Víst hefði aukin bindiskylda dregið úr þenslu og íbúðalánum bankanna

Víst hefði aukin bindiskylda og harðari lausafjárreglur orðið til þess að draga úr hömlulausum fasteignatryggðum útlánum bankanna haustið 2004. Með slíkum aðgerðum hefði Seðlabankinn dregið úr þenslu og stórhækkunar íbúðaverðs.

Við værum í annarri stöðu með íbúðalánin og eignastöðu heimilanna ef Seðlabankinn hefði staðið sig í stykkinu 2003 og 2004.

Þá væri óþarfi að færa niður íbúðalánaskuldir bankanna um 20%.


mbl.is Aukin bindiskylda hefði engu máli skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Auk þess verður að taka inn í innleiðingu BASEL II reglnanna í júlí 2003 og breytinguna á þeim 2. mars 2007.

Marinó G. Njálsson, 24.2.2009 kl. 22:27

2 identicon

Finnst ekki einhverjum skrítið að þessi maður hafi einhvern tíman verið yfirmaður peningamála heillar þjóðar ?

Hann gerði allt rétt !!!

Það voru bara allir aðrir sem hlustuðu ekki !

JR (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 23:38

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Það var enginn sem lagðist gegn því að það yrði sett bindiskyld á Íbúðalánasjóð.

90% lán ÍLS hafa ekkert með þetta að gera - enda voru þau ekki sett á fyrr en löngu eftir 100% lán bankakerfisins þegar bankarnir höfðu á stuttum tíma ausið út 200 milljörðum í íbúðalán.

Mistök Seðlabankans eru klár og skýr.

Hallur Magnússon, 25.2.2009 kl. 07:45

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Til viðbótar Kristnn - hvernig getur LÆKKUN á útlánastabba Íbúðalánasjóðs verið þensluvaldandi?

Hallur Magnússon, 25.2.2009 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband