Kynjakvóta í stjórnendateymi Seðlabankans?
17.2.2009 | 09:50
Ætli sé ástæða til þess að lögbinda kynjakvóta í stjórnendateymi Seðlabankans?
Þegar ég sá hina þrjá vörpulegu karlmenn sem hafa setið í stólum Seðlabankastjóra undanfarin ár, rifjaðist upp að á fundum sem ég átti með stjórnendateymi Seðlabankans þegar ég var sviðsstjóri í Íbúðalánasjóði, þá voru eingöngu karlar í Seðlabankanum.
Það var annað en ég átti að venjast í Íbúðalánasjóði þar sem helmingur framkvæmdastjórnar sjóðsins voru konur, en konur eru reyndar í meirihluta framkvæmdastjórnar Íbúðalánasjóðs í dag!
Íbúðalánasjóður er vinsælasta fjármálafyrirtæki á Íslandi, en yfir 94% þjóðarinnar er ánægð með störf sjóðsins. Hvað ætli ánægjuhlutfallið sé hjá Seðlabankanum?
Kannske hefur bara vantað kvenlegt innsæji í stjórn Seðlabankans?
Jóhanna ætti kannske að setja inn ákvæði í nýju lögin um Seðlabankans sem kveði á um að jafnt kynjahlutfall skuli vera við skipan Seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra - en slík staða verður væntanlega bætt í frumvarp um ný Seðlabankalög.
Einnig að setja ákvæði um að hlutfall annars kynsins meðal æðstu stjórnenda Seðlabankans skuli ekki vera lægra en 40%.
Þá vil ég minna á gamla hugmynd mína um að Seðlabankinn verði fluttur á Ísafjörð og Svörtuloft verði tekin undir Listaháskólann. Málverkasafnið er þá á réttum stað.
Sjá nánar gamalt blogg: Já, Seðlabankann á Ísafjörð! og Seðlabankann á Ísafjörð?
Gagnrýna Seðlabankafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Facebook
Athugasemdir
Það á að sjálfsögðu að vera bannað að ráða minna hæfari manneskju í stað annarar vegna kynferðis, kynjakvóti er því ranglátur. Konur hafa jafna möguleika og karlar í dag, hinsvegar eru ennþá hlutfallslega færri konur sem sækjast eftir stjórnunarstöðum og eflaust á það sér sögulega skýringu, líklega mun það leiðrétta sig sjálft svo lengi sem við búum áfram í samfélagi með mannréttindum en kynjakvótar leiða bara til þess að konur njóti ekki sannmælis að eigin verðleikum.
Tóti (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 10:15
Tóti.
í prinsippinu er ég sammála þér - en það er alveg ljóst að glerþakið er ansi sterkt víða í fjármálaheiminum - eins og sést í Seðlabankanum. Heldur þú virkilega að það séu ekki til jafn hæfar konur sem hefði vilja til að vinna í æðstu stjórn bankans og þeir karlar sem þarna sitja?
Hvað Seðlabankann varðar - þá er ástæða til þess að auðvelda JAFNHÆFUM og HÆFARI konum að komast þar að - það hefur ekki gengð fram til þessa.
Kynjakvóti er hraðvirk lausn - sem að sjálfsögðu ætti að vera tímabundin.
Við þurfum konur í framlínu Seðlabankans - við hlið karlanna.
Hallur Magnússon, 17.2.2009 kl. 10:27
Mér finnst frekar hæpið að draga þá ályktun að vinsældir ÍLS og óvinsældir SÍ séu einatt vegna kynja stjórnenda þeirra. Ég leyfi mér satt að segja að fullyrða að það sé lítill sem enginn þáttur.
Fyrst og fremst er það vegna hlutverks þessarra stofnana annars vegar og hins vegar vegna undangenginna atburða í efnahagsmálum þjóðarinnar í heild. Þriðja atriðið væri svo mjög svo umdeild persóna í formannssæti bankastjórnar SÍ.
Mikið væri samt gaman að fá einhverja vel menntaða og ákveðna konu í stjórn bankans...
Sigurjón, 17.2.2009 kl. 10:45
Sæll Hallur... ertu með stjórnlagaþingsfrumvarpið uppi við til að senda mér? Langar að sjá frumvarpið í heild en það poppar ekki upp alþingisvefnum með leitarorði
Heiða B. Heiðars, 17.2.2009 kl. 11:33
Slóðin á frumvarpið er:
http://www.althingi.is/altext/136/s/0512.html
Hallur Magnússon, 17.2.2009 kl. 17:51
Takk
Heiða B. Heiðars, 17.2.2009 kl. 18:51
Sæll Hallur.
Mikið er ánægjulegt að sjá karlmann leggja til kynjakvóta í einni
af mikilvægustu fjármálastofnun landsins.Það er svo sannarlega
til heilmikið af hæfum konum,sem gætu gengt þessum stöðum
með reisn.Það er bara gömul myta að konur fáist ekki til slíkra
ábyrgðarstarfa.Meðan ástandið er eins og það er,er ekki önnur
betri leið til að rétta hlut kvenna.Kynjakvóta sem víðast!
Ólafía Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.