Davíð klikkar aldrei í fjölmiðlaförsum
8.2.2009 | 18:29
Davíð Oddsson klikkar aldrei þegar fjölmiðlafarsar eru annars vegar. Það hefði komið mér á óvart - eftir að hafa fylgst með Davíð í tæp 25 ár - að hann hefði tekið pokan sinn.
Ég er ekki viss um að Jóhanna hafi undirbúið aðförina að Davíð nægilega vel. Pólitískur refur eins og Davíð kann öll trikkinn í bókinni - og ég veit það mikið um refaveiðar að þær þarf að undirbúa vel og hugsa fyrir öllum útgönguleiðum úr greninu! Ég óttast að það verði Davíð sem standi með pálmann í höndunum en að Jóhanna skaðist - þar sem málið var ekki nægilega lögfræðilega og pólitískt undirbúið.
Ég er reyndar hugsi yfir einni setningu í bréfi Davíðs:
... ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og helsti tengiliður við prógramm Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hefur verið þvingaður út úr ráðuneytinu með áður fordæmalausum hætti
Nú er ljóst að sá Seðlabankastjóri sem var helsti tengiliður bankans við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, maður sem ekki má vamm sitt vita, hefur nú ákveðið að taka pokan sinn eftir að Jóhanna bað hann um það.
Gæti verið að Jóhanna hafi hlaupið á sig með ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins?
Hefði kannske verið nóg að senda ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins og vin Davíðs í frí til að byrja með - en nýta starfskrafta ráðuneytisstjórans í forsætisráðuneytinu áfram?
Ætti Jóhanna kannske að ráða Ingimund Seðlabankastjóra í vinnu í forsætisráðuneytinu til að vinna að samskiptum við Alþjóða gjaldeyrissjóðnum ásamt nýja ráðuneytisstjóranum og fleirum?
Allavega megum við ekki klúðra samskiptunum við AGS - sérstaklega ekki eftir glannalegar yfirlýsinga fjármálaráðherrans í garð AGS!
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú segir: aðför Jóhönnu að Davíð. Er það þín skoðun ? Framsóknarflokksins ?
hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 18:36
Líklega er það rétt sem ég heyrði í morgun að Do og Jón SteinaRRRRRRRRR
hafi verið að spila brids á netinu í nótt. sennnilega hefur bréfið þá orðið til
Manni í Hlíð (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:41
Það voru náttúrlega frammarar sem settu davíð í embætið eftir að hann ákvað af lítillæti sínu að verða seðlabankastjóri.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2009 kl. 18:46
Hilmar.
Auðvitað er þetta aðför að Davíð Oddssyni! Aðför sem almenningur hefur krafist. Þótt aðför hafi haft neikvæða merkingi í íslensku á síðari tímum - þá er ljóst að aðför getur verið gerð fyrir jákvæðan málstað.
Ég er viss um að íslenska þjóðin hefur hingað til ekki talið mjög neikvæða aðför bænda að Jóni Gerrekssyni - þótt það hafi verið dulítið langt gengið að drekja þeim byskupi í poka eins og hvolpi.
En það er nú annað mál.
Hallur Magnússon, 8.2.2009 kl. 18:46
Fyrir mér er orðið aðför næsti bær við orðin árás eða einelti. Kannski miskilningur hjá mér ?
hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 19:26
Mér finnst samlíking við refaveiðar vera ágætis tilraun en nær þó skammt. Refurinn er ekki öflug skepna.
Ég ráðlegg öllum skynsömum veiðimönnum að kynna sér vel hvernig konungur dýranna svarar árásum og ver sig og sína, áður, en þeir leggja til atlögu við hann.
Júlíus Valsson, 8.2.2009 kl. 19:49
Það sem tungunni er tamast er hjartanu næst. Aðför merkir skv. Orðabók Menningarsjóðs 1. árás 2. lögtak 3. ljótar aðfarir. Í undarlegum ranghölum sálarinnar sér HM DO í líki sólkonungsins sem "klikkar aldrei í fjölmiðlaförsum". DO kann "öll trikkinn í bókinni" og við megum ju ekki "klúðra samskiptum okkar við AGS". Skyldi "stóra planið" hjá DO vera fólgið í því að kalla til náhirð sína hjá framsóknarflokknum? Gegnumtrekkurinn í framsóknarflokknum er þjóðinni löngu ljós og þeir væru enn í hækjuhlutverkinu ef þjóðin hefði ekki refsað þeim í síðustu kosningum. Frambjóðandinn HM birtir hérna grímulausa aðdáun sína á arkitekti þeirra ófara sem nú skekja landið. Ég efa að kjósendur taki undir lofið.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:50
Kind of sammála þér nafni.
hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 19:52
Aðför er náttúrlega í lögfræði lögleg valdbeiting til að knýja fram tildæmdan rétt.
En aðför er eins og þú segir árás á einhvern. Ekki einelti þó held ég :)
Auðvitað er þetta árás á Davíð - hvort sem sú árás eða aðför er réttmæt eða réttmæt ekki.
Hallur Magnússon, 8.2.2009 kl. 21:21
Hilmar Hafsteinsson!
Þú ert greinilega með gott hugmyndaflug - og lest blogg mitt með gleraugum andskotans :) hefur greinilega ekki lesið blogg mín um Davíð Oddsson og Seðlabankan gegnum tíðina.
Það er ekkert í bloggi mínu sem gefur til kynna að ég sjí Davíð Oddsson sem sólkonung :)+
Hins vegar er alveg ljóst að hann klikkar aldrei í fjölmiðlaförsum og að hann kann öll trikkin í bókinni. Ætlar þú að efast um það.
Þá er jafnklárt að við megum ekki klúðra samskiptum okkar við AGS. Kemur Davíð Oddssyni ekkert við - hvorki í bloggi mínu né í alvörunni.
Ætlar þú að halda því fram að það sé ekki aðför að Davíð Oddssyni í gangi? Þetta er grímulaus aðför.
En ég bið þig að benda mér á hvar í blogginu ég segi að sú aðför eigi ekki rétt á sér?
Það sem ég segi er að hún er illa undirbúin - og gæti því klúðrast - eins og skýrt kemur fram í blogginu
Ég óttast að það verði Davíð sem standi með pálmann í höndunum en að Jóhanna skaðist - þar sem málið var ekki nægilega lögfræðilega og pólitískt undirbúið.
Það er kjarni málsins.
Ætla ekki að eyða orðum í formdóma þína gagnvart Framsóknarflokknum, en mér virðist sem það pirri þig dálítið að það stefnir í að Framsóknarflokkurinn nái sínum fyrri styrk - sem er gott fyrir þjóðina.
Hallur Magnússon, 8.2.2009 kl. 21:35
Til viðbótar svo því sé til hafa haldið:
1. Ég talaði fyrir því strax upp úr áramótunum 2003/4 að Seðlabankinn ætti að auka verulega við gjaldeyrisforða sinn á meðan íslenska krónan væri tiltölulega sterk - enda fyrirsjáanlegt vegna breytinga á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs að erlendir aðiljar færu að fjárfesta í IKR,
2. Ég talaði nánast einn fyrir því opinberlega haustið 2004 og út árið 2005 - að Seðlabankinn ætti að hækka aftur bindiskyldu sína og beita úrræðum sínum til að gera auknar kröfur á bankanna vegan lausafjár.
3. Ég hef alla tíð bent á að hávaxtastefna Seðlabanka gengi ekki upp þar sem stýrivextir hafa nánast engin áhrif á verðtryggðar skuldbindingar og gjaldeyrislán.
Hagfræðingar hafa á undanförnum mánuðum hægri vinstri bent á að það sem ég hef alla tíð sagt - væri rétt.
Ég hef frá árinu 2004 harðlega gagnrýnt Seðlabankan fyrir að gera nánast allt rangt. Sú gagnrýni hefur verið afar hörð undanfarið ár.
Að saka mig síðan um "grímulausa aðdáun" á Davíð Oddssyni er náttúrlega nánast galið!
Hallur Magnússon, 8.2.2009 kl. 22:04
þú ert nú ansi spaugsamur með hvað sé gott fyrir þjóðina En af mikilli einlægni og all nokkurri smámunasemi langar mig að benda þér á að rifja upp reglurnar um -n og -nn
Guðrún Vala Elísdóttir, 9.2.2009 kl. 01:12
Númer 12 eru allt góðar og gildar ástæður fyrir brottrekstri Davíðs til viðbóar þeim 23 sem Helgi Hjörvar hefur talið upp - og svo loks mikilvægustu ástæðuna sem Marinó G Njálsson rekur hér er að Davíð og co gerðu Seðlabankann gjaldþrota, settu hann 150 milljarða undir núllið með 300 milljarða ábyrgðum eftir að hann kveðst hafa séð hvert stefndi og segist hafa verið í því að vara við - bara allt óskráð og hvergi ritað, - en gerði sjálfur enga neyðaráætlun hvorki fyrir bankann sem hann stýrði né ríkið sem bankinn átti að þjóna.
Helgi Jóhann Hauksson, 9.2.2009 kl. 03:23
Guðrún Vala!
Þú getur treyst því að ég stend klár á -n og -nn!
Það eru ásláttarvillur í flýtinum þar sem ég gleymdi einu enni og bætti öðru við Sé það að það skortir -n í Seðlanankann á tveimur stöðum!
Skrifaði líka fromdóma í stað fordóma :)
Maður á að lesa yfir textann áður en ýtt er á senda :)
Hallur Magnússon, 9.2.2009 kl. 08:33
...bara þetta H(allar)M(áli):
1. "Hins vegar er alveg ljóst að hann klikkar aldrei í fjölmiðlaförsum og að hann kann öll trikkin í bókinni. Ætlar þú að efast um það." Já, ég ætla bara ekki að efast um það - ég ætla að fullyrða að það er rangt. DO er kominn upp að vegg í fjölmiðlaförsunum og er að grafa sjálfum sér og Flokknum lokagröfina. DO kann engin trikk, hann þvælist um í eigin ístöðuleysi andans og færir til ímyndaða heri - Der Fuhrer í Byrginu á Svörtuloftum. Lokin eru á næsta leyti og aðstoðarmennirnir farnir að svipast um eftir bensíninu.
2. H(allar)M(áli) er heldur betur kominn í landsföðurgírinn: 1. Ég talaði 2. Ég talaði 3. Ég hef alla tíð bent á... og þetta óborganlega: "Hagfræðingar hafa á undanförnum mánuðum hægri vinstri bent á að það sem ég hef alla tíð sagt - væri rétt." Mikil sókn þessi framsókn án fromdóma.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:02
Jæja Hilmar minn!
1. Davíð er fjölmiðlafarsi. Dagurinn í dag sýnir það. Þitt vandamál ef þú sérð það ekki.
2. Landsföðursgírinn - kannske. En þótt það fari í taugarnar á þér - þá er það margoft skjalfest hvað ég sagði á sínum tíma - og var oft úthrópaður fyrir það - og jafn klárt að nú vildu margir Lilju kveðið hafa.
PS. Skemmtilegur útúrsnúningur hjá þér með HM :)
Hallur Magnússon, 9.2.2009 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.