Skynsamleg viðbót við Seðlabankafrumvarpið
25.2.2009 | 20:50
Tveggja daga bið skilaði skynsamlegri viðbót við Seðlabankafrumvarpið. Skynsamlegri viðbót sem kom í kjölfar lesturs skýrslu ESB.
Það þurfti ekki að fara af saumunum út af þessari frestun - en því er ekki að neita að umhverfið um Seðlabankann breyttist í millitíðinni þegar Seðlabankastjóri í Kastljósi undirstrikaði enn klúður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í síðustu ríkisstjórn.
Reyndar var ýmislegt fleira athuglisvert sem kom fram...
... en frumvarpið verður eflaust afgreitt sem lög á morgun.
Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hallur minn, miðað við aðrar stöðuveitingar minnihlutastjórnarinnar hvað gefur þú nýjum Seðlabankastjóra marka klukkutíma ?
Ég held að hann endist ekki 48 tíma.
G. Valdimar Valdemarsson, 25.2.2009 kl. 20:54
.. leitar hún ekki bara til Davíðs meðan það er auglýst?
Hann uppfyllir vel skilyrðin!
Hallur Magnússon, 25.2.2009 kl. 21:00
Þetta er aumkunarverð viðbót við hand-ónýtt frumvarp:
Mun peningastefnu nefnd leggja til, að Seðlabanki ríkisins verði lagður í sömu gröf og Grænmetisverzlun ríkisins, Skipaútgerð ríkisins, Ferðaskrifstofa ríkisins og Raftækjaverzlun ríkisins ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 25.2.2009 kl. 21:46
Því skyldi þetta ákvæði vera sett inn í Evrópsku seðlabankana ef þetta er einskis virði
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 25.2.2009 kl. 22:36
Athugasemdir þínar Jón, eru oft skemmtilega út í hött.
Ef við viljum ná efnahagslegum stöðugleika, sem samkvæmt lögunum um Seðlabankann er markmiðið, þá veljum við ekki "torgreinda peningastefnu". Þetta merkir að við setjum ekki á fót seðlabanka, heldur myntráð. Skilgreining seðlabanka er stofnun sem framkvæmir "torgreinda peningastefnu", sem Seðlabanki ríkisins nefnir "sjálfstæða peningastefnu".
Hvað erum við bættari með einhvert ákvæði í lögum sem eru gagnslaus, hvort sem ákvæðið er þar eða ekki ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 25.2.2009 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.