikill kostur við góða ræðumenn, ef þeir geta verið skemmtilegir. Það er hins vegar fátt eins vandræðalegt og ræðumaður sem er að reyna að vera fyndinn en tekst ekki.

Það er fullkomlega eðlilegt virða þá leiðtoga sem þjóðin hefur átt, en að bera þá saman við mestu leiðtoga heims, er mjög vandræðalegt og í þessu tilfelli niðurlægjandi. Steingrímur Hermannsson var sannarlega leiðtogi þó hann hafi ekki alls ekki verið gallalaus sem slíkur. Sagan mun fara vel með hann. Á tímabili var eins konar utangarðsmaður í Framsóknarflokknum. Ef ég man rétt þá er Steingrímur rétt skriðinn yfir 80 ára aldurinn og að bendla honum við þingsæti nú, er ekki skjall, heldur afar ótilhlýðilegt.  Það væri hins vegar fengur að Guðmundi Steingrímssyni syni hans á þing það er annað mál.

Sigurður Þorsteinsson, 1.4.2009 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband