Hjálparsamtök dýrmæt fyrir samfélagið
12.2.2009 | 10:51
Samtök eins og Hjálparstofnun kirkunnar, Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru okkur Íslendingum ómetanleg. Mikilvægi þeirra kemur enn frekar í ljós þegar harðnar á dalnum.
Við í Velferðarráði ákváðum að hækka styrki til einmitt þessara stofnana þegar við skiptum takmörkuðum styrkjapotti til aðilja sem vinna að velferðarmálum nú í vikunni.
Það hefði verið æskilegt að veita hærri styrki en fjármagn er því miður takmarkað.
En við eigum að vera þakklát fyrir það mikla óeigingjarna starf sem unnið er af samtökum sem þessum.
152% fjölgun umsókna eftir neyðaraðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.