Alþýðubankinn hefði verið betra nafn

Alþýðubankinn hefði verið miklu betra nafn á Glitni - enda bankinn kominn í eigu íslenskrar alþýðu gegnum ríkið.

Það stakk mig reyndar markaðssetning Glitnis/Íslandsbanka - sem reynir - eins og Kaupþing áður - að láta sem bankinn sé af góðsemi sinni að fella niður uppgreiðslugjald af íbúðalánumsínum.

Sannleikurinn er nefniæega sá að bankinn stórgræðir á uppgreiðslum, eing og ég rakti í bloggi mínu: Kaupþing stórgræðir á uppgreiðslu lána


mbl.is Glitnir breytist í Íslandsbanka á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ósammála. Íslandsbanki brann á sínum tíma. Núna stendur nýi bankinn í björtu báli en getur ekki brunnið. Mér finnst nafnið því ekki geta verið betra.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.2.2009 kl. 17:56

2 identicon

Sammála þér Hallur. Tók líka eftir þessu trixi með niðurfellingu gjalda á uppgreiðslu. Hélt að menn væru hættir þessum blekkingum. En vonandi trúir engin því að banki sé farinn að taka upp á því að vera "gjafmildur". Svona aðgerð er sett í gang til að skapa tekjur. Engin góðmennska. Þú mátt gjarnan halda þessari umræðu vel á lofti í kosningarundirbúningi þínum. Eftir því verður tekið. Og þú hefur meira en nóg fram að færa á þessum vettvangi.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband