Förum varlega í að eyða viðbótarlífeyrissparnaði!

Sjálfstæðisflokkurinn og minnihlutastjórn Þjóðvaka og Alþýðubandalags - afsakið minnihlutastjórn Samfylkingar og VG - virðast sammála um að sett verða lög um séreignarsparnað sem veiti sjóðfélögum tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignarsjóðum til að mæta brýnum fjárhagsvanda.

Þessi hugmynd virðist í fyrstu vera afa snjöll en þegar lengra er hugsað þá getur hún orðið skuldsettum heimilum afar dýrkeypt.

Í dag er séreignarlífeyrissparnaður varinn þótt til persónulegs gjaldþrots komi - á svipaðan hátt og eðlilegt innbú heimilis þess er til gjaldþrotaskipta er tekinn. Ef fjölskyldum í vanda er heimilað að taka séreignarsparnaðinn út, þá er hætt við að fjármálafyrirtæki gangi enn harðar að fjölskyldum vegna greiðsluerfiðleika.

Fjölskyldur sem vilja eiga séreignarlífeyrissparnaðinn til að eiga til hnífs og skeiðar þegar á eftirlaun er komið gætu lent í þeirri stöðu að verða stillt upp við vegg í núverandiu greiðsluerfiðleikum og þvingaðar til þess að losa um sparnaðinn til að gera upp núverandi skuldir. Fjármálafyritæki hóti að setja fjöldkyldur í gjaldþrot verði ekki gengið á lífeyrsissparnaðinn.

Þá er einnig óljóst hvort unnt verði að ganga á séreignarlífeyrissparnaðinn ef til gjaldþrots kemur - ef þessi breyting verður gerð.

Ég útiloka ekki að þessi leið verði farinn - en við verðum að fara afar varlega!


mbl.is Fyrstu verk sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Hallur, þetta er viðkvæmt og hættulegt. En þetta mun þó ekki gilda fyrir alla er það nokkuð? En einhver úrræði þarf að búa til. Verða ekki einhver höft eins og t.d. að miðað við ákveðið hlutfall af inneigin o.þ.h.? Þjóðvaki og Alþýðubandalag...góður

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég vil fá alla mina peninga úr þessum skítasjóðum strax áður en menn eins og gunnar í VR stútar lífeyrinum mínum...

Óskar Þorkelsson, 2.2.2009 kl. 23:01

3 identicon

Ég er er ekki sammála. Hins vegar tel ég rétt að séreignasparnaður verði einungis notaður til að greiða niður fasteingalán eða önnur lán sem hvíla á fólki i miklum fjárhagserfiðleikum eða er atvinnulaust.

Í fyrsta lagi eru fasteignir stærsti séreignalífeyrissjóður húseigenda. Í öðru lagi er engin lágmarks ávöxtun á þessum sparnaði, eins og sumsstaðar tíðkast.  Í þriðja lagi hefur fólk tapað heilmiklum peningum í þessum sjóðum í bankahruninu og þar með sannast að þetta er ekki sjóður sem fólk getur treyst á. Í fjórða lagi er ekkert sem tryggir að ríkið muni ekki seilast í stærri skerf af þessum peningum þegar til kemur með t.d. aukinni skattlagningu. Í fimmta lagi er auðvelt að tryggja að fjármálafyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína t.d. með lögum.

Atli Geir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:32

4 identicon

Ég vil fá minn lífeyrissparnað greiddan út. Punktur!

Ína (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband