Er Ólafur Friðrik Magnússon borgarfulltrúi tregur?
5.3.2009 | 12:59
Er borgarfulltrúinn Ólafur Friðrik Magnússon tregur? Á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag fór forseti borgarstjórnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í smáatriðum yfir undirbúning byggingar á Höfðatorgsreit og aðdraganda og forsendur leigusamnings Reykjavíkurborgar við Eykt í kjölfar fyrirspurnar Ólafs F.
Þar kom skýrt fram að Óskar Bergsson kom hvergi nærri, en hins vegar kom einnig fram að núverandi leigusamningur var gerður og samþykktur meðal annars af F-lista Ólafs F.
Þar kom einnig skýrt fram að Óskar Bergsson - sem er húsasmiður og rekstrarfræðingur - vakti strax athygli á því að hann hefði verið byggingarstjóri hjá Eykt árin 1989-1993 og væri því vanhæfur að fjalla um erindi frá því byggingarfyrirtæki.
Það kom reyndar einnig fram á borgarstjórnarfundinum að Ólafur F. hafði ekki vakið athygli á tengslum sínum við unglingasmiðjur í Reyjavíkurborg þegar hann fór mikinn í umræðum um fjárframlög til þeirra í borgarráði - en sonur Ólafs var starfsmaður í unglingasmiðju á þeim tíma - þrátt fyrir að Ólafi væri bent á að það gæti orkað tvímælis að láta ekki vita af slíkum tengslum.
Ólafur er nú að bera upp sömu fyrirspurnina og hann gerði á síðasta borgarstjórnarfundi og fékk ítarleg svör við.
Til upprifjunar þá er ástæða til að benda á að þessi yfirferð Vilhjálms var gerð á sama borgarstjórnarfundi og Ólafur Friðrik réðist ítrekað að starfsfólki Ráðhússins með dylgjum úr ræðustól borgarstjórnar.
Fyrir áhugasama um starfsferil Óskars Bergssonar, þá hefur ferilskrá hans verið á vef Reykjavíkurborgar frá því hann tók við sem borgarfulltrúi fyrir tveimur árum. Á það hefur Ólafi Friðriki ítrekað verið bent á þegar hann hefur spurst fyrir um starfsferil Óskars.
Krefur Óskar um svör varðandi Höfðatorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki á ykkur framsóknarmenn logið, þið standið saman í blíðu og stríðu og verjið hvert annað í allri samtryggingunni, sjálftökusiðleysinu og óráðsíunni. Óskar Bergsson er gott dæmi um siðspillingu af verstu sort og sá maður hefði aldrei átt að komast til áhrifa innan borgarkerfisins.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:11
Jón Sigurðsson.
Mér þætti vænt um að þú bentir á dæmi um meinta siðspillingu Óskars.
En það er borðleggjandi að sú meinta siðspilling er allavega ekki í tengslum við Höfðatorg og Eykt. Forseti borgarstjórnar hrakti fullkomlega þær dylgjur á síðasta borgarstjórnarfundi.
En það er umhugsunarvert að það virðist vera nóg að halda sömu vitleysunni fram aftur og aftur þótt vitleysan hafi verið hrakin aftur og aftur - þá er það orðið sannleikur í hugum margra.
Það er einnig umhugsunarefni að sumir fjölmiðlar eru reiðubúnir að slá upp dylgjunum aftur og aftur - þótt þær hafi verið fullkomlega hraktar - en gera ekkert með þá staðreynd að sýnt hafi verið fram á að fullyrðingarnar standast ekki.
Hallur Magnússon, 5.3.2009 kl. 13:21
En Ólafur bar spurninguna upp aftur vegna þess að hún var ekki bókuð á síðasta fundi eins og segir orðrétt í fréttinni: "Formaður borgarráðs sleit fundi skömmu síðar og neitaði að fyrirspurnin yrði færð til bókar. Því er spurt á ný: ". Var þetta ekki svona?
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:42
1 dæmi um spillingu Óskars Bergssonar.
- Býður félögum sínum úr Framsóknarflokknum í mat og brennivín á kostnað íbúa Reykjavíkur. Það á meðan borgin getur ekki veitt grunnþjónustu eins og til dæmis vegna málþroskaörðugleika barna.
Nei frekar skal viðgangast dramb framsóknarmanna en að huga að velferð barnanna.
Guðmundur Arngrímsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:32
Gísli, nei
Ólafur F. var að vísa til borgarráðsfundar í síðustu viku. Þetta mál var á dagskrá borgarstjórnar á þriðjudaginn sem sérliður að beiðni Ólafs.
Þar lagði Ólafur F. fram bókun og þennan texta sem enn einu sinni er kominn á flot.
Á borgarstjórnarfundinum fékk hann þessi svör.
Borgarstjórn er æðri borgarráði.
Ólafur F. kom með þessa fyrirspurn handskrifaða og ólesanlega í lok borgarráðsfundar án þess að hafa boðað bókun i upphafi fundar eins og hefðin segir til um.
Ólafur er bara að spila á fjölmiðlana til þess að fá þá enn einu sinni til að birta fyrirspurnina - þrátt fyrir að svör hafi fengist - í trausti þess að fjölmiðlar leiti ekki eftir viðbrögðum Óskars - né að þeir hafi fyrir því að birta fyrirliggjandi svör.
Reyndar er Ólafur blessaður óútreiknanlegur í þessu og virðist ekki búinn að læra fundarsköp og reglur borgarstjórnar eftir áratuga setu sem borgarfulltrúi.
Hallur Magnússon, 5.3.2009 kl. 14:39
Ef Óskar hefur ekkert að fela er þá ekki eðlilegast að hann svari fyrirspurninni eins og hún er sett fram. Sé ekki betur á þessum drætti á svari og sí endurteknum fyrirspurnum að Ólafur er ekki að fá svar við spurningum sínum sem kjörnum fulltrúa ætti að vera ljúft og skylt að svara.
Ég set frekar spurningamerki við framgöngu og trega Óskars að svara eðlilega og án skætings.
Jón Axel (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:43
Guðmundur.
Þetta var ekkert brennivín veitt á fundinum en það skiptir ekki máli.
Enn einu sinni. Móttakan var sambærileg fjölda móttaka VG, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Það breytir ekki dómgreindarleysi Óskars - en af hverju er það spilling hjá Óskari en ekki VG, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki?
Hvað varðar grunnþjónustu borgarinnar - þá hefur borginn einmitt forgangsraðað í þágu grunnþjónustunnar. Þmt. dregið úr móttökum sem minnkað hafa um 1/3. Hins vegar hefur borgin skyldur gagnvart gestum sínum - þannig að gestir fá ennþá kaffisopa og með því.
Ekki viss um að 40 þúsund kall til eða frá hefði breytt einhverju í grunnþjónustunni - en safnast þegar saman kemur!
Ekki gleyma því að fundurinn var haldinn í byrjun nóvember - og boðaður fyrr.
Hallur Magnússon, 5.3.2009 kl. 14:45
Ólafi F. Magnússyni er ekki treystandi enda hefur hann þvælst á milli flokka og staðið sig t.a.m. mjög illa í skipulagi borgarinnar og sem dæmi má nefna óreiðuskipulag í hjarta borgarinnar. Mér litist nú betur á að fá þig Hallur minn í þessa stöðu enda virkar þú á mig sem sanngjarn maður, réttlátur og skynsamur.
Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 15:41
Sammála þér Hilmar Gunnlaugsson. Ólafur F þarf á fríi að halda ekki spurning
Guðrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 16:39
Finnst þér ekki að allt eigi að vera upp á borðum? Er ekki tími pukurs og spillingar liðinn á Íslandi? Ég svona hélt í sakleysi mínu að allir Íslendingar bæði stórir og smáir vildu að velt væri öllum steinum, en þú villt kannski bara að sumum sé velt en öðrum ekki?
Varðandi það að benda á siðspillingu í hópi Framsóknar í borgarstjórn má minna á að umræddur einstaklingur var formaður Faxaflóahafna með þvílík laun á sama tíma og hann fékk annað eins fyrir setu í borgarstjórn. Ef mig hins vegar misminnir, þá bið ég afsökunar, en ég man ekki betur en þetta hafi valdið titring innan borgarstórnar á sínum tíma. Þið leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér.
Valsól (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 16:51
Það hefur ekki verið gert sjáanlegt handtak svo taki að nefna í miðbænum í á annan tug ára.
pólitíkin sem á þar í hlut , er umræðupólitík af verstu sort. Það þarf einhvern hugrakkan til að gera hlutina , þó óvinsæll verði hjá sumum.
Ég labba oft niður laugarveginn og sé þar fullt af stórum og dýrum myndum um flottar götumyndir. Andlit barna hylja verksummerki brunans sem varð við lækjartorg , en ekkert gerist ...
Á meðan karpa borgarpólitíkusar og hugsa bara um völd. Hver er borgarstjóri mánaðarins? Hver sagði þetta við hvern.
Einn úr klíkunni er við nám í útlöndum og þiggur laun fyrir það. Er það göfugmannlegt að þyggja laun fyrir svotil enga vinnu meðan aðrir nemar draga fram lífið á nánast engu? Nám er full vinna í flestum tilfellum og maður þarft að vera hæfileikaríkur tækifærisinni til að þyggja laun fyrir ekkert og vera ekki einu sinni á landinu.
Ekki á maður nú von á því að laugarvegurinn batni næstu árin. Nú er það peningaleysið. Áður fyrr var það framtaksleysi, valdabrölt og ákvarðanafælni á háu stigi sem kom í veg fyrir fallegan og blómlegan miðbæ allan ársins hring.
jonas (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:05
Valsól.
Þig misminnir - og þetta er algerlega rangt!
Viltu ekki skoða málin betur áður en þú setur svona vitleysu fram! Nóg er samt!
Reyndar er gerð krafa um að formenn nefnda og ráða á vegum borgarinnar séu borgarfulltrúar eða varaborgarfulltrúar.
Formaður Faxaflóahafna nú - sem og undanfarin ár - er borgarfulltrúi!
Það sem veður var gert út af - af því að Óskar er Framsóknarmaður - var að þegar Óskar var varaborgarfulltrúi þá var hann ráðinn í tímabundið verkefni á vegum Faxaflóahafna á grunni menntunar sinnar, þekkingu og reynslu.
NB: tímabundið verkefni.
Það varð allt vitlaust.
Á sama tíma var varaborgarfulltrúi VG Sóley T'omasdóttir í fullu starfi á vegum ÍTR.
Á sama tíma var varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fullu starfi hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Á sama tíma var varaborgarfulltrúi Vinstri grænna að vinna verkefni fyrir tugmilljónir fyrir borgina.
Það var ekki talið óeðlilegt - en það varð allt vitlasut vegna tímabundins verkefnis Framsóknarmannsins Óskars hjá Faxaflóahöfnum.
Jafnræði?
Ónei,
Ég treysti því Valsól að þú biðjist afsökunar á þessum grófu rangfærslum þínum - sem því miður eru algengar í bloggheimum og víðar þegar Óskar Bergsson og Framsóknarflokkurinn á í hlut - einhverra hluta vegna.
Hallur Magnússon, 5.3.2009 kl. 18:29
Sæll Hallur.
Það væri ágætt ef þú gætir nefnd eitt dæmi um að hinir flokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur hafi boðið flokksfélögum sínum í áfengi og mat á kostnað borgarbúa. Þá é ég að sjálfsögðu við að eini samnefnari gesta sé að vera samflokksmaður viðkomandi "getsgjafa".
Annars hljóta þetta að vera órökstuddar dylgjur frá þér.!
...og ef að þú hefðir fylgst með umræðunni þá nefnir hann Óskar að þessi tiltekna veisla hafi kostað rúm 80.000 kr. - ekki 40.000 eins og þú nefnir.
ætla að vona að þú temjir þér ekki helmingunarregluna þegar taka á staðreyndum um misferli samflokksmanna.
kv.
guðmundur arngrímsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:38
Var eilítið fljótur á gikknum í fyrri færslu.
Rakst rétt í þessu á frétt á vísi.is um misferli annarra borgarfulltrúa á almanna fé. Ég segi bara að þeir sem verða uppvísir að þessu eiga að víkja úr starfi. Allar flokksamkundur eiga að fara fram á vettvangi hvers flokks og fyrir ráðstöfunarfé þeirra. ekki að nota rekstrafé borgarinnar í eitthvað helvítis dramb.
þú bindur ekki trúss þitt við svona lýð..?
guðmundur arngrímsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 19:03
,,Óskar var varaborgarfulltrúi þá var hann ráðinn í tímabundið verkefni á vegum Faxaflóahafna á grunni menntunar sinnar, þekkingu og reynslu."
Hallur !
Það er merkilegt hvað framsóknamenn eiga erfit að skilja hvenær þeir þurfa að hugsa um hagsmunatengsl ?
Þið komið ykkur sjálfir í svona mál, aftur og aftur !
JR (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.