Yfirhylming eða hefðbundin tregða embættismannakerfisins?
28.2.2009 | 09:21
Yfirhylming eða hefðbundin tregða embættismannakerfisins - það er stóra spurningin!
Það voru skelfileg mistök af síðustu ríkisstjórn að setja ekki strax í október á fót embætti sérstaks ríkissaksóknara til að skoða bankahrunið - heimild dómsmálaráðherra til þess var til staðar.
Það hefði verið unnt að frysta eignir auðmanna sem grunaðir voru um saknæmt athæfi strax í nóvember ef ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefði staðið sig í stykkinu. Það er til þess lagaheimild.
Nú óttast menn að sú töf sem varð á skipan sérstaks saksóknara hafi orðið til þess að auðmenn sem mögulega voru með óhreint mjöl í pokahorninu hafi bæði komið undan eignum og falið slóð sína.
Hægagangur í skilum á gögnum til nýskipaðs saksóknara er afar slæmur og lyktar í nefi almennings sem yfirhylming.
Almenningur treystir ekki lengur embættismannakerfinu enda virðist sem ákveðinn hluti þess sé framlenging af Sjálfstæðisflokknum eftir allt of langa samfellda valdatíð þeirra - eins og fram kom í yfirliti DV á dögunum - án þess ég sé að kasta rýrð á einstaka embættismenn.
Þekki það mikið til þess ágæta kerfis til þess að vita að langstærsti hluti embættismanna eru heiðarlegir, vinnusamir og leggja mikla áherslu á jafnræði og fagleg vinnubrögð - þótt sumir hafi fyrst hugsað um Sjálfstæðisflokkinn og síðan um þjóðina.
Það breytir því ekki að almenningur treystir embættismönnum ekki allt of vel eins og fram kemur í könnun Gallup um traust hinna ýmsu aðilja og stofnana í samfélaginu.
Þess vegna er það afar slæmt að það sé upplýsingatregða frá eftirlitsstofnunum til sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins.
Það sem fyrst kemur upp í huga fólks er yfirhylming þó ég geri ráð fyrir að frekar sé um hefðbundna tregðu innan embættismannakerfisins að ræða.
Embættismannakerfið verður að bregðast við með því að skila málum og gögnum til ríkissaksóknarans eins hratt og vel og unnt er. Annars byggist upp alvarleg tortryggni sem erfitt verður að vinna bug á - hvað þá að endurreisa traustið.
Að lokum til þeirra sem væntanlega munu setja fram athugasemdir:
Já, ég veit að það eru fleiri en bara Sjálfstæðismenn í embættismannakerfinu!
Tregða við upplýsingagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
Athugasemdir
Sjálfstæðismenn hefðu aldrei sett fram sérstakan Saksóknara, vegna flækju þeirra inn í þessi mál, velunnarar flokksins(xD verndarskatts þegar) hefðu aldrei viðurkennt að xD færi að setja sérstakan Saksóknara á þá, hægagangurinn var til þess að sem flestir innan banda xD gætu bjargað sér, það var ekkert verið að hugsa um þjóðina fyrst og fremst flokksfélag og verndarskatts xD greiðendur, það veit engin hvað verið var svona mikið að' gera eins og Geir Haarde sagði margisnnis í fjölmiðlum, hef talað við viðskiptfræðing og prófessor og hann veit ekki hvað það var sem Ríkistjórn Geirs Haarde var að vinna að, það er afareinkennilegt að fólk í þeirri stöðu viti ekki hvað er í ganagi og ekki farra innvígðir sjallar að opinbera það, sérstakelag finnst manni það einkennnilegt að ekki á að rannsaka 35 milljarða kr sem týndust úr Landsbanka í nóvember eða viku eftir VALHALLAR fundinn þar sem Kjartan Gunnarsson opinberaði að hann hefði tapað öllu á óreiðumönnum, síðan heyrist ekki meir af þessu fólki sem harmagrét á fundi VALHALLAR..........
KV
Tryggvi
Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 09:54
Það hefur komið fram í umræðum í fjölmiðlum sem og á Alþingi að Samfylkingin stóð fyrir því að beðið var með að leggja tilbúið frumvarp dómsmálaráðherra um sérstakan saksóknara fram.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.2.2009 kl. 10:26
Já það var beðið í 2- 3 mánuði vegna óska Samfylkingar. Sama var um tilboð Geirs Haarde um að ný lög yrðu sett um Seðlabankann í framhaldi af rannsókn erlendra sem innlendra sérfræðinga á starfsemi Seðlabanka og Fjármálaeftirlits sem Geir hafði sett þegar bankahrunið varð. Þessir menn áttu að skila skýrslu sinni um þessar stofnanir í febrúar og bauð Geir upp á að upp úr vinnu þeirra mætti gera frumvarp um breytingu á starfsemi þessara stofnana sem gætu tekið gildi í byrjun mars sem og um starfslok Davíðs Oddssonar. Þessu var slegið á frest að ósk Samfylkingar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.2.2009 kl. 10:30
Það er sorglegt til þess að hugsa að þessi margra mánaða aumingjaskapur hefur kostað þjóðina fúlgu fjár sem þessir menn hafa falið vel og vandlega. Og það er líka ljótur hugsanagangur sjallanna að einungis útvaldir eigi að fá réttu upplýsingarnar þannig að þeir geti forðað sínu eins og gerðist í október og fengið afskrifað það sem ekki náðist að forða á meðan saklaus almenningur tapar öllu sínu. Þessi viðbrögð eftir bankahrunið sýna bara hversu handónýtt stjórnkerfið, regluverkið, embættismannakerfið og fólkið er. Því miður! Þetta er eins og vel skipulögð mafía um að koma sínu og sínum fyrir í góða björgunarbáta en láta restina sökkva.
Kristbjörg Þórisdóttir, 28.2.2009 kl. 11:14
Sammála
hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 13:22
Þetta er það sem ég hef verið að segja, Sjálfstæðismenn hafa plantað innmúruðum mönnum úr flokknum allsstaðar í kerfinu sem verður þess valdandi að upplýsingar leka úr ráðuneytunum til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þetta er óþolandi stað og þess vegna þarf að hreinsa til eftir spillingarflokkinn, ekki bara úr Seðlabankanum, heldur t.d. líka úr ráðuneytunum og svo ég tali nú ekki um hæstarétt, þar sem sitja innmúraðir einstaklingar sem eru vegna öfga sinna að senda frá sér hvert sérálitið á fætur öðru vegna dóma eins og t.d. í kynferðisafbrotamálum.
Valsól (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 13:44
"Ábyrgð á núverandi stöðu - er á ábyrgð allra flokka - þess vegna í hlutfalli við fylgi þeirra á Alþingi"
Með fullri virðingu, kæri Kristinn, hefur Framsókn mun meiri ábyrgð en t.d. VG. Þeir hafa einnig verið duglegir að koma sínum að í stjórnkerfinu - Framsóknarflokkurinn (þú fyrirgefur, Hallur) er alveg jafn sekur og Sjálfstæðisflokkurinn.
Ég er samt ekki að gera lítið úr ábyrgð annarra flokka, hvort sem þeir hafa setið í stjórn eða stjórnarandstöðu; þingheimur allur er sekur, hvort sem er af meðvirkni eða þöggun. Þetta hefur verið klúbbur sérhagsmunaseggja, sem hafa jafnvel samþykkt stjórnarskrárbrot aftur og aftur - jafnvel svo gróf að um hrein landráð er að ræða. Slíkt getur aldrei verið þjóðkjörnu þingi til framdráttar, hvað svo sem það reynir að draga fjöður fyrir slík mistök.
Skorrdal (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.