Mikilvægt skref að stjórnlagaþingi

Forsætisráðherra tekur mikilvægt skref í undirbúningi nauðsynlegra breytinga á stjórnarskrá sem þarf að vinna fyrir komandi kosningar og í því að undirbúa stjórnlagaþing sem móti stjórnskipan til framtíðar með því að skipa öflugan ráðgjafahóp.

Hópurinn er lítill, en öflugur og ætti því að geta unnið hratt.

Það er fengur að fá Björgu Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti til að leiða hópinn og það er gott að fá Gísla Tryggvason talsmann neytenda í hópinn, en stjórnarskráin er náttúrlega eitt mesta neytendamál almennings!

Þrenningin er svo fullkomnum með Bryndísi Hlöðversdóttur.

Ég hef um nokkurt skeið verið talsmaður þess að þjóðkjörið stjórnlagaþing vinni nýja stjórnarskrá, sjá td:

Stjórnlagaþing hornsteinn uppbyggingar Nýja Íslands


mbl.is Undirbúa stjórnlagafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef þessi landráð í minnihlutastjón og þar að auki starfstjórn ná fram að ganga Hallur, þá mátt þú eiga Framsóknarflokkinn.Og ég trúi að þú verðir einn í honum.

Sigurgeir Jónsson, 8.2.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Hvaða landráð ertu að taka um gæskurinn?

Hallur Magnússon, 8.2.2009 kl. 18:17

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Starfstjórn er að taka sér vald til að breyta stjórnarskrá og hefur ekki til þess þingmeirihluta.Það eru landráð nema Alþingi komi í veg fyrir gerræðið.Sem ég trúi ekki öðru en það geri.

Sigurgeir Jónsson, 8.2.2009 kl. 20:21

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta gerræði er ekki samkvæmt þeirri stefnu sem var samþykkt á landsfundi Framsóknarflokksins.Þar er gert ráð fyrir stjórnlagaþingi sem komi með tillögur að breytingum á stjórnarskrá.Nú hefur Jóhanna sjálf skipað stjórnlagaþingið og hefur í því þrjá menn.Hvar fær hún vald til þess.Þetta eru landráð.Hún er með einræðistilburði sem Framsóknarflokkurinn verður að stöðva strax.

Sigurgeir Jónsson, 8.2.2009 kl. 20:30

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurgeir.

Ég bið þig að kynna þér betur hugtakið landráð.

Ekki gleyma því að hvaða ríkisstjórn sem er - minnihlutastjórn eða ekki - er í fullum rétti að undirbúa stjórnarskrárbreytingar hvenær sem er. Kjarni málsins er að það er Alþingi sem þarf að samþykkja þær. Ef tillögur nefndarinnar eru samþykktar af Alþingi - þá er lýðræðislegur meirihluti fyrir þeim - óháð því að það var minnihlutastjórn sem lagði tillögurnar fram. Ef tillögurnar eru felldar þá ná þær ekki fram. Svo einfalt er það.

Hallur Magnússon, 8.2.2009 kl. 21:40

6 identicon

Þetta er nú dæmigerður poppúlismi að halda stjórnlagaþing og alveg eftir Framsóknarmönnum að vera aðalleikarinn í því verki. Stjórnarskránni á ekki að breyta og á einungis að fela í sér stjórnskipan landsins og grundvallaréttindi. Nú hefur hins vegar komið á daginn setja á í stjórnarskránna ákvæði um þjóðareign, sem er hugtak sem enginn veit hvað þýðir eða á nokkuð skylt við hugtakið eign. Einnig er rætt um að setja inn í stjórnarskránna félagsleg réttindi á borð við rétt allra til menntunar og eitthvað um umhverfismál. Nú verður að taka það fram að Landið er ekki á móti því að hér sé menntakerfi eða umhverfislög það er hins vegar málefni sem takast á um á pólitískum vettvangi en ekki niðurnjörva í stjórnarskrá landsins. Einungis grundvallaréttindi eiga heima í stjórnarskránni annað á að vera háð pólitískum vilja á hverjum tíma fyrir sig.

Landið (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband