Samþykkir minnihlutastjórnin hryðjuverkalög á Ísland?
25.2.2009 | 07:42
Má skilja niðurstöðu minnihlutastjórnar Íslands þannig að ríkisstjórnin samþykki hryðjuverkalögin á Ísland? Höfðu breskt stjórnvöld ástæðu til þess að setja hryðjuverkalög á Ísland?
Ef svo er krefst ég að fá þær upplýsingar upp á borðið.
Ef ekki - þá mæli ég með að Framsóknarflokkurinn hætti að verja ríkisstjórnina falli!
Hætt við málssókn gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:46 | Facebook
Athugasemdir
Hallur.
Er þetta ekki, eins og skerðing bráðamóttöku fórnarlamba nauðgana, í boði Framsóknarflokkins?
Þið eruð þó ekki farnir að sjá eftir því að hafa boðið upp á þennan leik?
Jónas Egilsson, 25.2.2009 kl. 08:57
Já þetta er góður punktur hjá þér Hallur.
Mér finnst því miður að þessi ríkisstjórn er óttalegir amatörar. Síðasta ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Samfylkingar reyndist gjörsamlega óstjórntæk og það er farið að kalla hana Aðgerðarleysisstjórnina. Ég var reyndar farin að gleyma karlinum honum Davíð og væntanlega hefði það verið skynsamlegast fyrir stjórnina að koma fram með sínar tillögur ef einvehverjar þá hafa verið. Komið fram með vandað Seðlabankafrumvarp. Á fyrsta starfsdegi sínum sendir Jóhanna Sigurðardóttir bréf í gegnum fjölmiðla um að hún mælist til afsagnar seðlabankastjóranna og þegar til kastana kemur getur hún ekki einu sinni rekið þá! Þá er ráðist í það að gera flausturslegt seðlabankafrumvarp sem á engu tekur á vanda okkar. Þar er ekki tekið á aðskilnaði Fjármálaeftirlits og Seðlabankans. Þetta ásamt öðrum aðgerðum þarf að igrunda vel og auðvitað á að taka tilboði Evrópska Seðlabankans um úttekt enda er ekki mikilvægt að löggjöf um Seðlabankann hafi trúverðugleika erlendis? Það að Alþingi taki ekki til greina álit erlendra aðila er klárlega dæmi um heimóttarskap og heimsku. Samfylking og VG gera sér augsýnilega ekki grein fyrir því að þetta er minnihlutastjórn og í raun starfstjórn sem í raun þarf að semja við þingið um að ná sínum málum í gegn. Það er í raun undarlegt þetta frumvarp. Veit að Jón Sigurðsson fyrverandi formaður Framsóknarflokksins og fyrverandi Seðlabankastjóri og höfundur núverandi Seðlabankafrumvarp gaf ekkert fyrir þetta frumvarp sem er í raun ramgallað. Ótrúlegt að Framsóknarmenn virðast ætla að láta kúga sig til þessa. Hvort er mikilvægara að koma fram með óburðugt frumvarp eða hafa Davíð í Seðlabankanum nokkrum dögum eða vikum lengra?
Nú sprettur Davíð fram eftir 4 mánaða þögn fílefldur og heggur til hægri og vinsrti. Eiginlega verð ég nú að segja að þessar menntunarkröfur í frumvarpinu eru æði hlálegar. Ingimundur er mjög virtur hagfræðingur og hefur unnið áður hjá IMF og Eirikur var skipaður af Sighvati Björgvinssyni fyrrum formanni gamla Alþýðuflokksins þannig að þetta eru hæfir menn. Forsetisráðherran okkar er flugfreyja vart mælandi á ensku og fjármálaráðherran er ekki dýralæknir eins og sá en núna er hann jarðfræðingur og fyrverandi íþróttafréttamaður á sjónvarpinu. Síðan ráða þeir fyrverandi ritsjóra Þjóðviljans sjálfmenntaðan blaðamann og fyrrverandi formann Alþýðubandalagsins Svavar Gestsson sem aðalsamningamann við Breta í þessum gríðarlegu mikilvægu samningum við Breta. Veit ekki hvaða menntunar eða hæfniskröfur eru gerðar í þetta mikilvæga hlutverk. Ekki hef ég heyrt að sá góði maður Svavar Gestsson hafi nokkuð vit á fjármálum, bankamálum, enskum fjármálamarkaði eða enskum lögum. Hann er þarna eins og flokkskommiser að sovéskri fyrirmynd.
Fólk er orðið óþolinmætt og bíður eftir þessum aðgerðum það er ekki nóg að setjast í ráðherrasætin. Mér finnst það merkilegt ef Framsóknarmenn láti leiða sig hér eins og hund í bandi og skrifi undir þessi ósköp.
Já og eftir stóru orðin hans Steingríms og VG. Nei Hallur minn þetta er ekki gæfulegt. Engar koma tillögurnar frá þessari ríkisstjórn. Það er ekkert sniðugt að í stað Aðgerðarríkisstjórninnar komi Ráðleysisríkisstjórnin og að Framsóknarflokkurinn verði síðan taglhnýtingur hennar. Ekki gott mál......
Gunnr (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:14
Ég veit það eitt að það er auðveldara fyrir úlfalda að komast í gegnum nálarauga en það er að koma málum áfram fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Málstaður okkar er ekki svo borðleggjandi að ég haldi að þetta borgi sig. Einu málaferlin sem vit væri í að fylgja eftir, eru málaferli bankanna gegn breska ríkinu fyrir breskum stjórnvöldum.
Stefán Bogi Sveinsson, 25.2.2009 kl. 09:22
Hallur. Kannski er Jóhanna búin að slá á þráðinn og fengið samand og fengið við réttan mann. Hún kærir sig ekki að tala við mann sem heitir "Darling".
Jón Tynes (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 10:55
Leiðrétting.
Hallur. Kannski er Jóhanna búin að slá á þráðinn og fengið samand við réttan mann. Hún kærir sig ekki að tala við mann sem heitir "Darling".
Jón Tynes (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:01
Alltrétt hjá þér Hallur.
Jóhann Ólafsson, 25.2.2009 kl. 13:07
Hallur nú ferður fram úr þér eina ferðina enn.
Íslenska þjóðin var ekki sett á hryðjuverkalista - Landsbanki Íslands var settur á hryðjuverkalista - og gekki að óþörfu. Talað er um að meint peningaþvætti Landsbanka Íslands standi þar að baki.
Ef þú ætlar á þing þá verður þú að hafa þá hluti á hreinu.
Fyrrverandi ríkisstjórn og núverandi hafa tekið þessar ákvarðanir báðar, svo þeir hljóta að búa yfir einhverri þeirri vitneskju sem kemur í veg fyrir að málið verði sótt þangað.
Búið er að skipa verknefnd sem á að fara í samninga við Breta vegna Icesafe.
Farðu inn á bloggsíðu Friðriks Þórs Guðmundssonar og sjáður þar svör Breta við þessari kröfu okkar.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 25.2.2009 kl. 13:22
Alma Jenny
Ertu alveg viss um að það hafi bara verið Landsbankinn? Annað heyrðist mér í félaga Davíð í gærkvöldi!
Annars er þetta í lagi í bili - en Gylfi er búinn að lýsa því yfir að það geti bara vel verið að ríkið taki þátt í málsókn á Tjallann vegna hryðjuverkalaganna!
Hallur Magnússon, 25.2.2009 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.