Opnum Alþingi almenningi
5.3.2009 | 08:42
Alþingi á að vera opið almenningi. Það er reyndar til fyrirmyndar að almenningur geti tekið sér stöðu á þingpöllum og fylgst með umræðu á þingfundum og það er til fyrirmyndar að þingfundum sé sjónvarpað.
En það á að ganga lengra. Meginreglan á að vera sú að fundir í nefndum Alþingis séu opnir. Sérstaklega þurfi að ákveða að nefndarfundir séu lokaðir og þá verði slíkt gert með rökstuðningi.
Þá á að sjálfsögðu að sjónvarpa af nefndarfundum Alþingis á sama hátt og sýnt er frá þingfundum. Þannig fær almenningur betri innsýn í raunveruleg störf Alþingis auk þess sem slík opnun er mikilvægt aðhald á þingmenn. Slíkt myndi að líkindum styrkja þingið gagnvart ráðherraræðinu.
Þá er það náttúrlega skandall að störf rannsóknarnefndar Alþingis sé ekki opnari en raun ber vitni. Þjóðin á rétt á því að fylgjast með þessari rannsókn sem beinist að efnahagshruninu sem gengur svo nærri okkur öllum.
Slepptu tækifæri til að opna nefndarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.