Evrópustefna Framsóknar skýr - aðildarviðræður með skýrum markmiðum
8.3.2009 | 09:21
Evrópumál og gjaldmiðilsmál munu verða eitt af stóru kosningamálunum. Frambjóðendur Framsóknarflokksins hafa skýra stefnu í þeim málum eftir glæsilegt flokksþing á dögunum.
Framsóknarmenn vilja aðildarviðræður með skýrum markmiðum.
Leiðtogar allra framboðslista Framsóknarflokksins ber skylda til þess að berjast fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið á grunni eftirfarandi ályktunar flokksþings Framsóknarflokksins:
Ályktun um aðildarviðræður við Evrópusambandið
Markmið
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.
Skilyrði
Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra búfjárstofna.
Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.
Fyrstu skref
Þessi helstu samningsmarkmið, sem og önnur sem skilgreind verða í samvinnu hagsmunaaðila og stjórnvalda, með sem víðtækastri samstöðu, verði lögð til grundvallar því umboði sem samninganefnd Íslendinga fari með í samningaviðræður við Evrópusambandið.
Siv efst í SV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er meira bullið!! Við þurfum engar aðildarviðræður !! Norðmenn fóru í viðræður við ESB sem þeir höfnuðu en eru samt enn að finna fyrir því með þvingunaraðferðum frá ESB því ESB ætlar að fá þá inn afhverju?? jú þeir eiga mikin auð í jörðu sem þetta nasitasamband vill komast yfir einsog þeirra draumur hefur verið frá upphafi þegar Hitler fór af stað með samkomulagi við Frakka um eina Evrópu og einn foringja sem ræður öllu svo það er kominn tími til að menn hætti þessu ESB bulli.Ekki er það gott fyrir okkur að hafa 8-10% atvinnuleysi einsog ein skipunin er frá ESB.Við hljótum að geta fengið afrit af samningnum sem Norðmenn fengu af því að ekki fáum við neina sérmeðferð ef menn halda það.Eða eru stjórnmálamenn bara að hugsa um sjálfan sig og vasan sinn að komast á jötuna hjá ESB í nefndir sem sem gefa vel í vasan og hinn almenni Íslendingur má bara streða áfram.Fyrir mitt leyti sem Framsóknarmaður mun ég styðja þann flokk sem fer áhveðið fram um að fara ekki í viðræður við ESB.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 8.3.2009 kl. 09:48
Marteinn.
Stefna flokksins er skýr.
Þaðvoru einungis 16 mótatkvæði á 900 manna flokksþingi gegn þessari ályktun.
Frambjóðendum bera að fara eftir samþýkktri stefnu flokksins.
Einfalt.
Hallur Magnússon, 8.3.2009 kl. 09:57
hvaða bull er í gangi hér :
Norðmenn fóru í viðræður við ESB sem þeir höfnuðu en eru samt enn að finna fyrir því með þvingunaraðferðum frá ESB því ESB ætlar að fá þá inn afhverju??
Hvaða þvingunaraðferðum er ESB að beita norðmenn ? endilega útskýrðu þetta fyrir mér.. já og öllum hinum.
Óskar Þorkelsson, 8.3.2009 kl. 10:18
ekkert svar komið enn frá Marteini svo hann er afgreiddur bara sem bullari ! einn af þeim sem kalla úlfur úlfur í tíma og ótíma
Óskar Þorkelsson, 8.3.2009 kl. 16:44
Er það svo að framsóknarmenn sé að velja fólk á lista sem er líklegt til að fylgja ekki stefnu flokksins? Hvað segir ný forusta flokksins ef svo er? Ég gekk nýlega í Framsóknarflokkinn vegna stefnu hans í Evrópumálum og forustu í stjórnarskrármálinu. Ég vænti þess að stefnu flokksins sé fylgt eftir af þeim sem gefa kost á sér til forustu og völdust inn á framboðslistana. Vildi gjarnan fá skýr svör frá flokknum hvort einhverjir eru að hiksta. Það þarf að liggja fyrir áður en til alþingiskosninga kemur.
Jón Tynes (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:39
Samkvæmt þeirri stjórnarskrá sem enn er í gildi eiga þingmenn að fara eftir sinni eigin sannfæringu við atkvæðagreiðslur. Stjórnarskráin er æðri flokksþingum.XB ekki ESB.
Sigurgeir Jónsson, 8.3.2009 kl. 21:27
Sigurgeir. Mikið rétt hjá þér varðandi þingmenn, sannfæringu og stjórnarskrá. En frambjóðendur eru ekki ennþá orðnir þingmenn, en falast eftir atkvæðum í einhverskonar forvali. Flokkurinn hefur samþykkt stefnu sína. Ef frambjóðendur hafa fyrirvara um stefnu flokksins eiga þeir að upplýsa það við okkur kjósendur. Annað er óheiðarlegt.
Jón Tynes (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.