Kattarþvottur Sjálfstæðisflokks - stefnan brást líka - ekki bara fólkið

Þetta er óttalegur kattarþvottur Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins.  Auðvitað brást stefna Sjálfstæðisflokksins - það var ekki bara fólkið sem var í framlínunni.

En það er rétt að það þarf að skipta um fólk í framlínunni ef Sjálfstæðisflokkurinn á að verða stjórntækur á ný. Það verður spennandi að fylgjast með endurnýjuninni.

En ég held að það væri gott bæði fyrir þjóðina og Sjálfstæðisflokkinn að flokkurinn taki sér gott - mjög gott frí frá landsstjórninni.


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur, Sjalfstæðisflokkurinn a að sitja hja i eina umferð, þ.e. draga sig i hle fra kosningum og þar með þingsetu i eitt kjörtimabil.

Kolla (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Stefna Sjálfstæðsflokksins sannaði getuleysi sitt í kjölfar kreppunar. Þeirra trú var bersýnilega sú að fjármálakerfið gæti séð um sig sjálft án stuðnings frá stjórnvöldum og því fór sem fór. Kerfið hrundi. Þegar loksins var gripið í taumanna með því að kaupa Glittni var það um seinan. 

Brynjar Jóhannsson, 1.3.2009 kl. 14:32

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það eru ekki nema tæp 2 ár síðan Framsóknarflokkurinn hafði setið í ríkisstjórn í 12 ár. Samkvæmt sama mælikvarða og þinni kenningu væri væntanlega nóg að Sjálfstæðisflokkurinn væri utan stjórnar í tæplega 3 ár

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.3.2009 kl. 14:42

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Hjörtur.

Vegna dugleysis Sjálfstæðisflokksins erum við að fara í kosningar mun fyrr en til stóð. Hvort Framsókn verði með í næstu ríkisstjórn - sem er gott fyrir þjóðina - verður að koma í ljós.

Ekki gleyma að síðast þegar fjöldaatvinnuleysi ríkti - þá var það í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Krata. Þegar Framsókn kom í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokks var loforð um 12 þúsund störf á kjörtímabilinu - þau urðu fleiri og atvinnuleysinu var útrýmt.

Það er allavega ljóst að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Krata er ekki rétta lausnin til að draga úr atvinnuleysinu. Þar þarf hins vegar liðsinnis Framsóknar.

Hallur Magnússon, 1.3.2009 kl. 14:47

5 identicon

Hjörtur,  kjörtimabilið er fjögur ar.

Kolla (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 14:49

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.3.2009 kl. 14:50

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst alveg með ólíkindum, að Sjálfstæðisflokkurinn geti sagt að stefnan hafi ekki brugðist.  Sú stefna að gefa bankakerfinu lausan tauminn brást.  Sú stefna að selja bankana til aðila, sem ekki kunnu að reka þá, brást.   Sú stefna að setja krónuna á flot án stuðnings frá stærra myntkerfi brást.  Sú stefna að taka upp verðbólgumarkmið með skammtímamarkmið hún brást.  En með fullri virðingu fyrir Framsókn, þá voru þetta allt stefnur Framsóknar líka.  Afleiðingarnar komu bara í ljós eftir að Framsókn var sett í frí.  Þetta var stefna stjórnartíðar Halldórs Ásgrímssonar sem formanns Framsóknar.  Þetta var stefna hinnar nýju Framsóknar og hún brást.  Hallur, það er ekki sniðugt að kasta grjóti úr glerhúsi.

Marinó G. Njálsson, 1.3.2009 kl. 16:18

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Marínó!

Á síðasta flokksþingi var bæði gerð upp mistök í stefnu Framsóknar í síðustu ríkisstjórnum og það er að megninu til verið að skipta út þáverandi forystu flokksins og ráðherra hans.

Þannig að ég er ekki að kasta steinum úr glerhúsi þegar ég gagnrýni gagnrýnileysi Endurreisnarefndar Sjálfstæðisflokks á stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Hallur Magnússon, 1.3.2009 kl. 16:56

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þú ert víst að kasta grjóti úr glerhúsi, þar sem "uppgjörið" var sami kattarþvottur og þessi yfirlýsing Sjálfstæðismanna. 

Sýndu mér þann stað í "uppgjörinu", þar sem segir að rangt hafi verið staðið að einkavæðingu bankanna eða að illa hafi verið staðið að fleytingu krónunnar eða að rangt hafi verið að ráða fyrrverandi forsætisráðherra í stöðu bankastjóra Seðlabanka Íslands.  Sýndu mér texta sem fjallar um ákúrur á þáverandi ráðherra floksins um að þeir hafi ekki staðið vörð um hag þjóðarinnar við mótun reglna um fjármálamarkað.

Marinó G. Njálsson, 1.3.2009 kl. 17:19

10 identicon

Sammála þér að veruleikaflóttinn hjá þeim er mikill. Geta ekki viðurkennt að frjálshyggjustefnan hafi brugðist þó svo að postular hennar víða um heim hafi viðurkennt það,s.s. Alan Greenspan. Það kemur kannski ekki svo mikið á óvart í ljósi þess að Hannes Hólmsteinn taldi að hér á landi hefði tekist hvað best að framkvæma þessa hugmyndafræði.

Hitt er svo annað mál að Framsóknarflokkurinn tók því miður fullan þátt í einkavæðingu þjóðareigna og verðskuldar því einnig frí frá landsstjórninni. 

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:34

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Marínó!

Uppgjörið fór fyrst og fremst fram í ræðum á glæslegu 900 manna flokksþingi - og með mannaskiptunum sem þegar hafa farið fram.

En það kom líka fram í ályktunum.  Reyndar var upplagið að ályktanir flokksþing ættu fyrst og fremst að fjalla um framtíðarstefnuna - en ekki fortíðina.

Þrátt fyrir það voru sett inn atriði þar sem ábyrgð Framsóknarflokksins var sértaklega rædd. Ekki nákvæmlega eins og þú orðað það - em þó. Byrjum á þessu sem ég var með í tölvunni hjá mér:

"... Stjórnmálin hafa brugðist. Traust er af skornum skammti...

...Á undanförnum árum virtist hér ríkja mikið umbreytinga- og framfaraskeið þar sem kraftar óbeislaðs athafnafrelsis nutu sín til hins ýtrasta. Á þeim tíma brást Framsóknarflokkurinn í því hlutverki að tryggja að laga- og reglugerðaumhverfi, ásamt uppbyggingu nauðsynlegs aðhalds og eftirlits, m.a. með sterkum og faglegum eftirlitsstofnunum, samræmdist vexti viðskiptalífsins.

Frelsi fylgir ábyrgð, en ábyrgðinni var ábótavant".

Þá var mjög víða í samþykktum nýrrar stefnu snúið baki við fyrri áherslum, þmt. þeim sem þú nefnir.  Til dæmis ályktun um breytta peningastefnu Seðlabanka og það að skoða upptöku nýs gjaldmiðils. Það er fullkomin viðurkenning á fyrri mistökum í stefnu flokksins. 

Sambærilegar stefnubreytingar sem fela í sér viðurkenningu á fyrri möstökum eru hér og þar í ályktununum.

En það sem tendur upp úr er fyrst og fremst það sem sagt var í umræðum á flokksþinginu - í málefnastarfinu og ræðum - þar sem fyrri mistök okkar voru mikið rædd

Hallur Magnússon, 1.3.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband