Neyðarmóttaka vegna nauðgana lamast Ögmundur!
24.2.2009 | 15:03
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra!
Þú getur ekki liðið slíka aðför að Neyðarmóttöku vegna nauðgana sem nú er í gangi!
Svo virðist vera að öllum sérþjálfuðum hjúkrunarfræðingum sem hafa sinnt Neyðarmóttöku vegna nauðgana, á Landsspítalanum, verði sagt upp störfum frá og með næstu mánaðarmótum. Það þýðir í raun endalok Neyðarmóttöku vegna nauðgana í þeirri mynd sem hún hefur verið.
Neyðarmóttakan var upphaflega hugsuð þannig að sérþjálfað teymi lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa tæki á móti fórnarlömbum nauðgana. Félagsráðgjöfunum var hins vegar sagt upp fyrir nokkrum árum og þá áttu hjúkrunarfræðingar að taka við starfi þeirra. Nú er búið að segja hjúkrunarfæðingunum upp!
Hvaða skilaboð eru þetta til fórnarlamba nauðgana?
Á þeim 15 árum sem móttakan hefur starfað hafa tæplega 1.700 konur og nokkrir karlar leitað til móttökunnar. Þar hefur verið unnið frábært starf með fórnarlömbum nauðgunar, ekki hvað síst það andlega áfall sem nauðgun veldur. Með uppsögnunum er tapast mikil reynsla sérhæfðra hjúkrunarfræðinga.
Hver á þá að aðstoða fórnarlömb nauðgana?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Facebook
Athugasemdir
Hallur minn, er Ögmundur ekki að finna í umboði Frammsóknarflokksins?
Ari Jóhann Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 18:42
Á að vera VINNA í umboði...
Ari Jóhann Sigurðsson, 24.2.2009 kl. 18:47
Ögmundur stendur væntanlega ekki sjálfur á bak við þetta - heldur er ég að ákalla hann um að taka í taumana.
Hallur Magnússon, 24.2.2009 kl. 19:06
Já Hallur minn það er auðséð að það eru að koma kosningar. Þrátt fyrir það að ég sé enginn stuðningsmaður Ögmundar trúi ég því nú samt að hann vilji vel. Það er ljóst að þetta verður einungis lítið brot af þeim sparnaðaraðgerðum sem við munum þurfa að fá á næstu árum.
Annað eru þessar vitfyrrtu 20% skuldaaflausn Framsóknarmann sem eru náttúrulega innistæðulaus kosningaloforð og það sem kallast "valgflesk"hjá nágrönum okkar í Noregi.
Gunnr (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:28
Gunnr
Sé ekki kosningavinkilinn á málinu.
Hallur Magnússon, 24.2.2009 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.