Treysta Sjálfstæðismenn ekki þjóðinni?

Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðismenn óttast fólkið og lýðræðið. Verst að hluti Samfylkingar og VG treysta þjóðinni heldur ekki til að kjósa sér stjórnlagaþing til að gera tillögu að nýrri stjórnarskrá.

Nú reynir á lýðræðisást þingamanna. Treysta þeir þjóðinni eða telja þeir sig þurfa að hafa vit fyrir henni?

Framsóknarflokkurinn hefur tekið forystu hvað varðar að treysta þjóðinni til þess að móta eigin framtíð.  Hverjir ætli fylgi Framsókn í þessu mikilvæga lýðræðismáli og hverjir ætli berjist fyrir forsjárhyggju með því að leggjast gegn stjórnlagaþingi?

Það verður spennandi að sjá.

Geri ráð fyrir að Sjálfstæðismenn og einhverjir Samfylkingarmenn reyni að kaffæra málið með vísan til kostnaðar - en ég minni á að kostnaður við stjórnlagaþing þjóðarinnar verður væntanlega lægri en kostnaður við misheppnaða kosningabaráttu Íslands við að komast í Öryggisráðið. Þar voru formenn þessara tveggja flokka í forystu síðustu mánuðina.


mbl.is Sjálfstæðismenn gagnrýna stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÖSSI

Bíddu...var þetta ekki eitt af skilyrðum fyrir því að verja stjórnina vantrausti?...Eru menn virkilega að bakka út úr því

Ég styð þetta heilshugar og held að þetta sé alger nauðsyn..

ÖSSI, 17.2.2009 kl. 18:55

2 identicon

Hlustaði á Birgi Ármannsson segja , hvort fólk héldi að það væru bara aular á þingi !  Hvort fólk héldi að það fengi eitthvað betra fólk en þingmenn til að fara yfir stjórnarskránna ?

Hann hitti nefnilega á rétta orðið, Birgir hefur sannað fyrir okkur undanfarna daga að hann er auli !  Hann hitti líka á það með að fá aðra en  alþingismenn, þeir hafa sýnt okkur að þeir eru ekki færir að gera neitt að viti !

Það er ekkert búið að samþyggja eitt né neitt, og við eigum alveg eftir að sjá hvort þið meinið eitthvað með orðum ykkar , framsóknamenn ?

JR (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:33

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hallur það er lágmarkskrafa að lesa fréttirnar áður en maður bloggar um þær.

Óðinn Þórisson, 18.2.2009 kl. 07:40

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nei! Og ég treysti heldur ekki sjálfstæðisflokknum!

Arinbjörn Kúld, 18.2.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband