Hræðsla stjórnmálamanna við stjórnlagaþing aumkunarverð

Hræðsla ýmissa stjórnmálamanna við stjórnlagaþing þjóðarinnar er aumkunarverð. Þessir stjórnmálamenn leita allra leiða til að koma í veg fyrir að það verði þjóðin sem kjósi stjórnlagaþing beint og að það verði þjóðin sem samþykki nýja stjórnarskrá.

Þeir hafa reynt að fá stjórnlagaþinginu breytt í ráðgefandi þing svo þeir geti snyrt til tillögur að nýrri stjórnarskrá í takt við eigin vilja og hagsmuni.

Þeir hafa reynt að tefja málið og sagt að það sé ekki tímabært.

Þeir reyna nú að slá stjórnlagaþing þjóðarinnar af með því að hræða kjósendur með því að reikna kostnað við stjórnlagaþingið upp í rjáfur.

En frumvarp og tillaga Framsóknarflokksins um stjórnlagaþing þjóðarinnar án aðkomu alþingismanna og ráðherra stendur.

Það er rétta leiðin.


mbl.is Telur stjórnlagaþing kosta meira en milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,En frumvarp og tillaga Framsóknarflokksins um stjórnlagaþing þjóðarinnar án aðkomu alþingismanna og ráðherra stendur."

Það verður að hrósa ykkur fyrir , ef þið standið við þetta svona !

Það er óþolandi hvað sumir pólitískir flokkar geta þvælst fyrir endalaust við endurskoðun stjórnarskrárinnar.  Þetta á auðvitað við sjálfstæðisflokkinn !

Hallur, er það á hreinu að þið ætlið að standa við þetta, þó þið farið í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum eftir kosningar ?

JR (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 20:15

2 Smámynd: Hallur Magnússon

JR!

Já!!!!

Hallur Magnússon, 6.3.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki segja mér að þið séuð tilbúin til að mynda stjórn með sjöllunum ef það býðst...

Villi Asgeirsson, 6.3.2009 kl. 21:45

4 identicon

Loksins erum við sammála, það er aumkunarvert að sjá hvernig Sjálfstæðismenn engjast sundur og saman og rembast við að finna einhverja afsökun fyrir því að vera á móti. Mikið vildi ég að lánið færi nú að leika við Íslendinga og þeir hreinlega losnuðu við Sjálfstæðisflokkinn, fyrir fullt og allt. Ég veti að þetta verður aldrei, en manni má dreyma.

Valsól (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 22:01

5 Smámynd: Hallur Magnússon

hvar stendur það!

Hallur Magnússon, 6.3.2009 kl. 22:02

6 identicon

Já það á að hrósa Sigmundi Davíð fyrir það að hafa komið þessu á koppinn, ef hann hefði ekki gert þetta þá hefði þetta sennilega aldrei gerst. Það ber að þakka sem vel er gert.

Valsól (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 22:03

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Takk fyrir þetta Valsól.

Ályktun þessa efnis var samþykkt á flokksþingi - enda verið fjallað um þetta í lýðræðishóp Framsóknarflokksins um nokkurt skeið.

Ég var mjög ánægður að hann tók þetta upp sem skilyrði fyrirminnihlutastjórninni - enda hafði ég talað fyrir þessu með nokkrum félögum mínum.

Hallur Magnússon, 6.3.2009 kl. 22:09

8 Smámynd: TómasHa

Spurningin sem stendur er eftir er: Afhverju?

Er þetta virkilega mikilvægasta málið sem landið hefur við að etja. Ekki er það stjórnarskránni að kenna hvernig komið er fyrir landinu.

Ef þetta er nú allt sem þið framsóknarmenn hafið fram að færa til að endurreisa Ísland, er nú ekki mikið sem þið hafið til málanna að leggja.

TómasHa, 6.3.2009 kl. 22:48

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Og það væri gaman (allavega fróðlegt) að fá svar við minni spurningu.

Villi Asgeirsson, 6.3.2009 kl. 23:11

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Eins og ég hef nú verið dugleg við að vera illa við Framsóknarflokkinn....þá verður maður að viðurkenna að ég er sátt við þá hvað þetta varðar :)

Heiða B. Heiðars, 6.3.2009 kl. 23:39

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Villi!

Eins og Sigmundur Davíð hefur sagt þá stefnum við á vinstri stjórn. Ég hef ítrekað svarað því hér að ég vildi helst fara í stjórn með Samfylkingu og að ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi frá frá landsstjórninni og landsstjórnin frí frá Sjálfstæðisflokknum.

Hallur Magnússon, 6.3.2009 kl. 23:45

12 identicon

Það er eins og sumir fatti ekki hvers vegna fólk var að mótmæla, það var ekki bara vegna efnahagshrunsins, heldur líka vegna óréttlætis í þjóðfélaginu. Þetta er bara fyrisrsláttur í ykkur sem setjið spuringamerki við þessar breytingar á stjórnarskránni, bara af því Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti breytingum í þessa átt. Geir er að fara á límingunum út af því að hann er svo hræddur um að kvótakrfið muni taka einhverjum breytingum í kjölfar stjórnarskrárbreytinganna, hann hefur miklu meiri áhyggjur af því en hag heimilanna. Svo þessi fyrirsláttur að það sé ekki verið að huga að hag heimilanna,þá langar mig að segja, ein vika til eða frá hefur ekki mikið að segja þetta kemur allt saman, þessi stjórn er búin að gera meira á tveimur síðustu vikunum en Sjálfstæðisflokkur og Samfó gerðu í fjóra mánuði. Ekki skrýtið að Samfylkingin gæfist upp á að vera í sjórn með Sjálfstæðisflokknum. þessum afturhaldsfasistatittsflokki.

Valsól (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband