Við veitum heimilislausum skjól
2.3.2009 | 20:37
Þegar við Framsóknarmenn mynduðum nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir rúmu hálfu ári var það eitt af áhersluatriðum okkar í Velferðarráði að taka á vanda heimilislausra og ganga frá metnaðarfullri stefnu í málefnum utangarðsfólks.
Á þeim tíma sem ég tók við sem varaformaður Velferðarráðs var í undirbúningi að Heilsuverndarstöðin tæki við þjónustu við allt að 20 manns - fólk sem glímt hefur við áfengis- og vímuefnavanda en eru í bata - þar sem áhersla átti að vera á félagslegan stuðning og hæfing fyrir þátttöku í samfélaginu.
Deilur höfðu verið um aðkomu Heilsuverndarstöðvarinnar að verkefninu og því miður gat hún ekki staðið við húsnæðishluta verkefnisins. Því var það að Velferðarráð rifti samkomulagi við Heilsuverndarstöðina og gekk til samninga við SÁÁ um að taka að sér verkefnið.
Það var mikilvægt að mínu mati að samkomulag tækis við SÁÁ um þetta mikilvæga verkefni eins og kom meðal annars fram í bloggi mínu Tímamótasamvinna Velferðarráðs og SÁÁ á þessum tíma.
Gengið var frá samningi við SÁÁ um verkefnið. Þetta skref var mjög mikilvægt að mínu mati.
Nú - nær þremur mánuðum eftir að samkomulag náðist milli Velferðarráðs, Velferðarsviðs og SÁÁ um verkefnið - fór fram formleg undirskrift félagsmálaráðuneytisins og borgarstjóra vegna aðkomu ríkisins að verkefninu. En gengið var frá þeirri aðkomu ríkisins fyrir rúmu ári síðan þótt ekki hafi verið ákveðið að skrifa undir formlegt samkomulag og samning fyrr en nú - einhverra hluta vegna.
Ráðist gegn vanda heimilislausra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar ég las titilinn hjá þér þá hélt ég að þú værir að meina að skjóta skjólshúsi yfir Kristinn H Gunnarsson :)
En gott framtak hjá ykkur
Óskar Þorkelsson, 2.3.2009 kl. 20:56
Þú meinar!
Hallur Magnússon, 2.3.2009 kl. 21:20
Hallur var þetta verk Framsóknarmanna?
Þetta með Heilsuverndarstöðina var nú eitt allsherjar klúður. Það fólk sem átti að fá þá þjónustu beið í marga, marga mánuði, þar sem Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru búnir að ákveða að hygla að vinum sínum. SÁA bauð sína aðkomu að verkinu strax í upphafi.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 3.3.2009 kl. 01:13
Það var verk Framsóknarmanna í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn að hætta samstarfi við Heilsuverndarstöðina en semja þess í stað við SÁÁ.
Við gengum í það verk þegar við hófum samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það var gert í góðri sátt og flokkarnir voru sammála um að hætta samstarfinu við Heilsuverndarstöðina.
Hallur Magnússon, 3.3.2009 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.