Sjálfstæðisflokkurinn er óstjórntækur og Kata er flott!
26.2.2009 | 00:32
Sjálfstæðisflokkurinn er óstjórntækur í augnablikinu og Katrín Jakobsdóttir er að standa sig afbragðs vel. Þar erum við Birkir Jón sammála!
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er að líkindum sú versta í sögu lýðveldisins. Sú eiturblanda er ekki góð fyrir þjóðina.
Samfylkingin þarf að taka sig á til að verða stjórntæk - (hef ég einhverntíma sagt þetta áður?).
Lykillinn að farsælli stjórn er Framsóknarflokkurinn. Hvort sem mönnum líkar það betur eður verr!
Ég vona að Samfylkingin nái að vinna sig út úr núverandi innanflokkserfiðleikum sínum.
Ég vona líka að Sjálfstæðisflokkurinn sinni kalli tímans um endurnýjun.
Við þurfum nefnilega - þjóðarinnar vegna - að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur séu starfhæfir flokkar - hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Sjálfstæðisflokkurinn óstjórntækur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Höfum við ekki fengin nóg af Las Vegas guttum, Birkir er einn þekktasti pókerspilari landsinns, viljum við svoleiðis gutta við stjórn landsinns.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 00:46
Minn bara fyndin í kvöld.
Arinbjörn Kúld, 26.2.2009 kl. 03:28
Var þetta í boði Spesíu ráðgjafar ? hvað sátu þessir flokkar lengi saman í stjórn vs X-D og - X-B ?
Sævar Einarsson, 26.2.2009 kl. 04:10
Veistu að ég samfylkingarmaðurinn er nú bara eiginlega sammála þér í þetta sinn. En það er annað sem mig langar til að setja hérna og þá kannski sem spurningu til þín í leiðinni þess efnis hvort þú hafir hug á því að vinna með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar? Málið er nefnilega að ég treysti ekki orðum ykkar svona rétt fyrir kosningar. Þetta sem Byrkir er að setja fram um Sjálfstæðisflokkinn gæti verið til að slá á umræðu um það að Framsókn og Sjálfstæðisflokur væru að sigla saman. En hér kemur restin af athugasemdinni minni:
Mig langar bara til að spyrja fólk og höfða til þín í leiðinni, hvað er að hægrimönnum, í alvöru, hvar er réttlætikennd þessara manna? Hvernig hefur þetta fólk eiginlega verið alið upp? Indriði Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri vildi setja kafla um skattaskjól og undanskot frá skatti í skýrslu sem nefnd á vegum Árna Matt var að vinna að í september í fyrra, en tveir menn voru á móti því. Þegar ég var að lesa fréttina þá datt mér strax í hug að hér hefðu það verið hægrimenn sem hefðu verið á móti. Og mikið rétt, Tryggvi Þór Herbertsson frjálshyggjubrjálæðingur og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðismaður með meiru voru á móti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það einkum þessir nefndarmenn sem voru andvígir því að fjallað yrði um þessi mál í skýrslunni. Þess vegna spyr ég, hvenær ætlar fólk að vakna og fatta fyrir hvað þessi flokkur stendur? Hvenær ætlar fólk að gera sér grein fyrir því að þessi flokkur snýst ekki um neitt nema völd og peninga og sérhagsmuni ákveðinna aðila. Mikill er undirlægjuhátturinn að þurfa stöðugt að kyssa vöndinn. Það fer að líða að því að maður fer að kalla 30% þjóðarinnar fífl, fólk sem tendur við bakið á mönnum sem hika ekki við að svíkja þjóð sína.
Valsól (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 07:07
Eftir síðustu kosningar var Framsóknarflokkurinn ein rjúkandi rúst. Stundum þarf mikla endurnýjun en sjaldan þarf að hreinsa út, eins og var gert á þinginu. Gallinn við algjöra hreinsun er að reynsluna vantar. Henni hefði verið t.d. haldið ef Sæunni Stefánsdóttur hefði verið haldið í stjórn, eða Páll Magnússon orðið formaður. Með þetta í huga var það hárrétt ákvörðun að halda sér utan stjórnar nú fram að kosningum.
Í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn hefur notað tímann til þess að láta aðeins finna fyrir sér við núverandi aðstæður og fengið ákúrur frá Stjórnarflokunum, hefði verið skynsamlegt hjá þingmönnunum að sýna yfirvegaða framgöngu. Birkir ákveður að slá á létta strengi, sem ég veit ekki hvort var rétti tíminn í ljósi tafa við afgreiðslu Seðlabankafrumvarpsins. Þeir sem gelta af tilefninu, hafa ekkert inn á þing að gera. Það er einmitt slíkt gelt sem þarf að þurrka út af þingi. Fólk vill alvöru stjórnmálamenn til þess að takast á við núverandi verkefni.
Sigurður Þorsteinsson, 26.2.2009 kl. 07:11
"Lykillinn að farsælli stjórn er Framsóknarflokkurinn, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr" - Þið eruð semsagt bara bestir? Þá er gott að það er komið á hreint !
Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála þessari hrokafullu fullyrðingu. Eina sem ljóst er að við þurfum Sjálfstæðisflokkinn frá, það er komið nóg af honum eftir 18 ára valdatíð. Það segir ýmislegt um Framsóknarflokkinn ef þið hoppið uppí með íhaldinu á nýjan leik, þá er endanlega ljóst að þið setjið völdin framar hagsmunum fólksins í landinu.
Smári Jökull Jónsson, 26.2.2009 kl. 09:08
Smári.
Ég sagði ekkert um það hvort Framsóknarflokkurinn væri betri eða verri en aðrir flokkar. Benti einungis þá staðreynd að lykillinn að farsælli stjórn er Framsókanrflokkurinn. Svo einfalt er það!
Sigurður.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurnýja sig. Það sjá náttúrlega allir. Á meðan flokkurinn er eins og hann er þá er hann óstjórntækur.
Þá ríkir stjórnunarkrísa í Samfylkingunni og þau regnhlífarsamtök ósamstæð eftir skelfilega ríkisstjórn.
Það skiptir máli fyrir framtíðina að báðir þessir flokkar nái áttum.
Hvað varðar stjórnarsamstarf þá helg ég að bæði þjóðin og Sjálfstæðisflokkurinn hafi gott af því að sá annars ágæti flokkur fái gott frí.
Hallur Magnússon, 26.2.2009 kl. 09:27
Samfylkingin er eitruð og skemmir gríðarlega út frá sér. Þar er enginn leiðtogi, þar er engin samstaða og þar er engin stefna.
Það er hagsmunamál allrar þjóðarinnar að koma í veg fyrir að Samfylkingin komist í stjórn eftir kosningar, því hversu miklir brjálæðingar sem VG eru þá eru það hinir stjarnfræðilega vanhæfu Samfylkingarliðar sem munu leggja landið í rúst.
Liberal, 26.2.2009 kl. 10:21
Hvernig er það Hallur, á að brosa til vinstri eftir kosningar líka eða fara í gamla farveginn og stefna að BD stjórn?
Guðmundur Auðunsson, 26.2.2009 kl. 11:23
Hjartanlega sammála þér Hallur. Það er löngu kominn tími á Sjálfstæðisflokkinn að stíga til hliðar í stjórnarandstöðu. Af síðustu vikum að dæma veitir þeim ekkert af að læra það enda kunna þeir ekki að vera í stjórnarandstöðu. Þeim veitir heldur ekkert af því að eiga auka tíma til þess að finna nýja stefnu fyrir flokkinn og nýtt fólk þar sem síðasta uppskrift hefur gjörsamlega beðið skipbrot með þjóðina innanborðs.
Kristbjörg Þórisdóttir, 26.2.2009 kl. 11:29
Það sem er ótrúlegast er að eftir að Framsóknarflokknum var slátrað í síðustu kosningum að hann sé í lykilhlutverki í dag - magnað.
Óðinn Þórisson, 26.2.2009 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.