... en lætur stóru orðin sem vind um eyru þjóta
2.3.2009 | 08:41
"Flokkurinn þolir stór orð" segir formaður "Endurreisnar Sjálfstæðisflokksins."
En er það nóg?
Ætlar flokkurinn bara að láta orðin sem vind um eyru þjóta?
Þjóðin mun beina sjónum sínum á Sjálfstæðisflokkinn og fylgjast með því hvort flokkurinn muni taka mark á gagnrýninni - eða hvort hann haldi áfram á sömu braut hroka og afneitunar!
Flokkurinn þoli stór orð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar traustið er farið, þarf mikið til að vinna það aftur! Helst vildi ég sjá Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu að minnsta kosti í eitt kjörtímabil og þeir gefi sér tíma til að endurreisa flokkinn. Annars ætti að vera í Stjórnarskránni grein um að allir kjörnir fulltrúar í hverrri mynd sem er sitji ekki lengur en 3 kjörtímabil. Spurning er hvort kjörtímabilið sé aðeins 3 ár?
Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 08:49
Tel að framsóknarflokkurinn þurfi á 12 sporakerfi að halda, ekki síður en Sjálfstæðisflokkurinn.
smg, 2.3.2009 kl. 09:54
Sæll Hallur
Ég þekki þig nú ekki nema af góðu einu af blogginu, en þessi færsla er svolítið einkennileg, svo ekki sé meira sagt.
Samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins stóð í 12 ár og segja má að allt þar til síðustu 2-3 árin hafi það verið afar gæfuríkt fyrir þjóðina og flokkana báða.
Nú stendur Sjálfstæðisflokkurinn í miklu uppgjöri, líkt og Framsóknarflokkurinn gerði. Við höfum þó gengið lengra með því að láta sérstaka nefnd hafa yfir okkar stefnu undanfarin ár og hvar við fórum út af sporinu.
Segja má að innihald þessarar skýrslu eigi ekki síður og kannski ýfið meira við um Framsóknarflokkinn en okkur sjálfstæðismenn. Það var Framsóknarflokkurinn sem hækkaði lánaprósentu á húsnæðismálum í 90% og það var Framsóknarflokkurinn sem stóð fyrir helmingaskiptum á ríkisbönkunum til handa Finni Ingólfssyni og félögum, þótt við höfum vissulega gert þau mistök að leggja blessun okkar yfir báðar þessar ákvarðanir og erum ekki enn búnir að bíta úr nálinni með það.
Framsóknarflokkurinn ætti að sjá sóma sinn í því að stíga fram og lýsa því yfir að vissulega væru flokkarnir samábyrgir fyrir þessum ákvörðunum og þeim mistökum sem voru gerð í stjórnartíð þessar gömlu flokka og gagnrýndar eru í vandaðri umfjöllun Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.3.2009 kl. 10:12
Heill og sæll Hallur. Er þetta ekki bara gott sem Sjáflstæðisflokkurinn er að gera. Fara í naflaskoðun, viðurkenna mistök og læra af þeim. Þið í Framsóknarflokknum mættuð kannski gera eitthvað svipað - ekki satt !
Jóhann Ólafsson, 2.3.2009 kl. 12:06
Tek að nokkru undir með Guðbirni og vil bæta ofurlitlu við. Þeir tveir flokkar sem þarna eru í umræðu eiga óskilinn hlut í ábyrgðinni á því hvernig komið er í íslensku samfélagi. Þess vegna þurfa báðir þessir flokkar að gera sömu játningu:
Ágæta þjóð! Við höfum valdið þér óbætanlegum skaða og berum ábyrgð á þeim mannlegu hörmungum sem nú steðja að. Ástæðan er sú að við létum græðgi og stundarhagsmuni flokksvina og eigin ábatavonir ráða gerðum okkar. Til þess að koma þessu í framkvæmd þurftum við að ljúga að þér alla daga og til þess að geta það urðum við að ljúga að okkur sjálfum. Þetta er augljóslega glæpur af þeirri stærð sem ekki er hægt að gera ráð fyrir að verði látinn átölulaus.
Þess vegna lýsum við því yfir að við skömmumst okkar - skömmumst okkar alveg niður í haug og við lofum því að næstu ár munum við ekki sækjast eftir setu á Alþingi Íslendinga. Minna getum við ekki gert fyrir okkar ágætu þjóð en að láta hana í friði á meðan aðrir sem betur eru færir um og jafnframt heiðarlegri reisa samfélagið við eftir þennan skelfilega samfélagslega glæp.
Árni Gunnarsson, 2.3.2009 kl. 13:50
Ágæti Guðbjörn! Að sjálfsögðu á margt það sem fram kemur í skýrslunni við Framsóknarflokkinn einnig. Það var hins vegar gert mikið upp á síðasta flokksþingi þótt það mætti komast betur á framfæri.
Ekki gleyma því að fyrri forysta Framsóknarflokksins er farin - og 3 af 4 ráðherrum flokksins í síðustu ríkisstjórn munu ekki sækjast eftir endurkjöri.
Hvað varðr 90% lán Íbúðalánasjóðs þá eiga þau ekki nokkurn einasta þátt í núverandi efnahagsástandi- hvað þá bankahruninu. Það hefur margoft verið sýnt fram á það.
Hins vegar var það bankaveldið sem kom þeirri ranghugmynd inn hjá þjóðinn sem eftiráskýringu þegar þeir voru skammaðir fyrir þensluna - eftiráskýringu sem studd var ítrekuðum rangfærslum.
En stundum er það svo að það sem endurtekið er nógu oft verður sannleikur í huga fólks - hversi rangt sem það kann að vera.
Vonandi mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki láta þetta sem vind um eyru þjóta - en mér heyrist sumstaðar að það sé hætta á því!
... og svona að lokum: Gangi þér vel í prófkjörinu
Hallur Magnússon, 2.3.2009 kl. 14:36
Svona til viðbótar.
Hvað er einkennilegt við spurninguna sem ég set fram í blogginu?:
"Þjóðin mun beina sjónum sínum á Sjálfstæðisflokkinn og fylgjast með því hvort flokkurinn muni taka mark á gagnrýninni - eða hvort hann haldi áfram á sömu braut hroka og afneitunar!"
Geir Haarde - og reyndar Davíð Oddsson hafa ekki ljáð máls á því að þeir hafi gert nein mistök!!! Það er hrokinn og afneitunin sem ég er að ræða um.
Vonandi mun ný forysta taka annan pól í hæðina!
Hallur Magnússon, 2.3.2009 kl. 14:39
Ef ég skildi þetta rétt þá var það þjóðin sem brást en ekki sjálfstæðismenn.
Finnur Bárðarson, 2.3.2009 kl. 17:13
... ekki fannst mér Geir Haarde ætla að taka ábendingar "Endurreisnarnefndarinnar" til sín!
Hallur Magnússon, 2.3.2009 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.