Viðhaldsframkvæmdir mikilvægar í endurreisn efnahagslífsins

Það er mikilvægt að nýta niðursveifluna í efnahagslífinu til þess að fara í mikilvægar viðhaldsframkvæmdir, framkvæmdir sem geta ráðið úrslitum um framtíð fyrirtækja og einstaklinga í byggingariðnaði.

Ríkisstjórnin hefur tekið mikilvæg skref með því að endurgreiða virðisaukaskatt af viðhaldsverkum að fullu sem og að rýmka reglur Íbúðalánasjóðs gagnvart endurbótum á leiguhúsnæði, en ríkisstjórnin þarf að ganga lengra.

Ég hef ítrekað bent á að ríkisstjórnin ætti að rýmka heimildir Íbúðalánasjóðs til viðhalds og endurbótalána, þannig að Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár .

Þá hafa verið fyrirætlanir hjá Reykjavíkurborg að auka viðhaldsframkvæmdir. Líkur eru á því að borgin fari en lengra en áður var áætlað því borgarstjórn samþykkti í gær að vísa góðri tillögu borgarfulltrúa Samfylkingar og VG um átak í framkvæmdum borgarinnar og Félagsbústaða til þverpólitísks aðgerðarhóps borgarstjóra.

Tillagan er þríþætt. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að allt að einum milljarði verði varið til viðhalds. Þetta er gert í ljósi stefnumiðs ríkisstjórnarinnar um að rýmka heimildir Íbúðalánasjóðs til lánveitinga vegna viðhaldsverkefna á íbúðarhúsnæði.

Í öðru lagi er þeim tilmælum beitt til ríkisstjórnarinnar og Alþingis að sambærileg endurgreiðsla verði á virðisaukaskatti vegna viðhalds og endurbóta á opinberum byggingum og gert er ráð fyrir hjá einkaaðilum.

Í þriðja lagi verði gerð áætlun um að tvöfalda reglulegt viðhald á vegum borgarinnar næstu þrjú árin.


mbl.is Gróska í viðhaldsframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband