Skynsamleg viðbót við Seðlabankafrumvarpið

Tveggja daga bið skilaði skynsamlegri viðbót við Seðlabankafrumvarpið. Skynsamlegri viðbót sem kom í kjölfar lesturs skýrslu ESB.

Það þurfti ekki að fara af saumunum út af þessari frestun - en því er ekki að neita að umhverfið um Seðlabankann breyttist í millitíðinni þegar Seðlabankastjóri í Kastljósi undirstrikaði enn klúður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í síðustu ríkisstjórn.

Reyndar var ýmislegt fleira athuglisvert sem kom fram...

... en frumvarpið verður eflaust afgreitt sem lög á morgun.


mbl.is Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hallur minn, miðað við aðrar stöðuveitingar minnihlutastjórnarinnar hvað gefur þú nýjum Seðlabankastjóra marka klukkutíma ?

Ég held að hann endist ekki 48 tíma.

G. Valdimar Valdemarsson, 25.2.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Hallur Magnússon

.. leitar hún ekki bara til Davíðs meðan það er auglýst? 

Hann uppfyllir vel skilyrðin!

Hallur Magnússon, 25.2.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er aumkunarverð viðbót við hand-ónýtt frumvarp:

Ef peningastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógni fjármálakerfinu skal hún gefa út viðvaranir þegar tilefni eru til.

Mun peningastefnu nefnd leggja til, að Seðlabanki ríkisins verði lagður í sömu gröf og Grænmetisverzlun ríkisins, Skipaútgerð ríkisins, Ferðaskrifstofa ríkisins og Raftækjaverzlun ríkisins ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.2.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Því skyldi þetta ákvæði vera sett inn í Evrópsku seðlabankana ef þetta er einskis virði

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 25.2.2009 kl. 22:36

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Athugasemdir þínar Jón, eru oft skemmtilega út í hött.

Ef við viljum ná efnahagslegum stöðugleika, sem samkvæmt lögunum um Seðlabankann er markmiðið, þá veljum við ekki "torgreinda peningastefnu". Þetta merkir að við setjum ekki á fót seðlabanka, heldur myntráð. Skilgreining seðlabanka er stofnun sem framkvæmir "torgreinda peningastefnu", sem Seðlabanki ríkisins nefnir "sjálfstæða peningastefnu".

Hvað erum við bættari með einhvert ákvæði í lögum sem eru gagnslaus, hvort sem ákvæðið er þar eða ekki ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.2.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband