Eitt ráðuneyti efnahagsmála og fjármálamarkaða
29.3.2009 | 11:25
Eitt ráðuneyti efnahagsmála og fjármálamarkaða er ekki galin hugmynd enda ljóst að það þarf að gera mun róttækari breytingar á stjórnarráðinu en gert var í upphafi þessa kjörtímabils.
En það er nauðsynlegt að Framsóknarflokkurinn fari fyrir slíku ráðuneyti í næstu ríkisstjórn ef við ætlum að ná okkur upp úr efnahagslægðinni með lágmarksskaða fyrir fjölskyldurnar og heimilin.
Það eru reyndar fleiri og fleiri að átta sig á því að það er nauðsynlegt þjóðarinnar vegna að Framsóknarflokkurinn verði með í verðandi vinstri stjórn.
Nú síðast eðalkratinn, blaðamaðurinn og bókmentarýnirinn Kolbrún Bergþórsdóttir - sem fram að þessu hefur frekar haft horn í síðu Framsóknar.
Eitt ráðuneyti efnahagsmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Facebook
Athugasemdir
Flokkurnn sem gaf okkur fyrst 90% húsnæðislán og ætlar nú að gefa okkur 20% afslátt af þeim er ekki réttur flokkur til að taka neinar fleiri ákvarðanir sem tengjast fjármálum heimilana. Held líka að Framsókn hafi sýnt það ágætlega í þessari minnihlutastjórn að þeim sé ekki treystandi í stjórnarsamstarf - nú er kominn tími á stjórn á sérhagsmuna, en það útilokar bara S-hópinn og Engeyjarættina.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 29.3.2009 kl. 11:37
án sérhagsmuna.. vantaði n'ið fyrir aftan á'ið þarna :)
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 29.3.2009 kl. 11:38
Fyrirgefðu ég bara get ekki haldið aftur að mér.
Ætlið þið þá að setja í gang 90% lán aftur?
Fyrirgefðu mér en ég hef nú enga trú á xBÉ sem bjargvætti þjóðarinnar.
Var það ekki flokkurinn sem setti þensluna í gang, með kárahnjúkavirkjun? Er það ekki flokkurinn sem sat í ríkistjórninni sem einkavæddi bankana? er það ekki flokurinn sem dreif í gegn 90% húsnæðislán?
Ekki það að ég treysti nokkrum flokki sem nú er á alþingi til að gera eitthvað af viti.
Já gott að vita að þú trúir þó á flokkinn. Eitthver verður að gera það.
Takk og njóttu dagsins.
Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:39
Framsókn í málið ? Þú hlýtur að vera að grínast. Þetta er álíka fyndið og Davíð Oddson á landsfundi. Súr fyndni, jafnvel sjúkleg.
drilli, 29.3.2009 kl. 11:56
90% voru góð hugmynd - og hafa ekkert með afnahagshrunið og þensluna að gera. Svo einfalt er það.
Það var hins vegar óheft innkoma bankanna á íbúðalánamarkað sem varð til þess að setja allt á hvolf.
Það hefur verið margsannað.
Hallur Magnússon, 29.3.2009 kl. 12:02
Hvernig getur þú sagt að 90% lán séu og hafi verið góð hugmynd? Þegar þetta byrjaði varð fóolk snældu vitlaust og keypti íbúðir sem þau núna geta ekki selt! Ungt fólk sem ríkistjórn þess tíma sagði; "takið lán, lifið á vísakortum, það er góðæri og það er gott að skulda"
Ég skal segja þér það að ég er nú aðeins 22ára gamall, en sem betur fer er ég með lánafóbíu og sem betur fer lét ég ekki plata mig.
Finnst þér skrítið að það standi svona margir í drullunni núna og geta ekki borgað. Stefnan er búin að vera sú að fólk á bara að taka lán fyrir öllu. Núna viljið þið síðan allt í einu fara að fella niður skuldir fólks.
Setja íbúðarlánasjóð á hausinn og búa til enn meiri vandamál en nú þegar eru til staðar.
Ég vil alls ekki xBÉ í ríkisstjórn og vil alls ekki sjá að þau komi nálægt fjármálum á næstu árum!
Svei....
njóttu dagsins! :D
Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 14:33
Atvinnukommentararnir láta ekki sitt eftir liggja:)
Jón Finnbogason, 29.3.2009 kl. 18:37
Steingrímur.
Já, ég er að segja þér að 90% lán ÍLS hafði ekkert með innkomu bankanna að gera. Það voru aðrar ástæður. Ekki gleyma að bankarnir voru einungis með 5% markaðshlutdeild í íbúðalánum áramótin 2003/2004.
Unnsteinn.
Það voru ekki 90% lán Íbúðalánasjóðs sem setti fólk á kaldan klaka - heldur lán bankanna - svo einfalt er það. Hef ekki tíma núna til að skýra þétta í smáatriðum - en ég hvet þg til að skoða hvað raunverulega gerðist.
Hallur Magnússon, 29.3.2009 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.