Gylfi segir ekki satt
26.3.2009 | 15:31
Gylfi segir ekki satt. Svo einfalt er málið. Ég bauð mig fram gegn Vigdís i fyrsta sætið. Vigdísi var mjög brugðið eftir símtalið við Gylfa þar sem hann gerði henni ljóst að hún yrði að velja milli þess að taka 1. sæti Framsóknarflokksins ef hún hlyti það - eða starfsins hjá ASÍ. Launalaust leyfi kæmi ekki til greina.
Vigdís valdi að taka sætið. Sótti því ekki um launalaust leyfi þar sem Gylfi hafði sett kostina afar skýrt upp við hana.
Væntanlega hafa Samfylkingarmennirnir á skrifstofu ASÍ ekki beðið um launalaust leyfi vegna kosningabaráttuna - væntanlega verða þeir bara á launum í kosningabaráttunni.
Það er ómaklegt hjá Gylfa að reyna að snúa sig út úr þessu máli með því að segja að:" ...enginn starfsmaður hafi óskað eftir launalausu leyfi vegna framboðs til Alþingis í vor."
Vigdísi var aldrei gefinn kostur á því.
Þá veit Gylfi jafn vel og ég að Vigdís hafði ekki frumkvæði að fréttaflutningi um starfslok hennar hjá ASÍ, eins og Gylfi gefur svo ósmekklega í skyn í yfirlýsingu sinni. Heimild fréttamanns var annars staðar frá - en ljóst að margir voru afar hneykslaðir á afstöðu og afarkostum Gylfa Arnbjörnssonar gagnvart framboði Vigdísar - og að líkindum sumir sem sitja nær Gylfa en Vigdís Hauksdóttir.
Vísar á bug ásökunum um pólitískar ofsóknir og nornaveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Facebook
Athugasemdir
Bla bla bla.....
Hann sagði, hún sagði !
Hélt mig hafa lesið að þið væruð hætt þessum sandkassaleik, og farin að reyna að verða trúverðugur flokkur
Sé engan mun.....
Good riddance !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:47
Gylfi segir ekki satt ! !
Það hefur hann aldrei gert.
Hver réði þennann mann til starfa?
Hann er svo yfirmáta vonlaus að 10 ara barn myndi skila betur sínum lærdómi en þessi maður sinni vinnu. Burt með hann.......... Núna.....
J.þ.A (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:14
Gylfi á að segja af sér, svo einfalt er það. Ég er í Samfylkingunni og kæri mig ekki um svona spillingu nálægt henni.
Valsól (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:30
Þegar þú segir: "Heimild fréttamanns var annars staðar frá" ertu að fullyrða eitthvað sem þú getur ekkert vitað um. Það á örugglega við fleira í þessari færslu enda eru framsóknarmenn þekktir fyrir flest annað en að vera sannsöglir og heiðarleir.
Róbert (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:42
Leiðréttið mig ef ég fer rangt með, en sagði Vigdís ekki í upphafi þessa máls að hún hefði sótt um launalaust leyfi en verið hafnað ? Samkvæmt þessum pistli þínum og orðum Gylfa er það ekki rétt ? Hver er þá ekki að segja rétt frá ?
Það er allavega ljóst að manneskja, sem fáir vissu hver var fyrir 3-4 dögum síðan, er búin að stimpla sig vel í hausinn hjá þeim sem fylgjast með pólitík.
Smári Jökull Jónsson, 26.3.2009 kl. 20:45
Pólitík er alger tík og hefur lengi flækst fyrir mönnum.
Í gamladaga í litlu sveitarfélögunum, þurfti fólk að vera af réttum ættum og í réttum stjórnmálaflokki ef það vildi hafa eitthvað að segja í þeim.
Þetta hefur ekkert breyst síðan þá og mun kannski ekkert breytast.
Sjáið bara t.d. Árna Matt og ítök Davíðs í honum að hann fór fram hjá gildandi reglum til að ráða son Davíðs.
þetta er ekkert nýtt en spurningin er; hvernig er hægt að útríma þessu?
Er það hægt??
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 26.3.2009 kl. 20:58
Landsbyggðar fólk í ASÍ verður enn einausinni að taka á forseta ASÍ ef þetta á að ver leiðarljós í verkalýðsbaráttu þá er allt starf almens launamanns í sveitarstjórnarpólitík fárið þar sem atvinnurekendur geta neitað fólki um frí ef það situr í sveitastjórnum um allt land þar sem sveitastjórnamenn eru störfum sínum á almenum vinnumarkaði.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 26.3.2009 kl. 22:49
Eina sem ekki er í lagi, það eru einhverjir tveir háskólaborgarar að sverta verkalýðshreyfinguna og ASÍ !
Hvers vegna getur þetta fólk ekki bara gengið út saman og látið okkur verkalýðin í friði !
Hvers vegna er Hallur og framsóknarflokkurinn að reyna að nota þetta sér til framdráttar ?
JR (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:57
JR - það er alvarlegt að brjóta stjórnarskránna þegar þú ert forseti ASÍ.´Þetta skaðaði verkalýðshreyfinguna.
Hallur Magnússon, 27.3.2009 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.