Góður drengur etur kappi við mig um 1. sæti xB í Reykjavík suður
13.2.2009 | 10:02
Það er góður drengur sem etur kappi við mig um 1. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Ég hef átt gott samstarf við Einar Skúlason sem framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Bæði við uppbyggingu þjónustu Íbúðalánasjóðs við fólk af erlendu bergi brotnu og við undirbúning kynningarfunda sem ég hef haldið í Alþjóðahúsi fyrir útlendinga um íbúðalán og húsnæðismarkaðinn
Við erum - held ég - samstíga í afstöðunni til fólks af erlendu bergi brotnu - og í fjölda annarra mála!
Það verður skemmtileg að keppa við Einar um fyrsta sætið!
En fyrst það er komin samkeppni um sætið - þá er ekki úr vegi að minna á hvað ég hef verið að sýsla í gegnum árin - menntun, störf og félagsstörf. Ferilskrá mín er hér.
Af því ég er farinn að ræða málefni fólks af erlendu bergi brotnu - þá er ekki úr vegi að vísa á blogg mitt frá því í gærkvöldi: Tökum áfram á móti flóttamönnum þótt harðni á dalnum
Einar stefnir á fyrsta sætið hjá framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Facebook
Athugasemdir
Noh....kosningabaráttan komin á fullt :)
Gangi þér vel.... ert hreint ágætur þrátt fyrir að vera Framsóknarmaður
Heiða B. Heiðars, 13.2.2009 kl. 11:52
Gangi ykkur vel það er nú einu sinni þannig að það á enginn neitt í pólitík, nema sjálfan sig og sitt ágæti sitt mannorð .
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 13.2.2009 kl. 12:00
Hallur skríllinn mun kannski kjósa þig.
ps: Ég las grein eftir þig í Mogganum í gær.
Heidi Strand, 13.2.2009 kl. 12:37
Verst að ég fæ ekki að kjósa... ertu ekki í röngu kjördæmi ?.......................
Rauða Ljónið, 13.2.2009 kl. 14:20
Þú virðist hafa marga kosti. Því miður er afstaða þín til þeirra skulda sem hafa hlaðist á heimilin þannig að ég held ég velji einhvern sem berst á móti þvi óréttlæti sem verðtryggingin er í stað þess að lengja lánin mín og skuldsetja mig og mína þannig að mér endist ekki ævin til að borga greiðslunar!
Gangi þér vel!
Beta (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:09
Gott að þú færð mótframboð. Það er svo klént að sigra án mótframboðs. Tek undir með rauða ljóninu og þó kannski ertu best geymdur í Reykjavíkurhreppi. Framsókn vantar þingmann úr þeim hreppi.
Jón Tynes (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:14
Svona líkar mér. Að gera lítið úr keppinautun sínum hefur aldrei heillað mig. Gangi þér vel.
Offari, 13.2.2009 kl. 17:14
Sæll Hallur .Gangið þér allt í haginn í prófkjörkosningunum sem framundan eru það hefur aldrei farið vel að vera með prókjör. Ég var á fundi á Hótel Sögu fyrir nokkrum árum og þá sátu frambjóðendurnir í stólum fyrir framan okkur það var smá hiti í fundamönnum sérstaklega Helga Péturssyni og bræðrum hans.Ég spurði Þá sem voru í framboði ef einhver tapar og nær ekki því sæti i prófkjöri .Mundu þið fara í fýlu .NEI var svarið . Ég spurði sérstaklega Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttir að þessu hún sagði nei . En hvað gerðist eftir prófkjörið hún fór í fýlu og fór í samfylkinguna. Jæja núna styður framsókn hana í ráðherrastól sem ég myndi alls ekki gera . Gerið einhvað á þingi til að breyta íbúðarlánum og lengja þau og breyta höfuðstól hjá öllum sem eru skuldsettir það á að ganga jafn um alla sem vilja breyta lánum. Með kveðju Hannes Helgason
Hannes Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:10
Afsakið misminnið mitt Hallur Ég held að greinin ég las eftir Hallur Hallsson í Mbl. í gær var eftir þig.
(það var engin mynd með greininni.)
Heidi Strand, 13.2.2009 kl. 21:28
Þú hefur nú birt ferilsskrána Hallur.En eignastöðu mættir þú líka birta, og þáttöku þína í fasteigna og hlutabréfa og verðbréfaviðskiptum.Ágætt er að þú getir um tengsl þín við Bresku Jómfrúreyjar og eyjuna Tortola ef einhver eru.Það er betra að fá þetta fram strax áður en þú sest í fjármála eða viðskiptaráðuneytið eftir kosningar.
Sigurgeir Jónsson, 13.2.2009 kl. 22:42
Sigurgeir.
Ég var reyndar spurður á degi eitt um þetta.
Svar mitt var einfalt. Ég á einungis hlutabréf í eigin ráðgjafafyrirtæki Spesíu.
Eignir okkar hjóna felast í heimili mínu að Rauðagerði 58, Benz jeppa árgerð 2000 og Skoda Fabia árgerð 2002.
Bílarnir eru skuldlausir, en eðlilega íbúðalán á Rauðagerði 58.
Ég hef ekki tekið þátt í fasteigna, hlutabréf eða verðbréfaviðskiptum nema sem snúa beint að eigin fasteign.
Bresku Jómfrúeyjar og Tortaola hef ég bara lesið um og séð þaðan myndir.
Með öðrum orðum - ég er bara venjulegur meðaljón - sem stefnir á þing.
Hallur Magnússon, 14.2.2009 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.