Velferðarráð veitir 180 milljónum til styrkja og þjónustusamninga

Við í Velferðarráði gengum frá almennum styrkjum til velferðarmála í dag. Við lögðum áherslu á að styðja sérstaklega við þá aðila sem búast má við að álag muni aukast á í versnandi árferði s.s. Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar.

Styrkur til Fjölskylduhjálpar Íslands verður afgreiddur sérstaklega af ráðinu þegar úttekt á starfsemi samtakanna liggur fyrir sem vonandi verður á næstu dögum.

En því miður var ekki unnt að styðja öll þau mikilvægu verkefni sem í gangi eru á sviði velferðarmála í borginni, en vegna efnahagsástandsins hafði Velferðarráð takmarkað fjármagn til almennra styrkja. 

Þrátt fyrir erfitt árferði þá gat Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti 24 nýja styrki til velferðarmála alls að upphæð 33 milljónir króna.

Þá hafði aðgerðarhópur borgarráðs áður lagt til aukið fjármagn til Rauða Kross Íslands, Stígamóta og Kvennaathvarfsins.

En þótt ekki hafi verið unnt að veita nema 33 milljónum til nýrra styrkja á árinu er vert að halda því til haga að geta að á árinu ver borgin tæpum 180 milljónum króna til styrkja og þjónustusamninga vegna velferðarmála.

Alls njóta 60 aðilar sem sinna verkefnum og þjónustu á sviði velferðarmála styrkja frá velferðarráði og þjónustusamninga við Velferðarsvið á árinu.

Það er því ljóst að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand þá erum við að verja Velferðarþjónustuna eins og nokkur kostur er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Kristinn - takk fyrir ábendinguna.

Vandamálið er að það er smá væminn strengur í mér - þrátt fyrir að ég geti líka stundum verið smá hrokafullur.

Hallur Magnússon, 12.2.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband